Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. Innlent 19.9.2025 16:20
Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráð eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7.–10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti. Skoðun 19.9.2025 15:32
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Eftir langdregnar sameiningarþreifingar milli Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst á enn eftir að svara grundvallarspurningum um raunverulegan tilgang, fjárhagslegan grundvöll og menntapólitískar forsendur sameiningar. Skoðun 19.9.2025 10:30
Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Viðreisn vill skoða að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík til að sporna gegn félagslegri einangrun barna. Flutningsmaður tillögunnar kveðst hafa áhyggjur af börnum sem hafi allt of mikinn tíma til að einangra sig yfir sumarmánuðina. Innlent 17. september 2025 23:33
Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar segir ötullega unnið að því að manna leikskóla bæjarins svo hægt sé að taka inn ný börn. Enn á eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir leikskólans. Frá því í apríl hafa verið gerðir 15 starfsmannasamningar. Innlent 17. september 2025 20:32
Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Ætlunin er að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinnsku. Innlent 17. september 2025 18:36
Við hvað erum við hrædd? Það er merkilegt að fylgjast með þeirri spennu sem myndast hefur í kringum fyrirhugaða sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Ég sat vinnustofu fyrir hönd nemenda þar sem þessi mál voru rædd af alvöru og einlægni. Það sem kom mér mest á óvart var ekki endilega andstaðan sjálf – heldur röksemdirnar (eða skortur á þeim) sem lágu að baki. Skoðun 17. september 2025 14:31
Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Foreldri á Seltjarnarnesi þurfti að segja upp vinnu sinni þar sem sonur hennar hefur ekki fengið pláss á leikskóla. Forráðamenn barna á Nesinu upplifa sig ósýnilega vegna skorts á svörum frá bæjaryfirvöldum og segja nýjan leikskóla ekki laga stöðuna. Innlent 16. september 2025 22:06
Börn sem skilja ekki kennarann Á undanförnum árum hefur orðið gríðarleg fjölgun á börnum og ungmennum á Íslandi sem hefja skólagöngu með engan grunn eða þekkingu á íslensku tungumáli. Þrátt fyrir góða viðleitni hefur menntakerfið ekki náð að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til náms. Það á bæði við um þau sem flytja til landsins og þau sem fyrir eru. Skoðun 16. september 2025 07:32
Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Nýtt samræmt námsmat verður tekið upp í grunnskólum landsins í vetur. Nemendur í sömu árgöngum fá þó ekki allir sömu spurningar og þá geta skólar valið hvaða daga prófin verða tekin. Sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu hefur þó ekki áhyggjur af svindli. Innlent 15. september 2025 22:18
Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor Háskólans á Akureyri til að óska eftir því að sameinaður háskóli Bifrastar og Akureyrar verði kenndur við Akureyri. Nafnið sé ekki aðeins tilfinningamál heldur hagsmunamál fyrir sveitarfélagið að mati formanns bæjarstjórnar. Hann stingur upp á því að skólinn verði kenndur bæði við Akureyri og Bifröst. Innlent 15. september 2025 13:11
Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Undanfarið hefur verið mikið rætt um námsmat í grunnskólum og nýtt námsmatskerfi - Matsferil. Umræðan hefur þó að mestu farið fram á vettvangi stjórnvalda og sveitarfélaga – en hvar eru samtölin við fagfólkið sem vinnur í skólastofunum? Hvar eru raddir kennara og skólastjóra sem þekkja starfið best? Skoðun 15. september 2025 11:32
Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Síðustu misseri hefur verið mikil umræða um menntamál á Íslandi sem ég tel vera afar jákvætt og fagna mjög. Við getum öll verið sammála um að það sé nauðsynlegt að ígrunda reglulega hvað gengur vel og hvað má betur fara í menntamálum. Skoðun 15. september 2025 10:33
Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor Háskólans á Akureyri vegna fyrirhugaðrar sameiningar skólans og Háskólans á Bifröst. Krafa um að sameinaður háskóli fái nýtt nafn jafngildi því að Háskólinn á Akureyri verði lagður niður sem bæjarráð segir óásættanlegt. Nemendur óttast útibúsvæðingu en deildarstjóri við Háskólann á Bifröst segir sveitarstjórnina standa í vegi stórra tækifæra með þröngsýni sinni. Innlent 14. september 2025 21:02
Frá upplausn til uppbyggingar Á þessum vettvangi birtist nýlega grein eftir Friðrik Þór Friðriksson og Böðvar Bjarka Pétursson. Í greininni kom fram furðuleg sýn á rekstur Kvikmyndaskóla Íslands, full af rangfærslum og ónákvæmni. Greinin birtist í kjölfar fjölda áreitinna tölvupósta frá Böðvari Bjarka, sem beint hefur verið að starfsfólki og nemendum skólans. Skoðun 13. september 2025 11:00
Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Í umræðu um menntun hefur lengi verið horft til mælinga sem mælikvarða á árangur. Einkunnir, próf og meðaltöl eru orð sem margir tengja við skólastarf. Þær eru einfaldar í framsetningu og auðvelda samanburð milli nemenda og skóla. Skoðun 12. september 2025 11:01
Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Til viðbótar við þau 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík hafa 786 börn fengið boð um leikskólapláss en ekki hafið leikskólagöngu. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Innlent 12. september 2025 10:09
Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Norðurlöndin eru almennt talin framarlega í meðhöndlun lesblindu, bæði þegar kemur að fræðslu, greiningu, snemmbúinni íhlutun og stuðningi við einstaklinga með lesblindu og lestrarörðugleika. Það stafar af sterkum velferðarkerfum, áherslu á menntun fyrir alla og mikilvægi námsstjórnunar og jafnréttis í menntakerfinu. Skoðun 12. september 2025 08:01
Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla í Reykjanesbæ á þriðjudaginn. Skólastjóri segir málið í mjög góðum farvegi. Innlent 11. september 2025 16:56
Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Það er ákall í samfélaginu um að efla kennslu íslensku sem annars máls og mikilvægt að auka samstarf og efla íslensku sem annað mál sem sérstaka faggrein. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. Þetta segir Ingibjörg Sigurðardóttir, aðjúnkt við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Innlent 11. september 2025 08:45
Hafa börn frjálsan vilja? Í starfi mínu sem kennari hef ég oft velt því fyrir mér hvert hlutverk mitt sé í lífi barnanna sem ég kenni. Ég kenni þeim lestur og stærðfræði, málfræði og sögu en stundum spyr ég sjálfan mig, hvað meira er ég að kenna? Og hvað ætti ég að kenna meira? Skoðun 11. september 2025 06:00
Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Tafir hjá Útlendingastofnun og Háskóla Íslands hafa komið í veg fyrir að tugir erlendra nemenda gætu hafið nám við skólann í haust. Alþjóðafulltrúi segir háskólann ekki jafn samvinnuþýðan í ár og áður. Innlent 10. september 2025 22:56
Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún segir að þjóðin öll muni nú og til lengri tíma njóta góðs af því ef ríkisstjórnin fjárfestir í íslenskri tungu og íslenskukennslu því tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að. Innlent 10. september 2025 17:21
Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Umræðan um námsmat í grunnskólum á Íslandi hefur lengi verið föst í tveimur andstæðum sjónarmiðum. Annars vegar eru þeir sem telja að próf eigi ekki heima í skólastarfi, þar sem þau valdi streitu og dragi úr gleði og sköpun. Hins vegar eru þeir sem vilja endurvekja samræmd próf til að tryggja einsleita og hlutlæga mælingu á frammistöðu. Skoðun 10. september 2025 10:32