Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 30. október 2025 08:02 Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. Ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa fylgt þessum áherslum fast eftir í stjórnarsamstarfinu. Þetta kemur skýrt fram í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum sem kynntur var á miðvikudag. Stórfelld uppbygging í Úlfarsárdal er að raungerast í samvinnu við meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Áformin um uppbyggingu í Úlfarsárdal byggja á nýrri hugmyndafræði. Stofnað verður innviðafélag sem fjármagnar og hefur umsjón með uppbyggingu fyrstu fjögur þúsund íbúða af tíu þúsund í Úlfarsárdal. Þar með talið uppbyggingu innviða eins og gatnagerð, leik-og grunnskóla og fleira. Hugmyndafræðina má rekja til verkalýðshreyfingarinnar. Þar var leitað leiða til að yfirvinna hindranir í vegi sveitarfélaga til að ryðja land og byggja upp ný hverfi. Mikill innviðakostnaður hefur reynst ein erfiðasta hindrunin. Flokkur fólksins tók verkefnið upp á arma sína. Fyrst við myndun ríkisstjórnar með Samfylkingu og Viðreisn í desember og síðan við myndun nýs meirihluta í Reykjavík í byrjun árs. Aukinn kraftur var settur í þessa vinnu í febrúar síðast liðinn í góðu samstarfi Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við verkalýðshreyfinguna og Reykjavíkurborg. Þessi vinna hefur nú skilað þeim árangri að uppbyggingu í Úlfarsárdal verður flýtt og samningar gætu legið fyrir á vormánuðum um nýja nálgun í uppbyggingu íbúðahverfa með fjölbreyttu framboði íbúða fyrir alla tekjuhópa. Félagsleg blöndun verður tryggð með ákveðnu hlutfalli óhagnaðardrifins húsnæðis í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar. Þetta er því ekki innantómt kosningaloforð heldur afrakstur margra mánaða vinnu, og ára þar á undan. Það er útilokað að kynna aðgerðir sem vinna gegn verðbólgu og hrikalegri stöðu á húsnæðismarkaði án þess að stórauka framboð á lóðum. Lóðum sem tryggja að byggðar verði tegundir íbúða sem raunveruleg eftirspurnin er eftir. Íbúðir sem allur almenningur hefur efni á að kaupa eða leigja. Það er því óhætt að fagna þessum tímamótaáfanga á húsnæðismarkaði. Til samanburðar fól átaksverkefnið um uppbyggingu íbúða í Breiðholti samkvæmt samkomulagi árið 1964 í sér að byggðar yrðu 1.250 íbúðir. Nú verður rutt land fyrir fjögur þúsund íbúðir í Úlfarsárdal auk þess sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar fela í sér fjölmörg önnur úrræði í húsnæðismálum sem styðja við heilbrigðari húsnæðismarkað til framtíðar. Þessi fyrsti aðgerðarpakki stjórnvalda styður vel við markmið ríkisstjórnarinnar sem ég mun fjalla betur um síðar. Við erum rétt að byrja. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Húsnæðismál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. Ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa fylgt þessum áherslum fast eftir í stjórnarsamstarfinu. Þetta kemur skýrt fram í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum sem kynntur var á miðvikudag. Stórfelld uppbygging í Úlfarsárdal er að raungerast í samvinnu við meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Áformin um uppbyggingu í Úlfarsárdal byggja á nýrri hugmyndafræði. Stofnað verður innviðafélag sem fjármagnar og hefur umsjón með uppbyggingu fyrstu fjögur þúsund íbúða af tíu þúsund í Úlfarsárdal. Þar með talið uppbyggingu innviða eins og gatnagerð, leik-og grunnskóla og fleira. Hugmyndafræðina má rekja til verkalýðshreyfingarinnar. Þar var leitað leiða til að yfirvinna hindranir í vegi sveitarfélaga til að ryðja land og byggja upp ný hverfi. Mikill innviðakostnaður hefur reynst ein erfiðasta hindrunin. Flokkur fólksins tók verkefnið upp á arma sína. Fyrst við myndun ríkisstjórnar með Samfylkingu og Viðreisn í desember og síðan við myndun nýs meirihluta í Reykjavík í byrjun árs. Aukinn kraftur var settur í þessa vinnu í febrúar síðast liðinn í góðu samstarfi Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við verkalýðshreyfinguna og Reykjavíkurborg. Þessi vinna hefur nú skilað þeim árangri að uppbyggingu í Úlfarsárdal verður flýtt og samningar gætu legið fyrir á vormánuðum um nýja nálgun í uppbyggingu íbúðahverfa með fjölbreyttu framboði íbúða fyrir alla tekjuhópa. Félagsleg blöndun verður tryggð með ákveðnu hlutfalli óhagnaðardrifins húsnæðis í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar. Þetta er því ekki innantómt kosningaloforð heldur afrakstur margra mánaða vinnu, og ára þar á undan. Það er útilokað að kynna aðgerðir sem vinna gegn verðbólgu og hrikalegri stöðu á húsnæðismarkaði án þess að stórauka framboð á lóðum. Lóðum sem tryggja að byggðar verði tegundir íbúða sem raunveruleg eftirspurnin er eftir. Íbúðir sem allur almenningur hefur efni á að kaupa eða leigja. Það er því óhætt að fagna þessum tímamótaáfanga á húsnæðismarkaði. Til samanburðar fól átaksverkefnið um uppbyggingu íbúða í Breiðholti samkvæmt samkomulagi árið 1964 í sér að byggðar yrðu 1.250 íbúðir. Nú verður rutt land fyrir fjögur þúsund íbúðir í Úlfarsárdal auk þess sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar fela í sér fjölmörg önnur úrræði í húsnæðismálum sem styðja við heilbrigðari húsnæðismarkað til framtíðar. Þessi fyrsti aðgerðarpakki stjórnvalda styður vel við markmið ríkisstjórnarinnar sem ég mun fjalla betur um síðar. Við erum rétt að byrja. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun