Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2025 13:17 Póló er mætt með veipvörurnar sínar í Vesturbæ Reykjavíkur. Esra Þór Jakobsson Veipveldið Póló hefur opnað verslun í verslunarkjarna við Hagamel í Vesturbænum í Reykjavík sem löngum var kallaður Úlfarsfell eftir samnefndri bókabúð. Taílenskur veitingastaður hefur verið í húsinu um árabil. Vakin er athygli á þessum vendingum í virka íbúahópnum Vesturbænum á Facebook þar sem viðbrögðin eru frekar dræm þótt einn og einn fagni breytingunum. „Ég hefði átt að versla oftar á Thai Grill - virkilega fínn matur,“ segir Sölvi Snær Magnússon, eigandi veitingastaðarins Laundromat, í hópnum. „Virkilega sorgleg þróun“ Einn íbúi veltir fyrir sér hvort hin heilaga þrenning sé orðin að veruleika; pítsa, ís og að fá sér í vörina og vísar til þess að Ísbúð Vesturbæjar og Pizza 107 séu í húsinu. Mest ber á þeim sem vilja ekki fá verslun með nikótín og tóbaksvörur í hverfið barnanna vegna. „Æ, þetta er glatað. Virkilega sorgleg þróun, ekki síst fyrir ungmennin okkar í hverfinu. Getum við ekki tekið höndum saman og sniðgengið þessa ómenningu?“ spyr ein móðirin. Hvað í fjandanum er í gangi? Einn íbúi er þungt hugsi yfir uppgangi nikótínverslana og veipbúða hér á landi. „Getum við ekki farið að ræða þetta af alvöru? Staðsetning þessara verslana er algjörlega óviðeigandi,“ segir íbúinn. „Ég meina… hvað í fjandanum er í gangi? Þetta er meðhöndlað eins og nammi hér. Bráðum verður 50% afsláttur um helgar!“ Sambærilegar umræður hafa verið í öðrum hverfum borgarinnar, meðal annars í Grímsbæ við Bústaðarveg í Fossvoginum. Þar rekur Svens verslun en austar í götunni er Póló með útibú. Eyrún Magnúsdóttir, fjölmiðlakona á Gímaldinu og íbúi í Bústaðahverfi, hefur sagt níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Þeir sem tekið hafa upp hanskann fyrir viðkomandi verslanir hafa aðallega bent á að átján ára aldurstakmark sé í verslununum og því ekki ástæða til að hafa áhyggjur af börnunum. Lausleg könnun fréttastofu bendir til þess að á höfuðborgarsvæðinu reki Svens um tíu verslanir en Póló um fimm. Reykjavík Börn og uppeldi Nikótínpúðar Rafrettur Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Vakin er athygli á þessum vendingum í virka íbúahópnum Vesturbænum á Facebook þar sem viðbrögðin eru frekar dræm þótt einn og einn fagni breytingunum. „Ég hefði átt að versla oftar á Thai Grill - virkilega fínn matur,“ segir Sölvi Snær Magnússon, eigandi veitingastaðarins Laundromat, í hópnum. „Virkilega sorgleg þróun“ Einn íbúi veltir fyrir sér hvort hin heilaga þrenning sé orðin að veruleika; pítsa, ís og að fá sér í vörina og vísar til þess að Ísbúð Vesturbæjar og Pizza 107 séu í húsinu. Mest ber á þeim sem vilja ekki fá verslun með nikótín og tóbaksvörur í hverfið barnanna vegna. „Æ, þetta er glatað. Virkilega sorgleg þróun, ekki síst fyrir ungmennin okkar í hverfinu. Getum við ekki tekið höndum saman og sniðgengið þessa ómenningu?“ spyr ein móðirin. Hvað í fjandanum er í gangi? Einn íbúi er þungt hugsi yfir uppgangi nikótínverslana og veipbúða hér á landi. „Getum við ekki farið að ræða þetta af alvöru? Staðsetning þessara verslana er algjörlega óviðeigandi,“ segir íbúinn. „Ég meina… hvað í fjandanum er í gangi? Þetta er meðhöndlað eins og nammi hér. Bráðum verður 50% afsláttur um helgar!“ Sambærilegar umræður hafa verið í öðrum hverfum borgarinnar, meðal annars í Grímsbæ við Bústaðarveg í Fossvoginum. Þar rekur Svens verslun en austar í götunni er Póló með útibú. Eyrún Magnúsdóttir, fjölmiðlakona á Gímaldinu og íbúi í Bústaðahverfi, hefur sagt níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Þeir sem tekið hafa upp hanskann fyrir viðkomandi verslanir hafa aðallega bent á að átján ára aldurstakmark sé í verslununum og því ekki ástæða til að hafa áhyggjur af börnunum. Lausleg könnun fréttastofu bendir til þess að á höfuðborgarsvæðinu reki Svens um tíu verslanir en Póló um fimm.
Reykjavík Börn og uppeldi Nikótínpúðar Rafrettur Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira