„Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. febrúar 2025 23:09 Atvikið í upphafi leiks, þar sem Víkingar voru rændir dauðafæri, situr í Sölva. Ville Vuorinen - UEFA/UEFA via Getty Images „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap og okkur líður ekki vel með þetta. Okkur fannst við hafa spilað frábæran leik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen eftir tap í einvígi Víkings gegn Panathinaikos. Hann var gríðarlega stoltur af frammistöðu sinna manna en svekktur með ákvarðanir dómara í einvíginu. „Við settum leikinn upp þannig að við værum þéttir og myndum verjast vel, það gekk vel fannst mér og þeir sköpuðu sér engin stórfæri. Það tókst hjá þeim á endanum [að skora] þar sem vinstri bakvörðurinn tekur hann með verri fót og smyr hann upp í samskeytin. Það þurfti eitthvað svona draumamark til að koma þeim inn í leikinn en ég er svo stoltur af þessari frammistöðu hjá strákunum, nýbyrjaðir á undirbúningstímabilinu og gefa Panathinaikos alvöru leik og eins og ég segi þá þurfti eitthvað stórkostlegt mark hjá þeim til þess að brjóta okkur niður,“ sagði Sölvi um þróun leiksins. Hann má sannarlega vera stoltur af sínum mönnum, sem virtust vera með allt á hreinu þar til markið kom eiginlega upp úr engu. „Já, þetta var mjög mikill skellur að fá þetta mark á okkur og við höfðum ekki kraft til að svara þessu almennilega en trúðum alveg fram að lokaflauti og fengum okkar færi, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Sölvi og minntist síðan á atvik sem skipti sköpum í leiknum. Stórt spurningamerki við dómarann „Ég set stórt spurningamerki við dómarann þegar hann flautar á brot þegar Valdi er að sleppa í gegn. Það hefði breytt leiknum… [Fjórði dómarinn] sagði bara að hann væri sorry yfir þessu. Þetta gerðist líka í fyrri leiknum, þar sem mér finnst þeir of fljótir að dæma. Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi á móti Panathinaikos og það er virkilega svekkjandi að svona stórir dómar falli gegn okkur þegar við erum að spila á þessu stigi,“ sagði Sölvi. Tímabilinu loks lokið en nýtt hefst núna Niðurstaðan varð engu að síður tap fyrir Víking, sem er nú úr leik í Sambandsdeildinni og hefur þar með lokið keppnistímabili sínu, sem hófst þann fyrsta apríl 2024. Nýtt tímabil tekur strax við, Víkingur er ekki í Lengjubikarnum en ætlar að spila æfingaleik gegn FH eftir viku. Eftir það fer liðið í æfingaferð og spilar síðan úrslitaleik í Bose-mótinu áður en Íslandsmótið hefst þann 5. apríl. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
„Við settum leikinn upp þannig að við værum þéttir og myndum verjast vel, það gekk vel fannst mér og þeir sköpuðu sér engin stórfæri. Það tókst hjá þeim á endanum [að skora] þar sem vinstri bakvörðurinn tekur hann með verri fót og smyr hann upp í samskeytin. Það þurfti eitthvað svona draumamark til að koma þeim inn í leikinn en ég er svo stoltur af þessari frammistöðu hjá strákunum, nýbyrjaðir á undirbúningstímabilinu og gefa Panathinaikos alvöru leik og eins og ég segi þá þurfti eitthvað stórkostlegt mark hjá þeim til þess að brjóta okkur niður,“ sagði Sölvi um þróun leiksins. Hann má sannarlega vera stoltur af sínum mönnum, sem virtust vera með allt á hreinu þar til markið kom eiginlega upp úr engu. „Já, þetta var mjög mikill skellur að fá þetta mark á okkur og við höfðum ekki kraft til að svara þessu almennilega en trúðum alveg fram að lokaflauti og fengum okkar færi, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Sölvi og minntist síðan á atvik sem skipti sköpum í leiknum. Stórt spurningamerki við dómarann „Ég set stórt spurningamerki við dómarann þegar hann flautar á brot þegar Valdi er að sleppa í gegn. Það hefði breytt leiknum… [Fjórði dómarinn] sagði bara að hann væri sorry yfir þessu. Þetta gerðist líka í fyrri leiknum, þar sem mér finnst þeir of fljótir að dæma. Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi á móti Panathinaikos og það er virkilega svekkjandi að svona stórir dómar falli gegn okkur þegar við erum að spila á þessu stigi,“ sagði Sölvi. Tímabilinu loks lokið en nýtt hefst núna Niðurstaðan varð engu að síður tap fyrir Víking, sem er nú úr leik í Sambandsdeildinni og hefur þar með lokið keppnistímabili sínu, sem hófst þann fyrsta apríl 2024. Nýtt tímabil tekur strax við, Víkingur er ekki í Lengjubikarnum en ætlar að spila æfingaleik gegn FH eftir viku. Eftir það fer liðið í æfingaferð og spilar síðan úrslitaleik í Bose-mótinu áður en Íslandsmótið hefst þann 5. apríl.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira