Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson og Erla Sif Markúsdóttir skrifa 31. október 2025 08:30 Það er ólíðandi að núna á meðan þú lest þessa grein bíði um 800 manns eftir hjúkrunarrými á Íslandi. Þar af eru um 150 í svokölluðu „biðrými“ á spítala sem oft eru gangar, geymslur eða önnur óviðunandi úrræði. Ofan á þetta bætist sú jákvæða staðreynd að öldruðum er að fjölga afar hratt og mun sú fjölgun halda áfram næstu árin. Ef horft er til þess að biðtími eftir hjúkrunarrými verði innan við 90 dagar fyrir 85% allra á biðlista árið 2026, þarf að fjölga rýmum um tæplega 3.700 (um +130%) til ársins 2040. Við sem bæjarfulltrúar í Ölfusi ætlum að sýna þessari stöðu virðingu og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hér verði byggt hjúkrunarheimili sem fyrst. Samstaða Á undanförnum árum hefur orðið sífellt ljósara að þörf fyrir hjúkrunarrými á Suðurlandi mun aukast verulega í takt við öldrun þjóðarinnar og breytta aldurssamsetningu samfélagsins. Greiningar frá bæði opinberum aðilum og óháðum ráðgjöfum sýna samhljóm um þessa þróun. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) gerðu síðast árið 2022 eigið mat á þörfinni og hafa niðurstöður þeirra nú verið staðfestar og styrktar með nýjum gögnum frá KPMG og framkvæmdaáætlun Framkvæmdasýslu ríkisins (FSRE). Þessar upplýsingar mynda saman trausta heildarmynd af þeirri stöðu sem blasir við og þeim aðgerðum sem nauðsynlegt er að ráðast í á næstu árum. Þingmönnum Suðurlands væri hollt að lesa þessi gögn vandlega og taka þátt í baráttunni með okkur. Staðan kallar á tafarlausar aðgerðir Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir 30 prósenta fjölgun í hópi einstaklinga 67 ára og eldri til ársins 2032. Sé gert ráð fyrir að eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum fylgi þeirri þróun má áætla að þörfin fyrir slík rými á Suðurlandi verði á bilinu 360 til 450 rými á sama tíma. Til að mæta þessari aukningu þarf að fjölga hjúkrunarrýmum um 100 til 190 á næstu tíu árum sem jafngildir 40 til 70 prósenta aukningu frá núverandi framboði. Að auki er ljóst að stór hluti núverandi rýma þarfnast endurnýjunar til að uppfylla kröfur samtímans um gæði, rými, aðbúnað og tæknibúnað. Með öðrum orðum er ekki aðeins þörf á nýjum rýmum heldur einnig á verulegri uppfærslu á eldri hjúkrunarheimilum til að mæta opinberum viðmiðum og væntingum samfélagsins. Það felur feigðina í sér að bíða með hendur í skauti þegar slíkt er staðan. Tíminn er núna Greiningar KPMG og framkvæmdaáætlun FSRE frá október 2025 varpa ljósi á stöðu næstu fimm ára eða fram til ársins 2031. Samkvæmt mælaborði KPMG þarf að bæta við 94 nýjum hjúkrunarrýmum á Suðurlandi á þessum tíma ef miðað er við 90 daga biðlista. Á sama tíma liggur fyrir, samkvæmt framkvæmdaáætlun FSRE, að aðeins munu 33 ný rými bætast við á svæðinu á þessum tíma. Þar af eru 6 rými á Höfn sem bætast við þegar framkvæmdum lýkur og 27 ný rými við hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði sem áætlað er að taki til starfa árið 2028. Þessi tala endurspeglar þó aðeins hefðbundin hjúkrunarrými. Ef tekið er tillit til annarra þjónustuþátta svo sem hvíldarinnlagna, endurhæfingar og sértækrar búsetuþjónustu má gera ráð fyrir að raunveruleg þörf verði mun meiri. Því er ljóst að við núverandi skipulag mun framboðið ekki duga til að mæta þeirri þjónustu sem eldra fólk á Suðurlandi þarfnast á næstu árum. Þetta er ljóst núna og því ekki ástæða til að fresta aðgerðurm. Þorlákshöfn sem lykilstaður í uppbyggingu Í ljósi ofangreinds blasir við að brýn þörf er á nýju hjúkrunarheimili á Suðurlandi innan fárra ára. Þegar staðsetning næstu uppbyggingar er metin hlýtur Þorlákshöfn að vera efst á lista yfir heppilega staði. Landfræðileg staða bæjarins gerir hann að náttúrulegum tengipunkti milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins. Þorlákshöfn er í öruggri nálægð við bráðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og getur þannig stuðlað að lausn á fráflæðisvanda sjúkrahúsa í