Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar 30. október 2025 07:31 Hugvekja flutt á Kirkjuþingi, 28. október 2025 Mig langar að segja ykkur aðeins frá ferð okkar Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups Íslands til Úkraínu þar sem við vorum ásamt lúterskum höfuðbiskupum Norðurlandanna og einum biskupi frá finnsku rétttrúnaðarkirkjunni. Þetta var afskaplega áhrifamikil ferð eins og þið getið ímyndað ykkur. Að fara í gegnum landamæri lands sem er í stríði, að keyra framhjá vegatálmum hermanna, að fara í loftvarnarbyrgi þegar hætta var á árás. Að heimsækja áfallamiðstöð sem verið var að reyna að þjálfa eins margt fólk og þau geta til þess að aðstoðað fólk sem glímir við áföll. Því öll úkraínska þjóðin glímir við stöðug áföll. Það var líka upplifun að heyra frá starfi kirknanna við víglínuna og á hernumdum svæðum rússneskra stjórnvalda. Það var líka áhugavert að sitja fund í úkraínska þinginu þar sem dagskráin sem gestgjafar okkar höfðu útbúið var á þá leið að eftir að forseti úkraínska þingsins hafði talað mættu norrænu biskuparnir tala í virðingarröð. Við ritararnir hlógum aðeins að þessu saman, loksins fengjum við að vita hver virðingarröð norrænu biskupana væri. Ég var ekki búin að nefnaað allir norrænu höfuðbiskuparnir eru karlar einmitt núna fyrir utan biskupinn okkar, en fyrir sænsku kirkjuna var þarna samt kona, Antje Jackelén biskup emerítus. Þegar kom að því að tala var röðin svo þessi, biskup finnsku rétttrúnaðarkirkjunnar var fyrstur, svo finnski biskupinn, svo sá norski, svo danski og allir voru þeir ávarpaðir með nafni og gjörðu svo vel, en svo þegar kom að sænska og íslenska biskupnum þá máttu þær bara ráða hvor myndi tala fyrst, ekkert nafn…bara nú megið þið. Ég deili þessu með ykkur af því að eftir þessa heimsókn er ég ekki bara þakklát fyrir að búa við frið, heldur líka fyrir það hvað við lifum í góðu samfélagi. Þetta norræna velferðarsamfélag sem einkennist af félagslegri ábyrgð, lýðræði og jöfnuði. Í fjölskylduvænu samfélagi þar sem jafnrétti kynjanna er það sjálfsagt að okkar konur gátu ákveðið að sleppa því að móðgast við þessa uppákomu í úkraínska þinginu. Ég held að þetta samfélag okkar, sé samfélag sem frjálslynd lútersk kirkja hefur átt mikinn þátt í að byggja upp. Á tímum þar sem valdaskak einstaka þjóðhöfðingja ógnar heimsfriði, er þessi dýrmæta þjóðfélagsgerð okkar síður en svo sjálfsögð. Á tímum þar sem allt í einu er í boði að tala niður minnihlutahópa, konur og mannréttindi er þessi þjóðfélagsgerð viðkvæm. Það er virkilega uppörvandi að sitja á Kirkjuþingi þjóðkirkjunnar og hlusta á fólk tala um hvað við erum stolt af því hvað við erum komin langt í jafnréttismálum. Það er líka gott að heyra vilja þingsins til þess að auka hlut ungs fólks á Kirkjuþingi. Ég er viss um að við finnum leiðir til þess. Við skulum ganga inn í þennan dag þakklát fyrir allt sem hefur áunnist og ákveðin í að halda áfram á þeirri góðu leið sem við erum á sem kirkja. Höfundur er biskupsritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Úkraína Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Hugvekja flutt á Kirkjuþingi, 28. október 2025 Mig langar að segja ykkur aðeins frá ferð okkar Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups Íslands til Úkraínu þar sem við vorum ásamt lúterskum höfuðbiskupum Norðurlandanna og einum biskupi frá finnsku rétttrúnaðarkirkjunni. Þetta var afskaplega áhrifamikil ferð eins og þið getið ímyndað ykkur. Að fara í gegnum landamæri lands sem er í stríði, að keyra framhjá vegatálmum hermanna, að fara í loftvarnarbyrgi þegar hætta var á árás. Að heimsækja áfallamiðstöð sem verið var að reyna að þjálfa eins margt fólk og þau geta til þess að aðstoðað fólk sem glímir við áföll. Því öll úkraínska þjóðin glímir við stöðug áföll. Það var líka upplifun að heyra frá starfi kirknanna við víglínuna og á hernumdum svæðum rússneskra stjórnvalda. Það var líka áhugavert að sitja fund í úkraínska þinginu þar sem dagskráin sem gestgjafar okkar höfðu útbúið var á þá leið að eftir að forseti úkraínska þingsins hafði talað mættu norrænu biskuparnir tala í virðingarröð. Við ritararnir hlógum aðeins að þessu saman, loksins fengjum við að vita hver virðingarröð norrænu biskupana væri. Ég var ekki búin að nefnaað allir norrænu höfuðbiskuparnir eru karlar einmitt núna fyrir utan biskupinn okkar, en fyrir sænsku kirkjuna var þarna samt kona, Antje Jackelén biskup emerítus. Þegar kom að því að tala var röðin svo þessi, biskup finnsku rétttrúnaðarkirkjunnar var fyrstur, svo finnski biskupinn, svo sá norski, svo danski og allir voru þeir ávarpaðir með nafni og gjörðu svo vel, en svo þegar kom að sænska og íslenska biskupnum þá máttu þær bara ráða hvor myndi tala fyrst, ekkert nafn…bara nú megið þið. Ég deili þessu með ykkur af því að eftir þessa heimsókn er ég ekki bara þakklát fyrir að búa við frið, heldur líka fyrir það hvað við lifum í góðu samfélagi. Þetta norræna velferðarsamfélag sem einkennist af félagslegri ábyrgð, lýðræði og jöfnuði. Í fjölskylduvænu samfélagi þar sem jafnrétti kynjanna er það sjálfsagt að okkar konur gátu ákveðið að sleppa því að móðgast við þessa uppákomu í úkraínska þinginu. Ég held að þetta samfélag okkar, sé samfélag sem frjálslynd lútersk kirkja hefur átt mikinn þátt í að byggja upp. Á tímum þar sem valdaskak einstaka þjóðhöfðingja ógnar heimsfriði, er þessi dýrmæta þjóðfélagsgerð okkar síður en svo sjálfsögð. Á tímum þar sem allt í einu er í boði að tala niður minnihlutahópa, konur og mannréttindi er þessi þjóðfélagsgerð viðkvæm. Það er virkilega uppörvandi að sitja á Kirkjuþingi þjóðkirkjunnar og hlusta á fólk tala um hvað við erum stolt af því hvað við erum komin langt í jafnréttismálum. Það er líka gott að heyra vilja þingsins til þess að auka hlut ungs fólks á Kirkjuþingi. Ég er viss um að við finnum leiðir til þess. Við skulum ganga inn í þennan dag þakklát fyrir allt sem hefur áunnist og ákveðin í að halda áfram á þeirri góðu leið sem við erum á sem kirkja. Höfundur er biskupsritari.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun