Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar 31. október 2025 07:03 Á þessum degi fyrir fimmtíu árum, 31. október 1975, héldu fyrstu hersveitir Marokkóhers yfir landamærin til nágrannalandsins Vestur-Sahara – sem þá nefndist raunar Spænska-Sahara. Tildrögin voru þau að Alþjóðadómstóllinn í Haag hafði fyrr í sama mánuði kveðið upp þann úrskurð að Spánverjum bæri að yfirgefa þessa síðustu nýlendu sína í Afríku og íbúar landsins, Sahrawi-þjóðin, skyldi sjálf fá að ákveða framtíð sína. Dómurinn hafnaði jafnframt landakröfum grannríkjanna Marokkó og Máritaníu. Marokkóstjórn ákvað þegar að hafa þennan úrskurð að engu. Hermenn voru sendir á vettvang og viku síðar skipulagði konungsstjórnin í Marokkó gríðarfjölmenna aðgerð sem kölluð var „Græna gangan“, þar sem hundruð þúsunda Marokkómanna héldu inn í Vestur-Sahara. Gangan varð til þess að herforingjastjórnin á Spáni, sem riðaði til falls þar sem Franco foringi hennar lá á banabeði, dró sig í skyndi frá landinu. Við tók blóðug styrjöld milli herja Marokkó, Máritaníu og sjálfstæðishreyfingar Sahrawi-þjóðarinnar, Polisario. Niðurstaða styrjaldarinnar var nánast fullnaðarsigur Marokkó sem sölsaði undir sig mestallt landið, þar með talið nær allar náttúruauðlindir. Til að nýta þessi stolnu landgæði voru þegar hafnir stórfelldir flutningar Marokkóbúa til Vestur-Sahara. Sahrawi-þjóðin var klofin í tvennt. Hluti hennar hefur mátt sætta sig við að vera annars flokks þegnar í eigin landi, en hinn hlutinn hefst við á þunnri landræmu í eyðimörkinni, sem er girt af með lengsta aðskilnaðarmúr í heimi og aragrúa jarðsprengja eða býr í flóttamannabúðum í grannríkinu Alsír. Þar hafa nú heilu kynslóðirnar alist upp við hörmulegar aðstæður og með litla von um betri framtíð. Hernám og arðrán Marokkóstjórnar í Vestur-Sahara er eitt grímulausasta brot samtímans á alþjóðalögum og gegn sjálfsákvörðunarrétti smáþjóða. Pólitísk hentistefna ríkja á borð við Frakka og í seinni tíð ríkisstjórnar Donalds Trump hefur gert stjórninni í Rabat kleift að fótum troða mannréttindi og gefa alþjóðasamfélaginu langt nef. Fyrir smáríki eins og Ísland, ættu örlög Sahrawi-fólksins, fiskveiðiþjóðar við Atlantshaf með álíka íbúafjölda og okkar, að vera sérstakt áhugaefni. Alþingi samþykkti þingsályktun vorið 2014 þar sem stuðningurinn við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara var áréttaður og utanríkisráðherra falið að halda þeim sjónarmiðum á lofti á alþjóðavettvangi. Í kjölfarið ræddi þáverandi utanríkisráðherra um málefni Vestur-Sahara í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og fulltrúar Íslands saumuðu að kollegum sínum frá Marokkó á vettvangi Mannréttindaráðsins. Full ástæða er til að hvetja núverandi utanríkisráðherra Íslands til að halda þessari baráttu áfram. Höfundur er sagnfræðingur og vinur Vestur-Sahara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Marokkó Vestur-Sahara Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Á þessum degi fyrir fimmtíu árum, 31. október 1975, héldu fyrstu hersveitir Marokkóhers yfir landamærin til nágrannalandsins Vestur-Sahara – sem þá nefndist raunar Spænska-Sahara. Tildrögin voru þau að Alþjóðadómstóllinn í Haag hafði fyrr í sama mánuði kveðið upp þann úrskurð að Spánverjum bæri að yfirgefa þessa síðustu nýlendu sína í Afríku og íbúar landsins, Sahrawi-þjóðin, skyldi sjálf fá að ákveða framtíð sína. Dómurinn hafnaði jafnframt landakröfum grannríkjanna Marokkó og Máritaníu. Marokkóstjórn ákvað þegar að hafa þennan úrskurð að engu. Hermenn voru sendir á vettvang og viku síðar skipulagði konungsstjórnin í Marokkó gríðarfjölmenna aðgerð sem kölluð var „Græna gangan“, þar sem hundruð þúsunda Marokkómanna héldu inn í Vestur-Sahara. Gangan varð til þess að herforingjastjórnin á Spáni, sem riðaði til falls þar sem Franco foringi hennar lá á banabeði, dró sig í skyndi frá landinu. Við tók blóðug styrjöld milli herja Marokkó, Máritaníu og sjálfstæðishreyfingar Sahrawi-þjóðarinnar, Polisario. Niðurstaða styrjaldarinnar var nánast fullnaðarsigur Marokkó sem sölsaði undir sig mestallt landið, þar með talið nær allar náttúruauðlindir. Til að nýta þessi stolnu landgæði voru þegar hafnir stórfelldir flutningar Marokkóbúa til Vestur-Sahara. Sahrawi-þjóðin var klofin í tvennt. Hluti hennar hefur mátt sætta sig við að vera annars flokks þegnar í eigin landi, en hinn hlutinn hefst við á þunnri landræmu í eyðimörkinni, sem er girt af með lengsta aðskilnaðarmúr í heimi og aragrúa jarðsprengja eða býr í flóttamannabúðum í grannríkinu Alsír. Þar hafa nú heilu kynslóðirnar alist upp við hörmulegar aðstæður og með litla von um betri framtíð. Hernám og arðrán Marokkóstjórnar í Vestur-Sahara er eitt grímulausasta brot samtímans á alþjóðalögum og gegn sjálfsákvörðunarrétti smáþjóða. Pólitísk hentistefna ríkja á borð við Frakka og í seinni tíð ríkisstjórnar Donalds Trump hefur gert stjórninni í Rabat kleift að fótum troða mannréttindi og gefa alþjóðasamfélaginu langt nef. Fyrir smáríki eins og Ísland, ættu örlög Sahrawi-fólksins, fiskveiðiþjóðar við Atlantshaf með álíka íbúafjölda og okkar, að vera sérstakt áhugaefni. Alþingi samþykkti þingsályktun vorið 2014 þar sem stuðningurinn við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara var áréttaður og utanríkisráðherra falið að halda þeim sjónarmiðum á lofti á alþjóðavettvangi. Í kjölfarið ræddi þáverandi utanríkisráðherra um málefni Vestur-Sahara í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og fulltrúar Íslands saumuðu að kollegum sínum frá Marokkó á vettvangi Mannréttindaráðsins. Full ástæða er til að hvetja núverandi utanríkisráðherra Íslands til að halda þessari baráttu áfram. Höfundur er sagnfræðingur og vinur Vestur-Sahara.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar