Viðskipti innlent

Hörður og Svala endur­vekja Macland

Hörður Ágústsson, stofnandi Macland, segir fyrirtækið komið aftur í sínar hendur þremur árum eftir að hann hætti öllum afskiptum af því. „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg. Í hvaða formi og hvenær er enn óljóst,“ segir hann jafnframt.

Viðskipti innlent

Endur­byggja gömul hús úr mið­bæ Reykja­víkur á Sel­fossi

Stjórn félags eldri borgara á Selfossi tók í dag fyrstu skóflustunguna að fimm þúsund fermetra uppbyggingu við miðbæinn á Selfossi. Um er að ræða sex ný hús við Miðstræti, nýja götu sunnan við núverandi miðbæ, sem þverar Brúarstræti og liggur frá austri til vesturs. Fyrirmynd húsanna sem byggð verða eru hús sem áður voru í miðborg Reykjavíkur. 

Viðskipti innlent

Eftir­litið veður í Veður­stofuna

Samkeppniseftirlitið hefur sent Veðurstofu Íslands erindi þar sem brýnt er fyrir Veðurstofunni að halda samkeppnisrekstri stofnunarinnar rækilega aðskildum frá annarri starfsemi og birta upplýsingar um aðskilnaðinn opinberlega.

Viðskipti innlent

Leitin skili tekjum í ríkis­sjóð þó það finnist ekki olía

Viðskiptaráð segir að olíuleit á Drekasvæðinu geti skilað gífurlegum verðmætum ef olía finnst á svæðinu. Óháð því hvort olía finnst í vinnanlegu magni geti leitin skilað tekjum í ríkissjóð fyrir leyfisgjöld sérleyfishafa. Gert er ráð fyrir í útreikningum Viðskiptaráðs að vinnsla olíu geti hafist eftir 16 til 18 ár, það er 2041-2043.

Viðskipti innlent

Laga­nemar bjóða leigj­endum á­fram upp á fría ráð­gjöf

Laganemar við Háskóla Íslands munu áfram bjóða leigjendum upp á ókeypis ráðgjöf eftir að samkomulag náðist um áframhaldandi starfsemi Leigjendalínunnar svokölluðu. Alls leituðu um sjötíu leigjendur aðstoðar hjá Leigjendalínunni á síðasta skólaári og hafa algengustu spurningarnar um riftun leifusamninga og kröfur um tryggingafé.

Viðskipti innlent

Meðalsölutími fast­eigna hundrað dagar

Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Viðskipti innlent

Systurfélag ÞG verk­taka kaupir Arnarland

Eigendur Arnarlands ehf., Landey ehf. og Fasteignafélagsins Akurey ehf., hafa ákveðið að ganga til samningaviðræðna við fasteignaþróunarfélagið Arcus ehf. um kaup félagsins á öllu hlutafé Arnarlands, sem á níu hektara land á Arnarneshálsi í Garðabæ. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði á svæðinu. 

Viðskipti innlent