Samskip fái úrlausn um tiltekin atriði í sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2022 09:53 Í sáttinni skuldbatt Eimskip sig til að hætta öllu samkeppnishamlandi samstarfi við Samskip og önnur fyrirtæki í hvers konar flutningaþjónustu ef Samskip ættu einnig í samstarfi við viðkomandi fyrirtæki. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Samskip hafi lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn áfrýjunarnefndar samkeppnismála um tiltekin atriði í sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið frá í júní 2021. Frá þessu segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Þar kemur fram að héraðsdómur hafi þar snúið úrskurði áfrýjunarnefndarinnar frá í desember. Með sáttinni við Samkeppniseftirlitið viðurkenndi Eimskip alvarleg brot gegn banni samkeppnislaga við ólögmætu samráði og greiddi 1,5 milljarða króna í stjórnvaldssekt. Auk þess skuldbatt Eimskip sig til að grípa til nánar tiltekinna aðgerða í því skyni að vinna gegn frekari brotum og efla samkeppni. „Í því fólst meðal annars að Eimskip skuldbatt sig til að hætta öllu samkeppnishamlandi samstarfi við Samskip og önnur fyrirtæki í hvers konar flutningaþjónustu ef Samskip ættu einnig í samstarfi við viðkomandi fyrirtæki. Þessu er lýst nánar í 3. málsgrein 3. greinar sáttarinnar. Í kjölfar sáttarinnar beindu Samskip kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og kröfðust þess að umrætt ákvæði sáttarinnar um lok samstarfs yrði fellt úr gildi. Töldu Samskip meðal annars að fyrirmæli sáttarinnar fælu í sér ólögmæta takmörkun á samnings- og atvinnufrelsi fyrirtækisins og veikti stöðu þess gagnvart Eimskipi. Það var niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála að Samskip hefðu ekki átt rétt á því að koma að gerð sáttarinnar við Eimskip og gæti fyrirtækið því ekki borið umrætt ákvæði sáttarinnar undir áfrýjunarnefndina. Í þessu sambandi var tekið fram að þætti Samskipa í rannsókninni væri enn ólokið. Taldi áfrýjunarnefnd því óhjákvæmilegt að vísa kæru Samskipa frá nefndinni. Í dómi héraðsdóms frá því á föstudag var úrskurður áfrýjunarnefndar sem áður segir felldur úr gildi og komist að þeirri niðurstöðu að Samskip eigi lögvarða hagsmuni af því að fá efnisúrlausn áfrýjunarnefndar í málinu,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Segir ennfremur að Samkeppniseftirlitið muni nú yfirfara niðurstöðu héraðsdóms og forsendur hans. Dómurinn sjálfur hefur enn ekki verið birtur á vef héraðsdómstólanna. Samkeppnismál Dómsmál Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Frá þessu segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Þar kemur fram að héraðsdómur hafi þar snúið úrskurði áfrýjunarnefndarinnar frá í desember. Með sáttinni við Samkeppniseftirlitið viðurkenndi Eimskip alvarleg brot gegn banni samkeppnislaga við ólögmætu samráði og greiddi 1,5 milljarða króna í stjórnvaldssekt. Auk þess skuldbatt Eimskip sig til að grípa til nánar tiltekinna aðgerða í því skyni að vinna gegn frekari brotum og efla samkeppni. „Í því fólst meðal annars að Eimskip skuldbatt sig til að hætta öllu samkeppnishamlandi samstarfi við Samskip og önnur fyrirtæki í hvers konar flutningaþjónustu ef Samskip ættu einnig í samstarfi við viðkomandi fyrirtæki. Þessu er lýst nánar í 3. málsgrein 3. greinar sáttarinnar. Í kjölfar sáttarinnar beindu Samskip kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og kröfðust þess að umrætt ákvæði sáttarinnar um lok samstarfs yrði fellt úr gildi. Töldu Samskip meðal annars að fyrirmæli sáttarinnar fælu í sér ólögmæta takmörkun á samnings- og atvinnufrelsi fyrirtækisins og veikti stöðu þess gagnvart Eimskipi. Það var niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála að Samskip hefðu ekki átt rétt á því að koma að gerð sáttarinnar við Eimskip og gæti fyrirtækið því ekki borið umrætt ákvæði sáttarinnar undir áfrýjunarnefndina. Í þessu sambandi var tekið fram að þætti Samskipa í rannsókninni væri enn ólokið. Taldi áfrýjunarnefnd því óhjákvæmilegt að vísa kæru Samskipa frá nefndinni. Í dómi héraðsdóms frá því á föstudag var úrskurður áfrýjunarnefndar sem áður segir felldur úr gildi og komist að þeirri niðurstöðu að Samskip eigi lögvarða hagsmuni af því að fá efnisúrlausn áfrýjunarnefndar í málinu,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Segir ennfremur að Samkeppniseftirlitið muni nú yfirfara niðurstöðu héraðsdóms og forsendur hans. Dómurinn sjálfur hefur enn ekki verið birtur á vef héraðsdómstólanna.
Samkeppnismál Dómsmál Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira