Reykjavík

Fréttamynd

Hent nauðugri út úr hryllings­húsi vegna ógreiddrar leigu

Jón Daníelsson segir af skelfilegum aðstæðum í húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Jón segir til standa að dóttur hans, sem er fíkill, verði hent þaðan út vegna vangreiddrar húsaleiguskuldar meðan nær væri að hún fengi greitt fyrir að sætta stöðugum ógnum annars leigjanda.

Innlent
Fréttamynd

Níðings­verk

Dóttir mín er fíkill. Og á morgun ætla Félagsbústaðir að láta fleygja henni út á götu. Ástæðan mun vera húsaleiguskuld. Mér skilst að upp á síðkastið hafi hún hreinlega neitað að greiða leiguna. Ég get raunar vel skilið það: Bríetartún 20 getur ekki kallast mannabústaður.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast ekki komu Starbucks til Ís­lands

Framkvæmdastjóri Te og kaffi segist ekki óttast samkeppni frá alþjóðlega kaffirisanum Starbucks sem mun í næsta mánuði opna tvö kaffihús hér á landi í fyrsta sinn. Hann segist þvert á móti fagna samkeppninni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda

Þuríður Sigurðardóttir söngkona kallar eftir því að Laugarnes í Reykjavík verði friðlýst sem búsetu- og menningarlandslag. Hún býður upp á sögugöngu um Laugarnes klukkan þrjú á morgun, sunnudag, þar sem hún ætlar meðal annars að fjalla um þá kenningu að landnámsbær Ingólfs hafi verið í Laugarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjót­garði

Karlmaður sigldi í dag ölvaður utan í annan bát og svo í grjótgarð. Maðurinn var handtekinn og málið afgreitt á lögreglustöð. Frá þessu er greint í dagbók lögreglu. Ekki er tekið fram hvar atvikið átti sér stað en lögreglumenn á stöð í Kópavogi og Breiðholti sinntu erindinu.

Innlent
Fréttamynd

Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk

Flestir foreldrar í Reykjavík þekkja frístundarvefinn, vefur sem hefur geymt upplýsingar um námskeið til íþrótta og tómstunda í Reykjavík í mörg ár. Margir foreldrar kannast við að sitja framan við skjáinn til að skrá ungana sína í spennandi sumarnámskeið, valið hverfi, tímabil og skannað fjölbreytt framboð á námskeiðum og afþreyingu.

Skoðun
Fréttamynd

Rykið dustað af sólbekkjunum

Veðrið leikur svoleiðis við borgarbúa í dag og því má búast við margmenni í sundlaugum borgarinnar. Sundlaugarvörður segir sólbekkina þegar farna að fyllast og hvetur landsmenn til að nýta hverja mínútu af sólskini.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er víta­hringur sem endur­tekur sig í sí­fellu!“

Íslenskur karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær grunaður um hafa frelsissvipt erlendan ferðamann. Verjandi mannsins hefur kært úrskurðinn og segir manninn ekki hafa haft ásetning til að gera illt. Maðurinn glími við geðræn vandamál og eigi ekki heima í fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af arf­taka sínum

A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Borgarstjóri segist bjartsýn á framhaldið en fyrrverandi borgarstjóri segir óttast að árangurinn verði horfinn undir lok árs.

Innlent
Fréttamynd

Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsis­sviptingu

Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum.

Innlent
Fréttamynd

Menningar­legt heimili með stór­brotnu út­sýni

Við Skildingatanga í Skerjafirði stendur einstaklega glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum, byggt árið 1968. Húsið er 450 fermetrar að stærð, teiknað af Kjartani Sveinssyni, og hefur verið mikið endurnýjað. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið
Fréttamynd

Ó­ljóst hvers vegna ferða­manni var haldið í gíslingu

Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri sé brennu­vargur en Fram­sókn í slökkvi­liðinu

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í borginni og fyrrverandi borgarstjóri, ætlar greinilega ekki að láta fólk gleyma því hver stýrði borginni á síðasta ári. Tíu milljarða viðsnúningur varð á A-hluta borgarinnar á milli ára. Hann segir núverandi borgarstjóra vera „brennuvarg“ í fjármálum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Tæp­lega tíu milljarða viðsnúningur

A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði 4,7 milljarða króna afgangi í fyrra, sem er 9,7 milljarða króna viðsnúningur frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var jákvæð um 10,7 milljarða króna, sem er 14,1 milljarði betri niðurstaða en árið áður.

Innlent
Fréttamynd

Myndaveisla: Lúðra­sveit, fánar og gríðar­stór stytta á Verkalýðsdaginn

Margt var um manninn í miðborg Reykjavíkur í tilefni Verkalýðsdagsins. Fólkið safnaðist saman á Skólavörðustíg og gengu þau saman niður á Ingólfstorg. Þar var útifundur þar sem Karla Esperanza Barralaga Ocón starfskona í umönnun, trúnaðarmaður og stjórnarmaður í Eflingu og Jóhanna Bárðardóttir rafveituvirki, rafvirki og trúnaðarmaður RSÍ, tóku til máls. Viktor Freyr Arnarsson ljósmyndari fangaði stemninguna.

Innlent
Fréttamynd

Birgir Guð­jóns­son er látinn

Birgir Guðjónsson, stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sumardagsins fyrsta, 24. apríl síðastliðinn, 68 ára að aldri.

Innlent