Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar 30. október 2025 07:00 „Útúr skápnum og áfram Ísland!“ Það sem átti að vera málefnaleg umræða um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu hefur breyst í persónulegt orðaskak. Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarnar og prófessor við Háskólann á Bifröst, skrifaði skoðanagrein á Vísi nýlega þar sem hann svarar Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Visku Digital Assets. Daði hafði fjallað um efnahagsvanda Evrópu í greininni sinni í ViðskiptaMogganum og notað líkinguna um brennandi hús. Í stað þess að takast á við rök Daða velur Magnús að beina athyglinni að persónum og heldur því fram að Evrópusinnar séu „enn í skápnum“ og hræddir við menn eins og Davíð Oddsson: fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Það er skrýtin nálgun. Davíð hefur ekki tekið þátt í stjórnmálum í tvo áratugi, fyrir utan að ritstýra Morgunblaðinu. Að draga hann fram sem tákn ótta í pólitískri umræðu árið 2025 segir meira um þá sem gera það en hann sjálfan. Greinin virðist skrifuð í örvæntingu, ekki til að leiðrétta staðreyndir, heldur til að slá ryki í augu lesenda og beina athyglinni frá kjarna málsins. Það vekur einnig athygli að þessi orð koma frá manni sem bæði er formaður hagsmunasamtaka um Evrópumál og prófessor við íslenskan háskóla. Stefna Háskólans á Bifröst byggir á gildum líkt og þeim sem koma fram í Magna Charta Universitatum og samkvæmt þeim ber fræðimönnum að gæta hlutleysis og forðast að nota stöðu sína í pólitískum tilgangi. Fræðimenn njóta trausts samfélagsins vegna þess að almenningur treystir þeim til að rökstyðja mál sitt af fagmennsku. Þegar prófessor í opinberu hlutverki tekur svo einarða afstöðu í pólitískri deilu, án þess að sýna fræðilega fjarlægð eða varfærni, grefur það undan því trausti. Það er þó eitt sem vert er að hafa í huga. Það var ekki Daði Kristjánsson sem fyrst talaði um að „við göngum ekki inn í brennandi hús“ Evrópusambandsins, heldur Jón Baldvin Hannibalsson (RÚV, 7. mars 2016). Jón Baldvin var utanríkisráðherra fyrir Alþýðuflokkinn þegar Ísland samdi um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og var ásamt Davíð lykilmaður í því að tryggja að Ísland hefði aðgang að innri markaði Evrópu án þess að afsala sér fullveldi. Síðar hefur hann gagnrýnt þá hugmynd að ganga lengra og gerast aðili að Evrópusambandinu, og bent á að slík aðild fæli í sér verulega pólitíska og efnahagslega áhættu. Hann þekkir bæði forsendurnar og afleiðingarnar. Það er athyglisvert að Magnús skuli sniðganga það algjörlega. Grein Daða Kristjánssonar fjallaði um raunveruleg efnahagsvandamál Evrópu: skuldafen Frakka, orkukreppu Þýskalands og stöðnun í framleiðni sem grefur undan evrópskum iðnaði. Um þetta segir Magnús ekki orð. Í staðinn grípur hann til óljósra frasa og tilfinningalegra útspila, eins og umræðan snúist frekar um tiltrú en stefnu. Þögn virðist stundum metin hærra en skoðanaskipti í íslenskri stjórnsýslu. En lýðræði byggist á því að menn þori að tala skýrt, líka þegar það er óþægilegt. Evrópusambandið stendur frammi fyrir djúpum vanda. Að ganga þar inn núna væri ekki skref til framtíðar heldur inn í brennandi hús. Ísland á betra skilið. Við eigum að standa fyrir utan Evrópusambandið og hugsa sjálfstætt. Kannski er það líka góð áminning í svona umræðu að spyrja sig einfaldlega: hvaðan koma peningarnir? Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
„Útúr skápnum og áfram Ísland!“ Það sem átti að vera málefnaleg umræða um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu hefur breyst í persónulegt orðaskak. Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarnar og prófessor við Háskólann á Bifröst, skrifaði skoðanagrein á Vísi nýlega þar sem hann svarar Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Visku Digital Assets. Daði hafði fjallað um efnahagsvanda Evrópu í greininni sinni í ViðskiptaMogganum og notað líkinguna um brennandi hús. Í stað þess að takast á við rök Daða velur Magnús að beina athyglinni að persónum og heldur því fram að Evrópusinnar séu „enn í skápnum“ og hræddir við menn eins og Davíð Oddsson: fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Það er skrýtin nálgun. Davíð hefur ekki tekið þátt í stjórnmálum í tvo áratugi, fyrir utan að ritstýra Morgunblaðinu. Að draga hann fram sem tákn ótta í pólitískri umræðu árið 2025 segir meira um þá sem gera það en hann sjálfan. Greinin virðist skrifuð í örvæntingu, ekki til að leiðrétta staðreyndir, heldur til að slá ryki í augu lesenda og beina athyglinni frá kjarna málsins. Það vekur einnig athygli að þessi orð koma frá manni sem bæði er formaður hagsmunasamtaka um Evrópumál og prófessor við íslenskan háskóla. Stefna Háskólans á Bifröst byggir á gildum líkt og þeim sem koma fram í Magna Charta Universitatum og samkvæmt þeim ber fræðimönnum að gæta hlutleysis og forðast að nota stöðu sína í pólitískum tilgangi. Fræðimenn njóta trausts samfélagsins vegna þess að almenningur treystir þeim til að rökstyðja mál sitt af fagmennsku. Þegar prófessor í opinberu hlutverki tekur svo einarða afstöðu í pólitískri deilu, án þess að sýna fræðilega fjarlægð eða varfærni, grefur það undan því trausti. Það er þó eitt sem vert er að hafa í huga. Það var ekki Daði Kristjánsson sem fyrst talaði um að „við göngum ekki inn í brennandi hús“ Evrópusambandsins, heldur Jón Baldvin Hannibalsson (RÚV, 7. mars 2016). Jón Baldvin var utanríkisráðherra fyrir Alþýðuflokkinn þegar Ísland samdi um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og var ásamt Davíð lykilmaður í því að tryggja að Ísland hefði aðgang að innri markaði Evrópu án þess að afsala sér fullveldi. Síðar hefur hann gagnrýnt þá hugmynd að ganga lengra og gerast aðili að Evrópusambandinu, og bent á að slík aðild fæli í sér verulega pólitíska og efnahagslega áhættu. Hann þekkir bæði forsendurnar og afleiðingarnar. Það er athyglisvert að Magnús skuli sniðganga það algjörlega. Grein Daða Kristjánssonar fjallaði um raunveruleg efnahagsvandamál Evrópu: skuldafen Frakka, orkukreppu Þýskalands og stöðnun í framleiðni sem grefur undan evrópskum iðnaði. Um þetta segir Magnús ekki orð. Í staðinn grípur hann til óljósra frasa og tilfinningalegra útspila, eins og umræðan snúist frekar um tiltrú en stefnu. Þögn virðist stundum metin hærra en skoðanaskipti í íslenskri stjórnsýslu. En lýðræði byggist á því að menn þori að tala skýrt, líka þegar það er óþægilegt. Evrópusambandið stendur frammi fyrir djúpum vanda. Að ganga þar inn núna væri ekki skref til framtíðar heldur inn í brennandi hús. Ísland á betra skilið. Við eigum að standa fyrir utan Evrópusambandið og hugsa sjálfstætt. Kannski er það líka góð áminning í svona umræðu að spyrja sig einfaldlega: hvaðan koma peningarnir? Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar