Samskip fái úrlausn um tiltekin atriði í sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2022 09:53 Í sáttinni skuldbatt Eimskip sig til að hætta öllu samkeppnishamlandi samstarfi við Samskip og önnur fyrirtæki í hvers konar flutningaþjónustu ef Samskip ættu einnig í samstarfi við viðkomandi fyrirtæki. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Samskip hafi lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn áfrýjunarnefndar samkeppnismála um tiltekin atriði í sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið frá í júní 2021. Frá þessu segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Þar kemur fram að héraðsdómur hafi þar snúið úrskurði áfrýjunarnefndarinnar frá í desember. Með sáttinni við Samkeppniseftirlitið viðurkenndi Eimskip alvarleg brot gegn banni samkeppnislaga við ólögmætu samráði og greiddi 1,5 milljarða króna í stjórnvaldssekt. Auk þess skuldbatt Eimskip sig til að grípa til nánar tiltekinna aðgerða í því skyni að vinna gegn frekari brotum og efla samkeppni. „Í því fólst meðal annars að Eimskip skuldbatt sig til að hætta öllu samkeppnishamlandi samstarfi við Samskip og önnur fyrirtæki í hvers konar flutningaþjónustu ef Samskip ættu einnig í samstarfi við viðkomandi fyrirtæki. Þessu er lýst nánar í 3. málsgrein 3. greinar sáttarinnar. Í kjölfar sáttarinnar beindu Samskip kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og kröfðust þess að umrætt ákvæði sáttarinnar um lok samstarfs yrði fellt úr gildi. Töldu Samskip meðal annars að fyrirmæli sáttarinnar fælu í sér ólögmæta takmörkun á samnings- og atvinnufrelsi fyrirtækisins og veikti stöðu þess gagnvart Eimskipi. Það var niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála að Samskip hefðu ekki átt rétt á því að koma að gerð sáttarinnar við Eimskip og gæti fyrirtækið því ekki borið umrætt ákvæði sáttarinnar undir áfrýjunarnefndina. Í þessu sambandi var tekið fram að þætti Samskipa í rannsókninni væri enn ólokið. Taldi áfrýjunarnefnd því óhjákvæmilegt að vísa kæru Samskipa frá nefndinni. Í dómi héraðsdóms frá því á föstudag var úrskurður áfrýjunarnefndar sem áður segir felldur úr gildi og komist að þeirri niðurstöðu að Samskip eigi lögvarða hagsmuni af því að fá efnisúrlausn áfrýjunarnefndar í málinu,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Segir ennfremur að Samkeppniseftirlitið muni nú yfirfara niðurstöðu héraðsdóms og forsendur hans. Dómurinn sjálfur hefur enn ekki verið birtur á vef héraðsdómstólanna. Samkeppnismál Dómsmál Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Frá þessu segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Þar kemur fram að héraðsdómur hafi þar snúið úrskurði áfrýjunarnefndarinnar frá í desember. Með sáttinni við Samkeppniseftirlitið viðurkenndi Eimskip alvarleg brot gegn banni samkeppnislaga við ólögmætu samráði og greiddi 1,5 milljarða króna í stjórnvaldssekt. Auk þess skuldbatt Eimskip sig til að grípa til nánar tiltekinna aðgerða í því skyni að vinna gegn frekari brotum og efla samkeppni. „Í því fólst meðal annars að Eimskip skuldbatt sig til að hætta öllu samkeppnishamlandi samstarfi við Samskip og önnur fyrirtæki í hvers konar flutningaþjónustu ef Samskip ættu einnig í samstarfi við viðkomandi fyrirtæki. Þessu er lýst nánar í 3. málsgrein 3. greinar sáttarinnar. Í kjölfar sáttarinnar beindu Samskip kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og kröfðust þess að umrætt ákvæði sáttarinnar um lok samstarfs yrði fellt úr gildi. Töldu Samskip meðal annars að fyrirmæli sáttarinnar fælu í sér ólögmæta takmörkun á samnings- og atvinnufrelsi fyrirtækisins og veikti stöðu þess gagnvart Eimskipi. Það var niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála að Samskip hefðu ekki átt rétt á því að koma að gerð sáttarinnar við Eimskip og gæti fyrirtækið því ekki borið umrætt ákvæði sáttarinnar undir áfrýjunarnefndina. Í þessu sambandi var tekið fram að þætti Samskipa í rannsókninni væri enn ólokið. Taldi áfrýjunarnefnd því óhjákvæmilegt að vísa kæru Samskipa frá nefndinni. Í dómi héraðsdóms frá því á föstudag var úrskurður áfrýjunarnefndar sem áður segir felldur úr gildi og komist að þeirri niðurstöðu að Samskip eigi lögvarða hagsmuni af því að fá efnisúrlausn áfrýjunarnefndar í málinu,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Segir ennfremur að Samkeppniseftirlitið muni nú yfirfara niðurstöðu héraðsdóms og forsendur hans. Dómurinn sjálfur hefur enn ekki verið birtur á vef héraðsdómstólanna.
Samkeppnismál Dómsmál Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira