Börn og uppeldi

Fréttamynd

„Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“

„Það er gaman að segja frá því að við urðum óléttar á svipuðum tíma en okkar listræna samstarf blómstraði á meðgöngutímanum og í fæðingarorlofinu. Krakkarnir okkar eru rúmlega tveggja ára í dag,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir, leikkona og meðlimur í sviðslistahópsins Raddbandið ásamt Auði Finnbogadóttur og Viktoríu Sigurðardóttur.

Lífið
Fréttamynd

Lengri útivistartími barna

Mér barst áskorun frá vöskum stelpum í Vestmannaeyjum, þeim Söru Rós, Ingibjörgu og Kamillu, um að útivistartími 10 til 12 ára barna yrði lengdur. Þeim þótti það einfaldlega ekki sanngjarnt að þessi aldurshópur byggi við sömu takmarkanir og 6 ára börn. Þessu til stuðnings bentu þær á að þær vildu getað leikið sér lengur úti og verið lengur í sundi sem væri mun betra en að hanga heima í síma eða tölvu.

Skoðun
Fréttamynd

Seldu drauma­húsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana

Ilmur Eir Sæmundsdóttir og Haraldur Örn Harðarson keyptu fyrir þremur árum draumaeignina sína sem þau sáu fyrir að eldast í með börnunum sínum tveimur. Í maí eiga vextirnir á láninu að losna og í staðinn fyrir að taka það á sig seldu þau parhúsið og eru á leið til Asíu með börnin sín tvö í óákveðinn tíma.

Lífið
Fréttamynd

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar

Það er landris og náttúruvásérfræðingar og vísindamenn landsins spá í spilin. Þeir gefa sér nokkra daga til að meta stöðuna. Ef þörf þykir færa almannavarnir stöðuna yfir á hættu/neyðarstig, fólk er kallað til og gripið er til aðgerða samkvæmt tilbúinni áætlun. Vaktin er staðin þar til öll hætta er liðin hjá.

Skoðun
Fréttamynd

Leiðin til hel­vítis

Í vikunni hef ég vakið athygli á málefnum drengja og ungra manna (sjá FB-síðu mína). Það er ekki gert í þeim tilgangi að fórnarlambsvæða þúsundir einstaklinga, heldur að vekja athygli á því umhverfi og þeirri orðræðu sem við þeim virðist blasa í dag og þá stöðu sem skapast getur vegna þess.

Skoðun
Fréttamynd

Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu

Barnaheill munu í apríl standa fyrir vitundarvakningu sem snýst um að vekja fullorðna til vitundar um umfang kynferðisofbeldis gegn börnum. Verkefnastýra Barnaheilla segir mikilvægt að hlustað sé á raddir barna og unglinga svo hægt sé að gera betur en innan við helmingur segir frá eftir að brotið er á þeim.

Innlent
Fréttamynd

Þekkir þú áhrifa­valdana í lífi barnsins þíns?

Þættirnir Adolencence sem sýndir eru á Netflix hafa vakið mikla athygli. Foreldrar eru hugsi yfir þáttunum og jafnvel með kvíðahnút í maganum eftir áhorfið. Þættirnir fjalla um 13 ára dreng sem í upphafi þáttanna er handtekinn fyrir grun um að hafa myrt skólasystur sína og fylgst er með því ferli sem fer í gang í kjölfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr vett­vangur sam­skipta?

Breska þáttaröðin Adolescence slær áhorfsmet á Netflix og hefur vakið fólk til umhugsunar um lífsaðstæður unglinga. Fyrstu skrefin út fyrir öryggi heimilisins eru iðulega stigin áður en nokkur veit af, reynslan leitar börnin uppi þegar við teljum þau í skjóli.

Skoðun
Fréttamynd

Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í her­bergi

Börn eru ekki lengur örugg þar sem þau sitja ein inni í herberginu á heimili sínu. Þau lifa við allt annan veruleika en börn hafa lifað við hingað til. Sum geta eytt meiri tíma með karakterum á borð við Andrew Tate á netinu heldur en með eigin foreldrum í rauntíma. Þetta er meðal þess sem lesa má úr skilaboðum leiknu Netflix þáttaraðarinnar Adolescence sem slegið hefur í gegn.

Lífið
Fréttamynd

Þegar barn óttast önnur börn

Nýlega varð barn fyrir árás frá öðrum börnum utan skólatíma. Málið er grafalvarlegt og líklegt að barnið sem fyrir árásinni varð hafi hlotið skaða af jafnvel til lengri tíma. Árásir utan skólatíma eru sérlega erfiðar.

