Samstaða og þrautseigja í skóla- og frístundastarfi Skúli Helgason skrifar 21. mars 2020 14:47 Nú er að ljúka fyrsta vikunni í nýju skipulagi skóla- og frístundastarfs í borginni eftir að samkomubann tók gildi. Leikskólar og grunnskólar ásamt frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum eru flestir opnar en starfið takmarkast af fyrirmælum sóttvarnayfirvalda um aðgerðir til að draga úr smithættu og útbreiðslu kórónaveirunnar. Nýting tækninnar kemur sér vel Ýmsir skólar eru farnir að nýta sér tæknina við fjarkennslu í ljósi aðstæðna, t.d. Háteigsskóli þar sem allir nemendur vinna skv. áætlun og eru í beinu sambandi við sinn umsjónarkennara daglega í gegnum fjarfundabúnað og á unglingastigi er haldið úti kennslustundum með aðstoð tækninnar. Kennarar hafa beitt mikilli hugmyndagleði við að útfæra fjölbreytt verkefni fyrir nemendur og tengt bæði við daglegt líf þeirra og hefðbundin fræði skólabókanna. Teymisvinna kennara og starfsfólks í skólunum er mikil og kennarar eru margir hverjir í óðaönn að læra á ýmsan tæknibúnað sem gerir þeim kleift að fylgjast með námsframvindu og líðan nemenda. Rafrænum fundum hefur fjölgað til mikilla muna og allt skipulag samvinnu hefur tekið miklum breytingum. Í takt við tilmælin Skóla- og frístundastarf er í eðli sínu félagsleg fjöldasamkoma en nú hafa stjórnendur, kennarar og starfsfólk lyft grettistaki á mettíma við að breyta öllu skipulagi og starfseminni til að tryggja sem mest öryggi barna og fullorðinna – og laga að gjörbreyttum aðstæðum. Mikilvægt leiðarljós er að reyna sem kostur er að halda stöðugleika í starfseminni ekki síst hjá yngstu börnunum, nýta tækifærin til að eiga samskipti við félagana á sama tíma og glímt er við menntandi viðfangsefni. Unnið er samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis um aðgerðir til að draga úr smithættu og útbreiðslu kórónaveirunnar með áherslu á aukin þrif og sótthreinsun bygginga að loknum skóla- og frístundadegi. Í nokkrum starfsstöðvum hefur þurft að grípa til lokunar til að hefta frekari útbreiðslu COVID-19. Frístundaheimili halda úti eins miklu starfi og kostur er miðað við fyrirskipaðar takmarkanir. Starfið er skipulagt í samstarfi við viðkomandi grunnskóla og þeir hópar sem eru saman í skólanum halda áfram að vera saman í frístundaheimilinu þá daga sem börnin eru í skólanum. Takmarkanir á hópastærðum Börn,unglingar og foreldrar eru upplýstir um hópaskiptinguna og opnun fyrir hvern hóp. Aldrei eru fleiri en 20 börn í hverjum hópi og hver hópur hefur eitt rými til umráða hverju sinni. Leikskólar starfa að þeim skilyrðum uppfylltum að börn séu í sem minnstum hópum, 4-6 börn, og aðskilin eins og kostur er. Hver deild er skilgreind sem sóttvarnahólf þ.e. börn og starfsfólk deildarinnar – en börnin koma ekki alla daga svo hægt sé að vinna með litla hópa og aðskilin. Jafnframt eru gerðar ráðstafanir til að þrífa og sótthreinsa byggingar eftir hvern dag. Leikskólarnir eru nú opnir frá kl. 8:00 til kl. 16:15. Almennt er fylgt þeirri meginlínu að hvert barn komi í leikskólann tvo daga aðra vikuna og þrjá daga hina og að systkini fylgist að. Leikskólarnir sýna líka hugmyndaauðgi við óvenjulegar aðstæður og þannig greip Leikskólinn Rauðhóll í Árbænum til þess ráðs í vikulokin að streyma á netinu skemmtilegri söngstund þannig að þeir krakkar sem voru heima þann daginn gætu líka notið og tekið þátt. Mikilvæg skilaboð til foreldra Ég vil nefna sem mikilvæga ábendingu til foreldra að ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr eða koma í veg fyrir smit er að halda barnahópum aðgreindum jafnt innan skóla sem utan og er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn hafi það í huga varðandi samskipti barna þeirra við vini og félaga eftir skóla. Þar er tryggast að fylgja sama skipulagi og í skólanum, þ.e. að börnin eigi fyrst og fremst samskipti við félaga á sömu deild (í leikskólum) eða í sama bekk (í grunnskólum/frístundastarfi). Þannig náum við mestum árangri í að draga úr útbreiðslu faraldursins. Í stórum dráttum gengur skipulagið í skóla- og frístundastarfinu mjög vel miðað við aðstæður og er full ástæða til að hrósa starfsfólki, börnum, og foreldrum fyrir mikinn skilning, velvilja og þrautseigju við þessar óvenjulegu aðstæður. Við munum örugglega aldrei gleyma þessum vikum en það er gott að finna samstöðuna um land allt – við förum í gegnum þetta saman og stöndum sterkari á eftir! Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er að ljúka fyrsta vikunni í nýju skipulagi skóla- og frístundastarfs í borginni eftir að samkomubann tók gildi. Leikskólar og grunnskólar ásamt frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum eru flestir opnar en starfið takmarkast af fyrirmælum sóttvarnayfirvalda um aðgerðir til að draga úr smithættu og útbreiðslu kórónaveirunnar. Nýting tækninnar kemur sér vel Ýmsir skólar eru farnir að nýta sér tæknina við fjarkennslu í ljósi aðstæðna, t.d. Háteigsskóli þar sem allir nemendur vinna skv. áætlun og eru í beinu sambandi við sinn umsjónarkennara daglega í gegnum fjarfundabúnað og á unglingastigi er haldið úti kennslustundum með aðstoð tækninnar. Kennarar hafa beitt mikilli hugmyndagleði við að útfæra fjölbreytt verkefni fyrir nemendur og tengt bæði við daglegt líf þeirra og hefðbundin fræði skólabókanna. Teymisvinna kennara og starfsfólks í skólunum er mikil og kennarar eru margir hverjir í óðaönn að læra á ýmsan tæknibúnað sem gerir þeim kleift að fylgjast með námsframvindu og líðan nemenda. Rafrænum fundum hefur fjölgað til mikilla muna og allt skipulag samvinnu hefur tekið miklum breytingum. Í takt við tilmælin Skóla- og frístundastarf er í eðli sínu félagsleg fjöldasamkoma en nú hafa stjórnendur, kennarar og starfsfólk lyft grettistaki á mettíma við að breyta öllu skipulagi og starfseminni til að tryggja sem mest öryggi barna og fullorðinna – og laga að gjörbreyttum aðstæðum. Mikilvægt leiðarljós er að reyna sem kostur er að halda stöðugleika í starfseminni ekki síst hjá yngstu börnunum, nýta tækifærin til að eiga samskipti við félagana á sama tíma og glímt er við menntandi viðfangsefni. Unnið er samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis um aðgerðir til að draga úr smithættu og útbreiðslu kórónaveirunnar með áherslu á aukin þrif og sótthreinsun bygginga að loknum skóla- og frístundadegi. Í nokkrum starfsstöðvum hefur þurft að grípa til lokunar til að hefta frekari útbreiðslu COVID-19. Frístundaheimili halda úti eins miklu starfi og kostur er miðað við fyrirskipaðar takmarkanir. Starfið er skipulagt í samstarfi við viðkomandi grunnskóla og þeir hópar sem eru saman í skólanum halda áfram að vera saman í frístundaheimilinu þá daga sem börnin eru í skólanum. Takmarkanir á hópastærðum Börn,unglingar og foreldrar eru upplýstir um hópaskiptinguna og opnun fyrir hvern hóp. Aldrei eru fleiri en 20 börn í hverjum hópi og hver hópur hefur eitt rými til umráða hverju sinni. Leikskólar starfa að þeim skilyrðum uppfylltum að börn séu í sem minnstum hópum, 4-6 börn, og aðskilin eins og kostur er. Hver deild er skilgreind sem sóttvarnahólf þ.e. börn og starfsfólk deildarinnar – en börnin koma ekki alla daga svo hægt sé að vinna með litla hópa og aðskilin. Jafnframt eru gerðar ráðstafanir til að þrífa og sótthreinsa byggingar eftir hvern dag. Leikskólarnir eru nú opnir frá kl. 8:00 til kl. 16:15. Almennt er fylgt þeirri meginlínu að hvert barn komi í leikskólann tvo daga aðra vikuna og þrjá daga hina og að systkini fylgist að. Leikskólarnir sýna líka hugmyndaauðgi við óvenjulegar aðstæður og þannig greip Leikskólinn Rauðhóll í Árbænum til þess ráðs í vikulokin að streyma á netinu skemmtilegri söngstund þannig að þeir krakkar sem voru heima þann daginn gætu líka notið og tekið þátt. Mikilvæg skilaboð til foreldra Ég vil nefna sem mikilvæga ábendingu til foreldra að ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr eða koma í veg fyrir smit er að halda barnahópum aðgreindum jafnt innan skóla sem utan og er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn hafi það í huga varðandi samskipti barna þeirra við vini og félaga eftir skóla. Þar er tryggast að fylgja sama skipulagi og í skólanum, þ.e. að börnin eigi fyrst og fremst samskipti við félaga á sömu deild (í leikskólum) eða í sama bekk (í grunnskólum/frístundastarfi). Þannig náum við mestum árangri í að draga úr útbreiðslu faraldursins. Í stórum dráttum gengur skipulagið í skóla- og frístundastarfinu mjög vel miðað við aðstæður og er full ástæða til að hrósa starfsfólki, börnum, og foreldrum fyrir mikinn skilning, velvilja og þrautseigju við þessar óvenjulegu aðstæður. Við munum örugglega aldrei gleyma þessum vikum en það er gott að finna samstöðuna um land allt – við förum í gegnum þetta saman og stöndum sterkari á eftir! Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar