Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 30. október 2025 18:30 Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar kjarnast í hærri sköttum og auknum útgjöldum. Hann boðar fyrst og fremst kerfisbreytingar til lengri tíma en án bráðaaðgerða sem hjálpa fólki núna strax. Fólk þarf lausnir og Sjálfstæðisflokkurinn leggur til raunhæfar aðgerðir sem lækka kostnað og auka framboð núna strax. Afnemum stimpilgjöld hjá einstaklingum við íbúðakaup. Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað til að lækka byggingarkostnað. Rýmkum séreignarsparnaðarleiðina og tryggjum fyrirsjáanleika. Breytum skipulagslögum þannig að ekki sé hægt að sitja á lóðum og víkkum út vaxtarmörk á höfuðborgarsvæðinu án neitunarvalds sem tefur uppbyggingu. Hefði ríkisstjórnin haft vilja til þess að gera eitthvað að ofangreindu hefði henni verið í lófa lagið að gera það, en hún ákvað að gera það ekki. Það er þeirra pólítíska ábyrgð. Það er jákvætt að einfalda reglur og gera leyfisferli skilvirkara. Það er einnig jákvætt að séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins virðist fá nýtt líf eftir að ríkisstjórnin felldi hana niður og gerði ekki ráð fyrir henni í fjárlögum. Þetta er leið sem hefur reynst fólki vel og það er jákvætt að ríkisstjórnin hafi séð ljósið. Hærri skattar þýða hærra leiguverð En áfram heldur frasapólitíkin. Ríkisstjórnin heldur áfram að forðast í lengstu lög að nota réttnefnið skattahækkun og talar nú um að „draga úr skattfrelsi“ og „draga úr glufum í kerfinu“. Þessar aðgerðir þýða í reynd hærri skatta og álögur á útleigu og fjárfestingu sem mun skila sér í hærra leiguverði og minna framboði fasteigna. Margir á landsbyggðinni eiga íbúð í Reykjavík. Ný skattlagning á slíkum eignum er í raun skattur á landsbyggðina. Skattar á útleigu færa sig í leiguverð, hækka verðbólgu og halda vöxtum háum. Viljum við lægri vexti þurfum við að lækka skatta og kostnað. Bann við hækkun leigu fyrstu tólf mánuði hljómar vel en við 4-5% verðbólgu hækka margir verð í upphafi og leiguverð rýkur upp strax. Lausnin er meira framboð og minni kostnaður. Stofnframlög og hlutdeildarlán hækka útgjöld, en hafa ekki sýnt að þau lækki verðið í samræmi við kostnað. Breytingar á verðtryggingu eru óljósar og ekki boðnir raunhæfir valkostir samhliða. Ríkisstjórnin boðar 4.000 íbúðir í Úlfarsárdal á svæði sem er áætlað fyrir 2.000 íbúðir. Það eitt og sér vekur upp spurningar, en að fela Reykjavíkurborg útfærsluna án skýrra viðmiða er áhætta. Í viðtali á Bylgjunni í morgun viðurkenndi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, fjárhagsvanda Reykjavíkurborgar þegar hún sagði borgina ekki hafa bolmagn til að byggja innviði í Úlfarsárdal. Hún vísaði öllum spurningum um málið til borgarstjóra. Mikil er trú ríkisstjórnarinnar á meirihlutann í Reykjavík, sem hefur rekið eyðileggingarstefnu í húsnæðismálum í áraraðir, en á nú að leysa vandann sem hann hefur sjálfur skapað. Hvar eru tölurnar um bílastæði á hverja íbúð? Hvernig verður leikskólum, skólum, heilsugæslu og samgöngum mætt frá fyrsta degi? Ekkert af þessu er útfært. Til að ná raunverulegum árangri þarf að byggja meira, hraðar og hagkvæmar með einfaldara kerfi og lægri kostnaði, ekki með nýjum sköttum úr vasa heimilanna. Fólk þarf lyklana í hendurnar, ekki fleiri innihaldslausar yfirlýsingar. Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn með lausnirnar. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar kjarnast í hærri sköttum og auknum útgjöldum. Hann boðar fyrst og fremst kerfisbreytingar til lengri tíma en án bráðaaðgerða sem hjálpa fólki núna strax. Fólk þarf lausnir og Sjálfstæðisflokkurinn leggur til raunhæfar aðgerðir sem lækka kostnað og auka framboð núna strax. Afnemum stimpilgjöld hjá einstaklingum við íbúðakaup. Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað til að lækka byggingarkostnað. Rýmkum séreignarsparnaðarleiðina og tryggjum fyrirsjáanleika. Breytum skipulagslögum þannig að ekki sé hægt að sitja á lóðum og víkkum út vaxtarmörk á höfuðborgarsvæðinu án neitunarvalds sem tefur uppbyggingu. Hefði ríkisstjórnin haft vilja til þess að gera eitthvað að ofangreindu hefði henni verið í lófa lagið að gera það, en hún ákvað að gera það ekki. Það er þeirra pólítíska ábyrgð. Það er jákvætt að einfalda reglur og gera leyfisferli skilvirkara. Það er einnig jákvætt að séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins virðist fá nýtt líf eftir að ríkisstjórnin felldi hana niður og gerði ekki ráð fyrir henni í fjárlögum. Þetta er leið sem hefur reynst fólki vel og það er jákvætt að ríkisstjórnin hafi séð ljósið. Hærri skattar þýða hærra leiguverð En áfram heldur frasapólitíkin. Ríkisstjórnin heldur áfram að forðast í lengstu lög að nota réttnefnið skattahækkun og talar nú um að „draga úr skattfrelsi“ og „draga úr glufum í kerfinu“. Þessar aðgerðir þýða í reynd hærri skatta og álögur á útleigu og fjárfestingu sem mun skila sér í hærra leiguverði og minna framboði fasteigna. Margir á landsbyggðinni eiga íbúð í Reykjavík. Ný skattlagning á slíkum eignum er í raun skattur á landsbyggðina. Skattar á útleigu færa sig í leiguverð, hækka verðbólgu og halda vöxtum háum. Viljum við lægri vexti þurfum við að lækka skatta og kostnað. Bann við hækkun leigu fyrstu tólf mánuði hljómar vel en við 4-5% verðbólgu hækka margir verð í upphafi og leiguverð rýkur upp strax. Lausnin er meira framboð og minni kostnaður. Stofnframlög og hlutdeildarlán hækka útgjöld, en hafa ekki sýnt að þau lækki verðið í samræmi við kostnað. Breytingar á verðtryggingu eru óljósar og ekki boðnir raunhæfir valkostir samhliða. Ríkisstjórnin boðar 4.000 íbúðir í Úlfarsárdal á svæði sem er áætlað fyrir 2.000 íbúðir. Það eitt og sér vekur upp spurningar, en að fela Reykjavíkurborg útfærsluna án skýrra viðmiða er áhætta. Í viðtali á Bylgjunni í morgun viðurkenndi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, fjárhagsvanda Reykjavíkurborgar þegar hún sagði borgina ekki hafa bolmagn til að byggja innviði í Úlfarsárdal. Hún vísaði öllum spurningum um málið til borgarstjóra. Mikil er trú ríkisstjórnarinnar á meirihlutann í Reykjavík, sem hefur rekið eyðileggingarstefnu í húsnæðismálum í áraraðir, en á nú að leysa vandann sem hann hefur sjálfur skapað. Hvar eru tölurnar um bílastæði á hverja íbúð? Hvernig verður leikskólum, skólum, heilsugæslu og samgöngum mætt frá fyrsta degi? Ekkert af þessu er útfært. Til að ná raunverulegum árangri þarf að byggja meira, hraðar og hagkvæmar með einfaldara kerfi og lægri kostnaði, ekki með nýjum sköttum úr vasa heimilanna. Fólk þarf lyklana í hendurnar, ekki fleiri innihaldslausar yfirlýsingar. Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn með lausnirnar. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun