Barðist við tárin þegar hann kvaddi Valur Páll Eiríksson skrifar 20. febrúar 2025 10:00 Danijel Dejan Djuric, fráfarandi leikmaður Víkings. Vísir/Ívar Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar. Á miðvikudag var Danijel á æfingu með Víkingsliðinu þegar hann var dreginn til hliðar af Sölva Geir og framkvæmdastjóranum Haraldi Haraldssyni. Þá hafði tilboð Istra verið samþykkt og þurfti að hafa hraðar hendur. Félagsskiptaglugginn lokaði nefnilega síðar þann dag. „Þessir 48 klukkutímar hafa bara verið mjög skrýtnir,“ sagði Danijel þegar íþróttadeild náði í skottið á honum hér heima á þriðjudag, áður en hann flaug til Króatíu í gær. „Ég var í Aþenu fyrir tólf tímum að búa mig undir Evrópuleik. Núna er ég allt í einu heima hjá mömmu og pabba að borða og svo á morgun að fara út til Króatíu. Þetta er alvöru Evrópuævintýri,“ bætir hann við. Ofgnótt tilfinninga Hann segir þennan mánudaginn hafa verið sérstakan og æfinguna þegar hann beið tíðinda frá Króatíu. „Það var ótrúlega spes. Tilfinningin að vera að fara, að þetta sé síðasta æfingin, og að kveðja strákana. Ég talaði líka við hópinn og sagði að ég væri að fara. Þetta var of mikið, maður vissi ekki hvar maður var staddur. Maður var tómur í hausnum og tilfinningunum. Þetta var sensory overload,“ segir Danijel. Hvernig var að kveðja liðsfélagana? „Ég þurfti alveg að berjast við tárin þegar ég var að tala við strákana. Þetta var tilfinningaþrungið. Ég vildi bara þakka þeim. Ég vil að þeir viti hvað þeir þýða fyrir mér. Þetta er topp klúbbur og topp menn á bakvið þetta með toppstjórn og þjálfara. Víkingur er besti klúbbur á Íslandi núna,“ segir Danijel. Spáir Víkingum áfram í kvöld Eftir að hafa spilað við Panathinaikos síðasta fimmtudag býst Danijel við að hans gömlu félagar vinni leik kvöldsins við gríska félagið. „Mér líst mjög vel á þetta. Mér fannst við betri úti. Ég byrjaði á bekknum en kom inn á. Fyrir leikinn hljómuðu þeir smá eins og einhverjar ofurhetjur en þetta voru bara alveg eins leikmenn og við. Við vorum stundum bara betri en þeir. Ég held að Evrópuleikurinn verði bara betri og ég held að við komumst áfram,“ segir Danijel. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Klippa: Hektískir dagar og tilfinningaþrungin kveðja Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Á miðvikudag var Danijel á æfingu með Víkingsliðinu þegar hann var dreginn til hliðar af Sölva Geir og framkvæmdastjóranum Haraldi Haraldssyni. Þá hafði tilboð Istra verið samþykkt og þurfti að hafa hraðar hendur. Félagsskiptaglugginn lokaði nefnilega síðar þann dag. „Þessir 48 klukkutímar hafa bara verið mjög skrýtnir,“ sagði Danijel þegar íþróttadeild náði í skottið á honum hér heima á þriðjudag, áður en hann flaug til Króatíu í gær. „Ég var í Aþenu fyrir tólf tímum að búa mig undir Evrópuleik. Núna er ég allt í einu heima hjá mömmu og pabba að borða og svo á morgun að fara út til Króatíu. Þetta er alvöru Evrópuævintýri,“ bætir hann við. Ofgnótt tilfinninga Hann segir þennan mánudaginn hafa verið sérstakan og æfinguna þegar hann beið tíðinda frá Króatíu. „Það var ótrúlega spes. Tilfinningin að vera að fara, að þetta sé síðasta æfingin, og að kveðja strákana. Ég talaði líka við hópinn og sagði að ég væri að fara. Þetta var of mikið, maður vissi ekki hvar maður var staddur. Maður var tómur í hausnum og tilfinningunum. Þetta var sensory overload,“ segir Danijel. Hvernig var að kveðja liðsfélagana? „Ég þurfti alveg að berjast við tárin þegar ég var að tala við strákana. Þetta var tilfinningaþrungið. Ég vildi bara þakka þeim. Ég vil að þeir viti hvað þeir þýða fyrir mér. Þetta er topp klúbbur og topp menn á bakvið þetta með toppstjórn og þjálfara. Víkingur er besti klúbbur á Íslandi núna,“ segir Danijel. Spáir Víkingum áfram í kvöld Eftir að hafa spilað við Panathinaikos síðasta fimmtudag býst Danijel við að hans gömlu félagar vinni leik kvöldsins við gríska félagið. „Mér líst mjög vel á þetta. Mér fannst við betri úti. Ég byrjaði á bekknum en kom inn á. Fyrir leikinn hljómuðu þeir smá eins og einhverjar ofurhetjur en þetta voru bara alveg eins leikmenn og við. Við vorum stundum bara betri en þeir. Ég held að Evrópuleikurinn verði bara betri og ég held að við komumst áfram,“ segir Danijel. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Klippa: Hektískir dagar og tilfinningaþrungin kveðja
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira