Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar 31. október 2025 14:31 Nýleg ákvörðun Landsbankans um að hætta að veita verðtryggð lán nema til fyrstu kaupenda hefur haft í för með sér meiri háttar áhrif á fasteignamarkaðinn. Markaðurinn hefur kólnað á örfáum dögum og óvissan magnast. Fólk er óöruggt. Keðjur fasteignakaupa rakna upp. Hvað aðrar fjármálastofnanir gera er enn ekki ljóst. Það getur enginn verið á þeirri skoðun að ástandi sé boðlegt. Engu máli skiptir hvaða stjórnmálaflokki menn tilheyra. Árið er 2025, ekki 1975. Áratuga umræða tekin af borðinu á einni nóttu Í áratugi hefur verið rætt fram og til baka hvort og hvernig draga megi úr vægi verðtryggingar. Vissulega er ákvörðun Landsbankans og eftir atvikum ákvarðanir Arion og Íslandsbanka um framboð verðtryggðra lána bein afleiðing af nýföllnum dómi Hæstaréttar. En þrátt fyrir augljósa annmarka verðtryggingar hefur hún gert þúsundum Íslendinga kleift að eignast heimili. Verðtryggingin, með öllum sínum göllum, er einfaldlega ein af grunnstoðum íslensks fjármagnsmarkaðar. Slík grundvallarstoð fjármögnunar getur ekki breyst á svipstundu, á sama tíma og þjóðin býr eitt hæsta vaxtastig í heimi. Tímasetningin getur ekki verið verri. Allt hagkerfið verður fyrir áhrifum. Greiðslubyrðin orðin óbærileg Fyrir þá lántaka sem ekki falla undir skilgreiningu fyrstu kaupenda blasir við harður veruleiki. Óverðtryggð lán Landsbankans, svo dæmi sé tekið, bera nú um 10 prósenta vexti. Þetta er ekki prentvilla. Ef vextir eru festir til eins, þriggja eða fimm ára eru þeir á bilinu 8,15 til 9,10 prósent. Það þýðir að nánast allir þurfa að festa vexti, a.m.k. til skamms tíma, en greiðslubyrðin er engu að síður gríðarleg. Fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk sem vill stækka við sig getur brotthvarf verðtryggðra lána þýtt tugþúsunda króna hærri greiðslubyrði á mánuði. Alþingi þarf að leggja línurnar Sl. fimmtudag var haldinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að minni beiðni.Þar var ákvörðun Landsbankans rædd og áhrif hennar metin. Gott var að heyra sjónarmið bæði ráðherra og fulltrúa bankans enda snertir þetta mál þjóðina alla. Það eru allir meðvitaðir um alvarleika stöðunnar. En staðan er enn óljós. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum veit enginn hvort og hvernig aðrar fjármálastofnanir muni fylgja í kjölfar Landsbankans, eða t.d. hvort verðtryggð lán verði einungis með föstum vöxtum.Staðreyndin er einfaldlega sú að almenningi og fyrirtækjum er ekki fyllilega ljóst hvaða kjör munu gilda á íslenskum lánamarkaði. Alþingi, stjórnvöld auk Seðlabanka þurfa að bregðast við af festu án tafar. Í því felst t.d. að meta hvort og hvernig lög og reglur um verðtryggingu, þ.m.t. um viðmið fyrir verðtryggð lán með breytilega vexti, þurfi að breytast. Snúum við - strax Við verðum að snúa af þessari leið og tryggja fyrirsjáanleika um framboð verðtryggðra lána með skýrum viðmiðum um vexti. Það blasir við að eigi að gera verulegar breytingar á framboði verðtryggðra lána verður slíkt að gerast í áföngum og á grunni samráðs allra hagaðila til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Eignir og eigið fé almennings eru í húfi. Við megum ekki fá þessar endalausu dýfur og breytingar á lána- og fasteignamarkaði sem valda nánast jarðskjálftum í efnahagslífinu. Við í Framsókn höfum lengi talað fyrir því að draga úr vægi verðtryggingar, enda eru verðtryggð lán ein og sér ekki framtíðin. En meiri háttar breytingar á lánakjörum almennings verða að vera í takt við stöðu heimilanna, vel undirbúnar og fyrirsjáanlegar. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Vagn Stefánsson Vaxtamálið Lánamál Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg ákvörðun Landsbankans um að hætta að veita verðtryggð lán nema til fyrstu kaupenda hefur haft í för með sér meiri háttar áhrif á fasteignamarkaðinn. Markaðurinn hefur kólnað á örfáum dögum og óvissan magnast. Fólk er óöruggt. Keðjur fasteignakaupa rakna upp. Hvað aðrar fjármálastofnanir gera er enn ekki ljóst. Það getur enginn verið á þeirri skoðun að ástandi sé boðlegt. Engu máli skiptir hvaða stjórnmálaflokki menn tilheyra. Árið er 2025, ekki 1975. Áratuga umræða tekin af borðinu á einni nóttu Í áratugi hefur verið rætt fram og til baka hvort og hvernig draga megi úr vægi verðtryggingar. Vissulega er ákvörðun Landsbankans og eftir atvikum ákvarðanir Arion og Íslandsbanka um framboð verðtryggðra lána bein afleiðing af nýföllnum dómi Hæstaréttar. En þrátt fyrir augljósa annmarka verðtryggingar hefur hún gert þúsundum Íslendinga kleift að eignast heimili. Verðtryggingin, með öllum sínum göllum, er einfaldlega ein af grunnstoðum íslensks fjármagnsmarkaðar. Slík grundvallarstoð fjármögnunar getur ekki breyst á svipstundu, á sama tíma og þjóðin býr eitt hæsta vaxtastig í heimi. Tímasetningin getur ekki verið verri. Allt hagkerfið verður fyrir áhrifum. Greiðslubyrðin orðin óbærileg Fyrir þá lántaka sem ekki falla undir skilgreiningu fyrstu kaupenda blasir við harður veruleiki. Óverðtryggð lán Landsbankans, svo dæmi sé tekið, bera nú um 10 prósenta vexti. Þetta er ekki prentvilla. Ef vextir eru festir til eins, þriggja eða fimm ára eru þeir á bilinu 8,15 til 9,10 prósent. Það þýðir að nánast allir þurfa að festa vexti, a.m.k. til skamms tíma, en greiðslubyrðin er engu að síður gríðarleg. Fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk sem vill stækka við sig getur brotthvarf verðtryggðra lána þýtt tugþúsunda króna hærri greiðslubyrði á mánuði. Alþingi þarf að leggja línurnar Sl. fimmtudag var haldinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að minni beiðni.Þar var ákvörðun Landsbankans rædd og áhrif hennar metin. Gott var að heyra sjónarmið bæði ráðherra og fulltrúa bankans enda snertir þetta mál þjóðina alla. Það eru allir meðvitaðir um alvarleika stöðunnar. En staðan er enn óljós. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum veit enginn hvort og hvernig aðrar fjármálastofnanir muni fylgja í kjölfar Landsbankans, eða t.d. hvort verðtryggð lán verði einungis með föstum vöxtum.Staðreyndin er einfaldlega sú að almenningi og fyrirtækjum er ekki fyllilega ljóst hvaða kjör munu gilda á íslenskum lánamarkaði. Alþingi, stjórnvöld auk Seðlabanka þurfa að bregðast við af festu án tafar. Í því felst t.d. að meta hvort og hvernig lög og reglur um verðtryggingu, þ.m.t. um viðmið fyrir verðtryggð lán með breytilega vexti, þurfi að breytast. Snúum við - strax Við verðum að snúa af þessari leið og tryggja fyrirsjáanleika um framboð verðtryggðra lána með skýrum viðmiðum um vexti. Það blasir við að eigi að gera verulegar breytingar á framboði verðtryggðra lána verður slíkt að gerast í áföngum og á grunni samráðs allra hagaðila til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Eignir og eigið fé almennings eru í húfi. Við megum ekki fá þessar endalausu dýfur og breytingar á lána- og fasteignamarkaði sem valda nánast jarðskjálftum í efnahagslífinu. Við í Framsókn höfum lengi talað fyrir því að draga úr vægi verðtryggingar, enda eru verðtryggð lán ein og sér ekki framtíðin. En meiri háttar breytingar á lánakjörum almennings verða að vera í takt við stöðu heimilanna, vel undirbúnar og fyrirsjáanlegar. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun