Stórstjarna NFL-deildarinnar handtekin strax eftir Pro Bowl Alvin Kamara, einn besti hlaupari NFL-deildarinnar og lykilmaður New Orleans Saints, var handtekinn í gær. Sport 7. febrúar 2022 09:00
Lokasóknin um Beckham: „Hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi“ Útherjinn og ofurstjarnan Odell Beckham Jr. er loks að sýna hvað í sér býr í NFL-deildinni. Farið var yfir frammistöðu Beckham að undanförnu í síðasta þætti Lokasóknarinnar. Sport 5. febrúar 2022 12:16
Búist við því að það fáist metverð fyrir Denver Broncos NFL-félagið Denver Broncos er til sölu og því er spáð að það seljist fyrir meiri pening en nokkuð annað bandarískt íþróttafélag í sögunni. Sport 2. febrúar 2022 16:00
Kærir þrjú félög og NFL-deildina fyrir kynþáttamismunun og SMS frá Belichick gæti velt þungu hlassi „Fyrirgefðu. Ég klúðraði þessu illilega [e. f-ed this up]. Ég skoðaði aftur og sá að ég mislas textann. Ég held að þeir ætli að ráða Daboll. Afsakaðu þetta. BB.“ Sport 2. febrúar 2022 14:00
Tom Brady hættur Tom Brady hefur staðfest að hann sé hættur. Hann greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Sport 1. febrúar 2022 15:01
Brady segist ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um að hætta Því var slegið upp í öllum bandarískum miðlum um helgina að Tom Brady væri búinn að taka ákvörðun um að hætta að spila í NFL-deildinni en það lítur út fyrir að menn hafi hlaupið aðeins á sig. Sport 1. febrúar 2022 13:30
Samdi við eitt besta lið Þýskalands í amerískum fótbolta og er þjálfaður af metsöluhöfundi Ævintýri Stefáns Núma Stefánssonar halda áfram en eftir að hafa spilað amerískan fótbolta í Danmörku, á Spáni og nú síðast í Austurríki þá hefur hann fengið hjá samning hjá einu af fjórum bestu liðum Þýskalands í íþróttinni. Sport 1. febrúar 2022 11:31
Hrútarnir á heimavelli í Super Bowl og mæta þar ævintýraliði ársins Los Angeles Rams og Cincinnati Bengals komust í nótt í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, þegar þau tryggðu sér sigur í Ameríku- og Þjóðardeildinni. Sport 31. janúar 2022 07:32
Hársbreidd frá þriðja úrslitaleiknum á jafn mörgum árum Eftir hreint út sagt ótrúlegan sigur á Buffalo Bills eru Patrick Mahomes og liðsfélagar hans í Kansas City Chiefs aðeins einum leik frá þriðja úrslitaleiknum í röð. Báðir undanúrslitaleikir NFL-deildarinnar verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Sport 30. janúar 2022 13:45
Segja Tom Brady hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna Samkvæmt heimildum ESPN hefur leikstjórnandinn Tom Brady ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ferill hans í NFL-deildinni spannar 22 ár og á þeim tíma varð hann sjö sinnum meistari. Sport 29. janúar 2022 20:01
Lét sína menn æfa með hljóðkerfið í botni Það heyrist langar að leiðir þegar NFL-lið Cincinnati Bengals var á æfingu í þessari viku. Leikvangurinn sem liðið æfði á var þó með enga fyrir utan starfsmenn og leikmenn liðsins. Sport 28. janúar 2022 15:31
Brady úr leik | Ein dramatískasta helgi í sögu NFL Átta liða úrslitin í NFL-deildinni um helgina verða lengi í minnum höfð. Þrír leikir réðust á lokasparki leikjanna og einn fór í framlengingu. Sport 24. janúar 2022 12:00
Hálfleikssýning Ofurskálarinnar stórstjörnum prýdd í ár Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Mary J. Blige og Kendrick Lamar koma fram í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar í ár. Pepsi var að gefa út auglýsingu til þess að skapa stemningu fyrir viðburðinum. Lífið 21. janúar 2022 15:20
NFL sektaði þjálfara meistaranna fyrir að slá sinn eigin leikmann Bruce Arians, þjálfari ríkjandi NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers, var sektaður í vikunni en það var þó ekki fyrir að rífast við eða gagnrýna dómara. Sport 20. janúar 2022 23:00
Hrútarnir sannfærandi og mæta Tom Brady og meisturunum næst Los Angeles Rams liðið varð í nótt áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL en þau fara síðan fram um næstu helgi. Sport 18. janúar 2022 11:00
Drama í Dallas en létt hjá Brady og tengdasyninum Lið San Francisco 49ers, Kansas City Chiefs og Tampa Bay Buccaneers komust áfram í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær og nótt en Dallas Cowboys, Pittsburgh Steelers og Philadelphia Eagles eru úr leik. Sport 17. janúar 2022 11:00
Bills slátraði Patriots og heldur áfram leið sinni í átt að Ofurskálinni Tveir leikir fóru fram í hinni svokölluðu „Wild Card“ umferð NFL-deildarinnar í nótt. Buffalo Bills vann 30 stiga sigur á New England Patriots, 47-17 og Cincinnati Bengals unnu Las Vegas Raiders 26-19. Bills og Bengals eiga því enn möguleika á að komast í leikinn um Ofurskálina. Sport 16. janúar 2022 12:01
Tók skóna af hillunni nokkrum dögum fyrir úrslitakeppnina Forráðamenn Los Angeles Rams fundu ekki mann fyrir Jordan Fuller innan liðsins heldur hringdu í gamla hetju liðsins. Sport 13. janúar 2022 14:00
Þjálfari Bucs: Skrípaleikur ef Brady verður ekki kosinn mikilvægastur í NFL Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers, er á því að hinn 44 ára gamli Tom Brady hafi ekki bara verið besti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili heldur sá langbesti. Sport 12. janúar 2022 16:31
Vann einn besta þjálfara sögunnar en var rekinn daginn eftir Svarti mánudagurinn stóð undir nafni í NFL-deildinni í en þrír þjálfarar deildarinnar þurftu þá að taka pokann sinn daginn eftir að deildarkeppninni lauk. Sport 11. janúar 2022 12:30
Brady neitaði að koma af velli fyrr en Gronk hafði tryggt sér 130 milljóna bónus Leikmenn í NFL-deildinni fá margir hverjir bónusgreiðslur tengdum afrekum þeirra inn á vellinum og ekki síst leikmenn sem eru að koma til baka eftir meiðsli eða að byrja aftur að spila. Sport 10. janúar 2022 14:01
Lélegasta lið NFL kom í veg fyir að Colts færi í úrslitakeppnina: Þessi lið mætast Það var mjög mikil dramatík á lokadegi deildarkeppni NFL-deildarinnar og úrslitin réðust ekki fyrr en tveimur sekúndum fyrir lok framlengingar í síðasta leiknum. Sport 10. janúar 2022 08:31
Síðasti leikdagur NFL tímabilsins | Hvaða lið fara í úrslitakeppnina? Síðasti leikdagur þessa lengsta tímabils í sögu NFL deildarinnar er runninn upp og því er ekki úr vegi að fara yfir hvaða lið eru á leiðinni í úrslitakeppnina og hvaða lið eiga enn eftir að tryggja sér sæti. Sport 9. janúar 2022 11:30
Unnusti leikmanns Þróttar í sumar á góða möguleika á að slá virt met í NFL T.J. Watt hefur átt frábært tímabil með Pittsburgh Steelers og eftir magnaða frammistöðu í sigri Steelers á Cleveland Browns á mánudagskvöldið er hann kominn í dauðafæri að eignast eitt virtasta metið í NFL-deildinni. Sport 7. janúar 2022 16:01
Aaron Rodgers svaraði fullum hálsi: Þessi blaðamaður er algjör ræfill Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á síðasta tímabili og á góða möguleika á því að vera kosinn aftur í ár. Sport 6. janúar 2022 11:01
Lokasóknin um síðasta leik Stóra Ben: „Að hann skuli vera enn labbandi“ Pittsburgh Steelers lagði Cleveland Browns í NFL-deildinni í gær. Leikstjórnandinn stórbeinótti Ben Roethlisberger var þar að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Pittsburgh eftir 18 ár hjá félaginu. Sport 5. janúar 2022 23:30
Fóru yfir sirkus Antonio Brown, Uber-bílstjórann, Brady og ljóta höfuðhöggið Lokasóknin fór yfir mál NFL-stjörnunnar Antonio Brown sem yfirgaf liðið sitt í miðjum leik um síðustu helgi og sjokkeraði allan NFL-heiminn. Saga hans hefur verið ein stór sorgarsaga eftir að hann fékk rosalegt höfuðhögg í leik í NFL-deildinni. Sport 5. janúar 2022 12:01
Tom Brady áritaði boltann sem nýliðinn stal af honum Ungur leikmaður New York Jets hefur fengið á sig nokkra gagnrýni frá stuðningsmönnum síns liðs fyrir það sem hann gerði eftir leik sínum á móti besta leikstjórnanda allra tíma. Sport 4. janúar 2022 14:31
Handrið gaf sig og áhorfendur hrundu til jarðar Betur fór en á horfðist þegar handrið í áhorfendastúku á FedEx-velli Washington gaf sig er Washington Football Team tók á móti Philadelphia Eagles í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í nótt. Sport 3. janúar 2022 22:30
Antonio Brown hljóp útaf vellinum | Rekinn frá Buccaneers Antonio Brown, leikmaður Tampa Bay Buccaneers, missti hausinn í miðjum leik rétt í þessu. Reif sig úr búningnum og hlífðarbúnaðinum á hliðarlínunni og rauk útaf vellinum í leik Tampa Bay og New York Jets. Sport 2. janúar 2022 20:29