Fótbolti

Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það urðu smá læti í leik Panathinaikos og Víkinga en hér eru Grikkirnir eitthvað ósáttir.
Það urðu smá læti í leik Panathinaikos og Víkinga en hér eru Grikkirnir eitthvað ósáttir. Getty/Milos Bicanski

Víkingar eru úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 2-0 tap í seinni leiknum á móti gríska liðinu Panathinaikos í Aþenu í gær.

Panathinaikos vann þar með 3-2 samanlagt en Víkingur vann fyrri leikinn 2-1.

Bæði mörkin komu á síðustu tuttugu mínútum leiksins þar af úrslitamarkið á fimmtu mínútu í uppbótatima.

Filip Mladenovic skoraði fyrra markið á 70. mínútu en Tete það síðara á 90+5.

Mladenovic skoraði markið sitt með laglegu skoti utarlega úr teignum eftir að Vikingar hafði ekki tekist að koma boltanum almennilega frá eftir þunga sókn.

Seinna markið kom síðan eftir frákast. Skot fór af varnarmanni og Ingvar Jónsson náði bara að sparka boltanum út í teiginn. Þar kom Tete aðvífandi, át upp frákastið og skoraði með óverjandi skoti.

Vissulega mjög svekkjandi fyrir Víkinga en þarna stefndi í framlengingu.

2024 tímabili Víkinga er nú formleg lokið. Þeir léku sinn fyrsta leik í Bestu deildinni 6. apríl 2024 og þann síðasta 20. febrúar 2025. Tímabilið var því tíu mánuðir og fjórtán dagar eða samanlagt 320 dagar.

Það má sjá bæði mörkin hér fyrir neðan.

Klippa: Mörkin úr leik Panathinaikos og Víkinga



Fleiri fréttir

Sjá meira


×