Sport

Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál

Olíufyrirtæki í Texas í Bandaríkjunum kannar nú hvort að forstjóri þess hafi deilt innherjaupplýsingum, meðal annars til Phils Mickelson, margfalds risamótameistara í golfi. Mickelson slapp naumleg við ákæru í innherjasvikamáli fyrir nokkrum árum.

Sport

Steini um mar­traðarriðilinn: „Ekki drauma­and­stæðingar“

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir það vissulega ekki vera draumastöðu að hafa dregist með ríkjandi heims- og Evrópumeisturum í riðil í undankeppni HM 2027, verkefnið sé þó ekki óyfirstíganlegt og spennandi tilhugsun sé að taka á móti stærstu stjörnum kvennafótboltans hér heima. 

Fótbolti

Bikarmeistararnir fara norður

Fram, sem vann Powerade-bikar karla í handbolta á síðasta tímabili, mætir KA á útivelli í átta liða úrslitum keppninnar í næsta mánuði.

Handbolti

Þjálfari Alberts rekinn

Stefano Pioli hefur verið látinn fara úr þjálfarastarfinu hjá Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni, þar sem liðið er án sigurs eftir tíu umferðir. Daniele Gallopa mun þjálfa Albert Guðmundsson og félaga meðan leitað er að eftirmanni.

Fótbolti

Björg­vin Páll hafi þaggað niður í efa­semdaröddum

Einar Jóns­son, þjálfari Ís­lands- og bikar­meistara Fram og hand­boltasér­fræðingur segir góða frammistöðu Björg­vins Páls Gústavs­sonar í seinni leiknum gegn Þjóðverjum á dögunum þaggað niður í efa­semdarröddum þess efnis hvort hann ætti að fara með liðinu á EM í janúar.

Handbolti

Lýsir eftir leið­toga ís­lenska lands­liðsins

Hand­boltaþjálfarinn Einar Jóns­son hefur áhyggjur af skorti á leið­togum í ís­lenska karla­lands­liðinu í hand­bolta en sá þó marga jákvæða punkta í leikjum liðsins í nýaf­stöðnu lands­liðs­verk­efni nú þegar dregur nær næsta stór­móti.

Handbolti

Dag­skráin í dag: Stór­leikir í Meistara­deildinni

Það er heldur betur fjörugur þriðjudagur framundan á rásum Sýnar Sport í dag þar sem hver stórleikurinn í Meistaradeild Evrópu rekur annan. Þá eru einnig þrír leikir í Bónus-deild kvenna í beinni í kvöld svo það er nóg um að vera.

Sport

Sögu­leg byrjun OKC á tíma­bilinu

NBA meistarar Oklahoma City Thunder hafa byrjað tímabilið frábærlega en liðið vann sinn sjöunda leik í röð síðustu nótt. Þetta er annað tímabilið í röð sem liðið er taplaust í fyrstu sjö leikjum sínum en aðeins tvö lið hafa leikið það eftir í sögunni.

Körfubolti

O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný

Gary O'Neil mun ekki taka við stjórninni hjá Wolverhampton Wanderers á ný. Hann var rekinn úr starfinu fyrir tæpu ári en hefur verið ítrekað orðaður við endurkomu eftir að Vítor Pereira var látinn fjúka.

Fótbolti

Fyrsti sigur í hús hjá Genoa

Mikael Egill Ellertsson og félagar í Genoa léku í kvöld sinn fyrsta leik í Seríu A eftir að Patrick Viera var leystur frá störfum sem þjálfari liðsins þegar liðið sótti Sassuolo heim.

Fótbolti

Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í frammistöðu Florian Wirtz á blaðamannafundi í dag fyrir leik Liverpool í Meistaradeildinni en Slot biður fólk um að sýna Wirtz þolinmæði meðan hann aðlagast ensku deildinni.

Fótbolti

Spence og van de Ven báðust af­sökunar

Áhugaverð uppákoma átti sér stað í lok leiks Tottenham og Chelsea á laugardag þegar þeir Djed Spence og Micky van de Ven stormuðu út af vellinum og virtust hundsa Thomas Frank, þjálfara Tottenham, algjörlega.

Fótbolti