Sport

Fimm dæmdir í bann fyrir brot á veðmálareglum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jameson Williams er einn af þeim sem var dæmdur í bann.
Jameson Williams er einn af þeim sem var dæmdur í bann. Mike Mulholland/Getty Images

Fimm leikmenn NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta hafa verið dæmdir í bann fyrir brot á veðmálareglum deildarinnar.

Þeirra á meðal er Jameson Williams sem var valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins á síðasta ári. Williams og liðsfélagi hans hjá Detroit Lions, Stanley Berryhill, hafa verið dæmdir í sex leikja bann fyrir brot sín og missa því af upphafi næsta tímabils í NFL-deildinni.

Þá hafa þrír leikmenn verið dæmdir í ótímabundið bann fyrir sín brot. Það eru þeor Quintez Cephus og CJ Moore hjá Detroit Lions og Shaka Toney hjá Washington Commanders. Þremenningarnir veðjuðu allir á leiki í NFL-deildinni á síðasta ári og munu missa af öllu næsta tímabili, í það minnsta. Þeir geta sótt um endurupptöku málsins að næsta tímabili loknu.

Williams og Berryhill voru hins vegar dæmdir fyrir að veðja á leiki utan NFL-deildarinnar og fá því vægari dóm.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×