Skoðun
Fréttamynd

Færni til fram­tíðar

Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur aukist hér á landi og tilkynningum um slíkt hefur fjölgað undanfarið. Samhliða hafa áhyggjur almennings af því farið vaxandi og ekki úr vegi að velta hlutunum fyrir sér.

Skoðun
Fréttamynd

Bannað að heita Gríndal og Illuminati

Íslendingar mega nú, samkvæmt nýjustu úrskurðum mannanafnanefndar, heita Thiago, Vetle, Dilla, Anteo, Ránar og Heli. Á sama tíma hafnaði nefndin því að fólk megi heita Gríndal og Illuminati. Nýir úrskurðir voru birtir í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Nýbakaðir for­eldrar sjúkir í nafnið Aþenu

Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn.

Innlent
Fréttamynd

Um­bun er sama og af­leiðing

Í dag stendur íslenskt samfélag á mikilvægum tímamótum. Hávær umræða um hegðunarvanda barna og ungmenna eykst með hverjum deginum, og sífellt alvarlegri fréttir um vaxandi ofbeldi og agaleysi vekja áleitnar spurningar.

Skoðun
Fréttamynd

Við viljum jafnan rétt for­eldra

Á síðasta kjörtímabili studdu þingmenn Sjálfstæðisflokksins breytingu á lögum sem vörðuðu hækkun í skrefum á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi. Mikilvæg breyting var gerð á málinu í þinginu á þann veg að fyrsta hækkunin gilti fyrir alla foreldra sem áttu rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði.

Skoðun
Fréttamynd

Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins

Afríska máltækið „Það þarf þorp til að ala upp barn“ hefur á síðustu áratugum rutt sér til rúms í vestrænni umræðu um uppeldi og samfélagsábyrgð. Máltækið varpar ljósi á það hvernig samfélagið ber ábyrgð á velferð barna – ekki bara foreldrarnir sjálfir.

Skoðun
Fréttamynd

Barn síns tíma?

Umræða síðastliðna daga um kynferðislegt samband 22ja ára konu við 16 ára gamlan dreng er góð áminning um að réttarvernd barna á Íslandi er verulega ábótavant. Á meðan hluti þjóðarinnar keppist við að afsaka athæfið undir formerkjum tíðarandans 1989 má skynja að mörgum þykir ekkert athugavert við kynferðislegt samband fullorðinna við unglinga. Eða hvað? Var þetta ekki bara þá?

Skoðun
Fréttamynd

Sonurinn opnar sig um mál for­eldranna

Sonur Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, segist stoltur af því hvernig móðir hans hefur tekist á við málið sem hefur orðið til þess að hún sagði af sér. Móðir hans hafi verið máluð upp sem skrímsli.

Innlent
Fréttamynd

Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitt­hvoru horninu

Sálfræðingurinn Hulda Jónsdóttir Tölgyes safnar nú fyrir útgáfu spilsins Vinaskógar sem ætlað er börnum á yngsta stigi grunnskóla. Hulda segist með spilinu vilja hjálpa foreldrum að njóta stundar með börnunum sínum í ró og næði og hvetja börn og fjölskyldur til að rækta tengslin.

Lífið
Fréttamynd

Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna?

Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu fyrsta barns míns var ég spennt að mæta, búin að standa í brjóstagjöf og bleyjuskiptum í marga mánuði og gat ekki beðið eftir því að hitta fólk. Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu þriðja barnsins míns var ég full kvíða og engan veginn tilbúin að takast á við vinnuna sem beið. Ég kveið því mest að þurfa að taka við hamingjuóskum eða upplifa það að fólk forðaðist mig. Hvers vegna?

Skoðun
Fréttamynd

Málumhverfi ís­lenskra barna og á­hrif þess á náms­árangur þeirra

Börn í dag eru í skólanum í kringum 6 klukkustundir á dag. Þau eru í íslensku málumhverfi í skólanum. Börn sofa vonandi í 8-10 klukkustundir á hverri nóttu. Þá eru 8 -10 klukkustundir eftir af sólarhringnum sem eru fleiri klukkustundir en nemendur eru í skólanum hvern dag. Í hvaða málumhverfi eru íslensk börn restina af deginum? Margir eru að æfa íþróttir. Er íslenskt málumhverfi þar? Er þjálfarinn íslenskur eða talar hann ensku? Þ

Skoðun