Framsóknarflokkurinn Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust. Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið. Innlent 27.2.2025 20:02 „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Nokkuð fjörugar umræður spunnust þegar húsnæðisuppbygging bar á góma þar sem oddvitar í meiri- og minnihluta í Reykjavík mættust í Pallborðinu. Á einum tímapunkti talaði hver ofan í annan og fulltrúi Flokks fólksins sá sig knúinn til að biðja fólk um að róa sig. Innlent 27.2.2025 15:49 Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Rætt verður við borgarfulltrúa úr nýjum meiri- og minnihluta í Reykjavík í Pallborðinu á Vísi í dag klukkan 14. Farið verður yfir brýnustu verkefnin en nýr meirihluti hefur aðeins um fjórtán mánuði til að láta verkin tala. Innlent 27.2.2025 10:12 Flokkur fólksins á niðurleið Fylgi Flokks fólksins hefur fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember samkvæmt nýrri könnun Maskínu og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu. Innlent 26.2.2025 18:37 Má skera börn? Í gær birtist dómur héraðsdóms þar sem fram kemur að ,,umskurður drengja er ekki bannaður á Íslandi, andstætt líkamsárás gagnvart kynfærum stúlkna og kvenna.” Læknisfræðilega óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eru því löglegar samkvæmt dómnum. Skoðun 26.2.2025 07:00 Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hafi lýst yfir fullum stuðningi við þá afstöðu formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram 20. febrúar síðastliðinn. Þeir segja fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar halda skólakerfinu í gíslingu með pólitískum leikjum. Innlent 24.2.2025 16:53 Einar og Milla eiga von á barni Einar Þorsteinsson, fráfarandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstrarstjóri og yfirframleiðandi hjá ACT4, eiga von á barni. Lífið 23.2.2025 20:16 Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. Innlent 22.2.2025 13:55 „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust milli flokkanna fimm. Innlent 21.2.2025 20:49 Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. Innlent 21.2.2025 20:03 Traustið við frostmark Talsverðar breytingar eru milli ára á trausti Íslendinga til stofnana. Traust til borgarstjórnar hefur ekki verið jafnlítið síðan 2008. Traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist mest milli ára meðan traust til embætti forseta Íslands tekur stærstu dýfuna. Innlent 20.2.2025 09:39 Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skemmtir sér yfir því sem hann kallar samsæriskenningarrant eftir Hrannar Björn Arnarson. Hiti færist í leikinn eftir því sem meirihlutaviðræðurnar mjakast fram. Friðjón situr hjá og getur ekki annað. Innlent 19.2.2025 17:17 Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Í gær mælti ég fyrir þingsályktun á Alþingi þess efnis að fasteignakaupendur geti tekið óverðtryggð lán á föstum vöxtum til langs tíma. Skoðun 19.2.2025 15:32 „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Þingflokksformaður Framsóknar segir áform fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun pitsaosts íblönduðum jurtaolíu geta haft víðtæk og alvarleg áhrif á íslenska bændur og matvælaframleiðslu. „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta.“ Viðskipti innlent 18.2.2025 16:50 Píratar til forystu Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið þekktur fyrir að sveiflast milli pólitískra stefna eins og vindhani í íslensku roki. Nýjasta uppátæki þeirra, að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík, er enn eitt dæmið um óstöðugleika og stefnuleysi sem hefur einkennt flokkinn í gegnum tíðina. Skoðun 18.2.2025 12:33 Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Eitt helsta einkenni núverandi ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur er sterk tilhneiging til miðstýringar. Það er áhyggjuefni hvernig ríkisafskipti eru að aukast á mörgum sviðum án þess að nægur sveigjanleiki sé til staðar fyrir frumkvæði í atvinnulífinu og einkarekstri. Sósíaldemókratísk stefna leggur of oft áherslu á lausnir þar sem ríkið á að sjá um allt, frekar en að skapa skilyrði fyrir heilbrigða samkeppni og sjálfbærar lausnir. Skoðun 15.2.2025 20:30 Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. Innlent 14.2.2025 11:18 Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Ólafur Reynir Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar. Ólafur Reynir starfaði sem lögfræðingur hjá Ferðamálastofu frá árinu 2018 og þar áður hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2011. Innlent 13.2.2025 17:20 Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. Innlent 12.2.2025 19:21 Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Ekki er víst að annar eins her þingmanna hafi flutt sínar jómfrúarræður og gerðist nú síðdegis á Alþingi Íslendinga. Ræðurnar voru flestar fluttar af nokkru öryggi og í máli sumra hinna nýju þingmanna mátti greina fróm fyrirheit; þeir ætla að vinna landi og þjóð gagn með störfum sínum. Innlent 12.2.2025 17:46 Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, hefur ákveðið að ráða Birki Jón Jónsson sem nýjan aðstoðarmann formanns. Vísir greindi frá ráðningu hans á dögunum. Innlent 12.2.2025 12:00 Ég er karl með vesen „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám” - Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata um meirihlutaslitin og nýjar viðræður. Skoðun 12.2.2025 10:02 Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Það hlakkar í mörgum að með slitum á meirihlutanum í Reykjavík hafi framsóknarmönnum orðið á mjög alvarleg yfirsjón. Ég held aftur á móti að útganga Framsóknar sé þaulhugsuð brella í bland við pólitíska heimþrá borgarstjórans. Skoðun 11.2.2025 19:30 Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. Innlent 11.2.2025 14:29 Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? „Þjóðin kaus breytingar og breytingarnar byrja strax,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í umræðum á Alþingi í gær. Hann skaut föstum skotum að formanni Framsóknarflokksins og stjórnarandstöðunni en sitt sýnist hverjum um hvort gagnrýnin hafi verið verðskulduð. Innlent 11.2.2025 13:16 „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. Innlent 10.2.2025 23:54 „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir ákvörðunina að sprengja meirihlutasamstarfið í borgarstjórn Reykjavíkurborgar ekki einfalda en samstarfið sé eitthvað sem hann hafi verið neyddur í. Með slitunum á samstarfinu hafi hann viljað knýja fram breytingar sem að meirihlutinn kom sér ekki saman um. Innlent 10.2.2025 19:38 Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Óvíst er hversu langan tíma tekur að mynda nýjan meirihluta í borginni en miklar þreifingar hafa átt sér stað á milli flokkanna þó engar formlegar viðræður séu enn hafnar. Innlent 10.2.2025 12:50 Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri. Innlent 10.2.2025 10:55 Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kannast ekki við það að meirihlutaslit hafi komið til tals í samtali oddvita meirihlutans á þriðjudag. Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað að slíta samstarfinu í umræddu fundarhléi. Innlent 9.2.2025 16:32 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 53 ›
Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust. Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið. Innlent 27.2.2025 20:02
„Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Nokkuð fjörugar umræður spunnust þegar húsnæðisuppbygging bar á góma þar sem oddvitar í meiri- og minnihluta í Reykjavík mættust í Pallborðinu. Á einum tímapunkti talaði hver ofan í annan og fulltrúi Flokks fólksins sá sig knúinn til að biðja fólk um að róa sig. Innlent 27.2.2025 15:49
Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Rætt verður við borgarfulltrúa úr nýjum meiri- og minnihluta í Reykjavík í Pallborðinu á Vísi í dag klukkan 14. Farið verður yfir brýnustu verkefnin en nýr meirihluti hefur aðeins um fjórtán mánuði til að láta verkin tala. Innlent 27.2.2025 10:12
Flokkur fólksins á niðurleið Fylgi Flokks fólksins hefur fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember samkvæmt nýrri könnun Maskínu og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu. Innlent 26.2.2025 18:37
Má skera börn? Í gær birtist dómur héraðsdóms þar sem fram kemur að ,,umskurður drengja er ekki bannaður á Íslandi, andstætt líkamsárás gagnvart kynfærum stúlkna og kvenna.” Læknisfræðilega óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eru því löglegar samkvæmt dómnum. Skoðun 26.2.2025 07:00
Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hafi lýst yfir fullum stuðningi við þá afstöðu formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram 20. febrúar síðastliðinn. Þeir segja fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar halda skólakerfinu í gíslingu með pólitískum leikjum. Innlent 24.2.2025 16:53
Einar og Milla eiga von á barni Einar Þorsteinsson, fráfarandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstrarstjóri og yfirframleiðandi hjá ACT4, eiga von á barni. Lífið 23.2.2025 20:16
Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. Innlent 22.2.2025 13:55
„Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust milli flokkanna fimm. Innlent 21.2.2025 20:49
Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. Innlent 21.2.2025 20:03
Traustið við frostmark Talsverðar breytingar eru milli ára á trausti Íslendinga til stofnana. Traust til borgarstjórnar hefur ekki verið jafnlítið síðan 2008. Traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist mest milli ára meðan traust til embætti forseta Íslands tekur stærstu dýfuna. Innlent 20.2.2025 09:39
Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skemmtir sér yfir því sem hann kallar samsæriskenningarrant eftir Hrannar Björn Arnarson. Hiti færist í leikinn eftir því sem meirihlutaviðræðurnar mjakast fram. Friðjón situr hjá og getur ekki annað. Innlent 19.2.2025 17:17
Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Í gær mælti ég fyrir þingsályktun á Alþingi þess efnis að fasteignakaupendur geti tekið óverðtryggð lán á föstum vöxtum til langs tíma. Skoðun 19.2.2025 15:32
„Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Þingflokksformaður Framsóknar segir áform fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun pitsaosts íblönduðum jurtaolíu geta haft víðtæk og alvarleg áhrif á íslenska bændur og matvælaframleiðslu. „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta.“ Viðskipti innlent 18.2.2025 16:50
Píratar til forystu Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið þekktur fyrir að sveiflast milli pólitískra stefna eins og vindhani í íslensku roki. Nýjasta uppátæki þeirra, að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík, er enn eitt dæmið um óstöðugleika og stefnuleysi sem hefur einkennt flokkinn í gegnum tíðina. Skoðun 18.2.2025 12:33
Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Eitt helsta einkenni núverandi ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur er sterk tilhneiging til miðstýringar. Það er áhyggjuefni hvernig ríkisafskipti eru að aukast á mörgum sviðum án þess að nægur sveigjanleiki sé til staðar fyrir frumkvæði í atvinnulífinu og einkarekstri. Sósíaldemókratísk stefna leggur of oft áherslu á lausnir þar sem ríkið á að sjá um allt, frekar en að skapa skilyrði fyrir heilbrigða samkeppni og sjálfbærar lausnir. Skoðun 15.2.2025 20:30
Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. Innlent 14.2.2025 11:18
Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Ólafur Reynir Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar. Ólafur Reynir starfaði sem lögfræðingur hjá Ferðamálastofu frá árinu 2018 og þar áður hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2011. Innlent 13.2.2025 17:20
Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. Innlent 12.2.2025 19:21
Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Ekki er víst að annar eins her þingmanna hafi flutt sínar jómfrúarræður og gerðist nú síðdegis á Alþingi Íslendinga. Ræðurnar voru flestar fluttar af nokkru öryggi og í máli sumra hinna nýju þingmanna mátti greina fróm fyrirheit; þeir ætla að vinna landi og þjóð gagn með störfum sínum. Innlent 12.2.2025 17:46
Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, hefur ákveðið að ráða Birki Jón Jónsson sem nýjan aðstoðarmann formanns. Vísir greindi frá ráðningu hans á dögunum. Innlent 12.2.2025 12:00
Ég er karl með vesen „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám” - Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata um meirihlutaslitin og nýjar viðræður. Skoðun 12.2.2025 10:02
Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Það hlakkar í mörgum að með slitum á meirihlutanum í Reykjavík hafi framsóknarmönnum orðið á mjög alvarleg yfirsjón. Ég held aftur á móti að útganga Framsóknar sé þaulhugsuð brella í bland við pólitíska heimþrá borgarstjórans. Skoðun 11.2.2025 19:30
Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. Innlent 11.2.2025 14:29
Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? „Þjóðin kaus breytingar og breytingarnar byrja strax,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í umræðum á Alþingi í gær. Hann skaut föstum skotum að formanni Framsóknarflokksins og stjórnarandstöðunni en sitt sýnist hverjum um hvort gagnrýnin hafi verið verðskulduð. Innlent 11.2.2025 13:16
„Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. Innlent 10.2.2025 23:54
„Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir ákvörðunina að sprengja meirihlutasamstarfið í borgarstjórn Reykjavíkurborgar ekki einfalda en samstarfið sé eitthvað sem hann hafi verið neyddur í. Með slitunum á samstarfinu hafi hann viljað knýja fram breytingar sem að meirihlutinn kom sér ekki saman um. Innlent 10.2.2025 19:38
Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Óvíst er hversu langan tíma tekur að mynda nýjan meirihluta í borginni en miklar þreifingar hafa átt sér stað á milli flokkanna þó engar formlegar viðræður séu enn hafnar. Innlent 10.2.2025 12:50
Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri. Innlent 10.2.2025 10:55
Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kannast ekki við það að meirihlutaslit hafi komið til tals í samtali oddvita meirihlutans á þriðjudag. Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað að slíta samstarfinu í umræddu fundarhléi. Innlent 9.2.2025 16:32