Reykjavík og nágrenni þar sem skortur á hjúkrunarrýmum hefur lengi verið viðvarandi. Slík staðsetning gæti þannig þjónað tvíþættum tilgangi. Annars vegar að mæta staðbundinni þörf í sveitarfélögum á Suðurlandi og hins vegar að létta á álagi á höfuðborgarsvæðinu. Að auki myndi nýtt hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn skapa vettvang fyrir fjölþætta þjónustu við aldraða þar sem sameina mætti hjúkrunarrými, dagdvöl, endurhæfingu og önnur sértæk búsetuúrræði. Slíkur sveigjanleiki myndi auka hagkvæmni í rekstri og gera þjónustuna næmari fyrir breyttum þörfum íbúa á svæðinu. Staðan er þessi Greiningar KPMG og framkvæmdaáætlun FSRE staðfesta álit SASS frá árinu 2022 um að ótvíræð þörf sé fyrir ný hjúkrunarrými á Suðurlandi á næstu árum. Ef ekki verður gripið til markvissra aðgerða mun bilið milli framboðs og eftirspurnar halda áfram að breikka, bæði til skemmri og lengri tíma. Í því ljósi má með góðum rökum halda því fram að næsta hjúkrunarheimili á Suðurlandi eigi að rísa í Þorlákshöfn. Nú þegar höfum við undirrituð, ásamt félögum okkar í bæjarstjórn, úthlutað lóð undir hjúkrunarrými og með samstiltu átaki verður hægt að hefja þar framkvæmdir við 66 til 88 rými á næstu mánuðum. Með því yrði ekki aðeins svarað brýnni þörf á svæðinu heldur einnig stuðlað að betra jafnvægi í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu á landsvísu. Þorlákshöfn er í senn nálægur, raunhæfur og hagkvæmur kostur sem sameinar góða staðsetningu, sterka innviði og möguleika á fjölbreyttum útfærslum í þjónustu. Uppbygging nýs hjúkrunarheimilis þar myndi bæta aðgengi að þjónustu fyrir íbúa Suðurlands, draga úr biðlistum og styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins á næstu árum. Áskorun Við skorum á þingmenn Suðurands að láta þetta mál sig varða og styðja við áform sveitarfélagsins. Sá samtakamáttur getur tryggt að framkvæmdir við hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn hefjist á komandi ári. Höfundar eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Hjúkrunarheimili Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er ólíðandi að núna á meðan þú lest þessa grein bíði um 800 manns eftir hjúkrunarrými á Íslandi. Þar af eru um 150 í svokölluðu „biðrými“ á spítala sem oft eru gangar, geymslur eða önnur óviðunandi úrræði. Ofan á þetta bætist sú jákvæða staðreynd að öldruðum er að fjölga afar hratt og mun sú fjölgun halda áfram næstu árin. Ef horft er til þess að biðtími eftir hjúkrunarrými verði innan við 90 dagar fyrir 85% allra á biðlista árið 2026, þarf að fjölga rýmum um tæplega 3.700 (um +130%) til ársins 2040. Við sem bæjarfulltrúar í Ölfusi ætlum að sýna þessari stöðu virðingu og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hér verði byggt hjúkrunarheimili sem fyrst. Samstaða Á undanförnum árum hefur orðið sífellt ljósara að þörf fyrir hjúkrunarrými á Suðurlandi mun aukast verulega í takt við öldrun þjóðarinnar og breytta aldurssamsetningu samfélagsins. Greiningar frá bæði opinberum aðilum og óháðum ráðgjöfum sýna samhljóm um þessa þróun. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) gerðu síðast árið 2022 eigið mat á þörfinni og hafa niðurstöður þeirra nú verið staðfestar og styrktar með nýjum gögnum frá KPMG og framkvæmdaáætlun Framkvæmdasýslu ríkisins (FSRE). Þessar upplýsingar mynda saman trausta heildarmynd af þeirri stöðu sem blasir við og þeim aðgerðum sem nauðsynlegt er að ráðast í á næstu árum. Þingmönnum Suðurlands væri hollt að lesa þessi gögn vandlega og taka þátt í baráttunni með okkur. Staðan kallar á tafarlausar aðgerðir Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir 30 prósenta fjölgun í hópi einstaklinga 67 ára og eldri til ársins 2032. Sé gert ráð fyrir að eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum fylgi þeirri þróun má áætla að þörfin fyrir slík rými á Suðurlandi verði á bilinu 360 til 450 rými á sama tíma. Til að mæta þessari aukningu þarf að fjölga hjúkrunarrýmum um 100 til 190 á næstu tíu árum sem jafngildir 40 til 70 prósenta aukningu frá núverandi framboði. Að auki er ljóst að stór hluti núverandi rýma þarfnast endurnýjunar til að uppfylla kröfur samtímans um gæði, rými, aðbúnað og tæknibúnað. Með öðrum orðum er ekki aðeins þörf á nýjum rýmum heldur einnig á verulegri uppfærslu á eldri hjúkrunarheimilum til að mæta opinberum viðmiðum og væntingum samfélagsins. Það felur feigðina í sér að bíða með hendur í skauti þegar slíkt er staðan. Tíminn er núna Greiningar KPMG og framkvæmdaáætlun FSRE frá október 2025 varpa ljósi á stöðu næstu fimm ára eða fram til ársins 2031. Samkvæmt mælaborði KPMG þarf að bæta við 94 nýjum hjúkrunarrýmum á Suðurlandi á þessum tíma ef miðað er við 90 daga biðlista. Á sama tíma liggur fyrir, samkvæmt framkvæmdaáætlun FSRE, að aðeins munu 33 ný rými bætast við á svæðinu á þessum tíma. Þar af eru 6 rými á Höfn sem bætast við þegar framkvæmdum lýkur og 27 ný rými við hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði sem áætlað er að taki til starfa árið 2028. Þessi tala endurspeglar þó aðeins hefðbundin hjúkrunarrými. Ef tekið er tillit til annarra þjónustuþátta svo sem hvíldarinnlagna, endurhæfingar og sértækrar búsetuþjónustu má gera ráð fyrir að raunveruleg þörf verði mun meiri. Því er ljóst að við núverandi skipulag mun framboðið ekki duga til að mæta þeirri þjónustu sem eldra fólk á Suðurlandi þarfnast á næstu árum. Þetta er ljóst núna og því ekki ástæða til að fresta aðgerðurm. Þorlákshöfn sem lykilstaður í uppbyggingu Í ljósi ofangreinds blasir við að brýn þörf er á nýju hjúkrunarheimili á Suðurlandi innan fárra ára. Þegar staðsetning næstu uppbyggingar er metin hlýtur Þorlákshöfn að vera efst á lista yfir heppilega staði. Landfræðileg staða bæjarins gerir hann að náttúrulegum tengipunkti milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins. Þorlákshöfn er í öruggri nálægð við bráðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og getur þannig stuðlað að lausn á fráflæðisvanda sjúkrahúsa í Reykjavík og nágrenni þar sem skortur á hjúkrunarrýmum hefur lengi verið viðvarandi. Slík staðsetning gæti þannig þjónað tvíþættum tilgangi. Annars vegar að mæta staðbundinni þörf í sveitarfélögum á Suðurlandi og hins vegar að létta á álagi á höfuðborgarsvæðinu. Að auki myndi nýtt hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn skapa vettvang fyrir fjölþætta þjónustu við aldraða þar sem sameina mætti hjúkrunarrými, dagdvöl, endurhæfingu og önnur sértæk búsetuúrræði. Slíkur sveigjanleiki myndi auka hagkvæmni í rekstri og gera þjónustuna næmari fyrir breyttum þörfum íbúa á svæðinu. Staðan er þessi Greiningar KPMG og framkvæmdaáætlun FSRE staðfesta álit SASS frá árinu 2022 um að ótvíræð þörf sé fyrir ný hjúkrunarrými á Suðurlandi á næstu árum. Ef ekki verður gripið til markvissra aðgerða mun bilið milli framboðs og eftirspurnar halda áfram að breikka, bæði til skemmri og lengri tíma. Í því ljósi má með góðum rökum halda því fram að næsta hjúkrunarheimili á Suðurlandi eigi að rísa í Þorlákshöfn. Nú þegar höfum við undirrituð, ásamt félögum okkar í bæjarstjórn, úthlutað lóð undir hjúkrunarrými og með samstiltu átaki verður hægt að hefja þar framkvæmdir við 66 til 88 rými á næstu mánuðum. Með því yrði ekki aðeins svarað brýnni þörf á svæðinu heldur einnig stuðlað að betra jafnvægi í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu á landsvísu. Þorlákshöfn er í senn nálægur, raunhæfur og hagkvæmur kostur sem sameinar góða staðsetningu, sterka innviði og möguleika á fjölbreyttum útfærslum í þjónustu. Uppbygging nýs hjúkrunarheimilis þar myndi bæta aðgengi að þjónustu fyrir íbúa Suðurlands, draga úr biðlistum og styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins á næstu árum. Áskorun Við skorum á þingmenn Suðurands að láta þetta mál sig varða og styðja við áform sveitarfélagsins. Sá samtakamáttur getur tryggt að framkvæmdir við hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn hefjist á komandi ári. Höfundar eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun