Sport

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð

Oscar Piastri hjá McLaren vann sig upp úr fjórða sæti og fagnaði sigri í Miami kappakstrinum í Formúlu 1. Þetta var þriðji sigur Piastri í röð og vænkar stöðu hans verulega í efsta sæti heimslistans.

Formúla 1

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn

Diamond Battles var ein af mörgum sem setti þung lóð á vogaskálarnar til að tryggja Haukum sigur á Njarðvíkingum í leik nr. 2 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 72-90 en varnarleikur gestanna var magnaður í seinni hálfleik.

Körfubolti

„Vantar hjarta og bar­áttu í mína menn“

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, kallar eftir því að leikmenn sínir sýnir meiri hjarta, baráttu og ákefð í varnarleik sínum. Hallgrímur sagði allt þetta hafa vantað þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Elkem-vellinum á Akranesi í kvöld. 

Fótbolti

Lille bjargaði mikil­vægu stigi

Hákon Arnar Haraldsson var nýfarinn af velli þegar Lille skoraði jöfnunarmarkið í 1-1 jafntefli gegn Marseille. Stigið var mikilvægt fyrir Lille sem er í harðri Meistaradeildarbaráttu.

Fótbolti

Hörður í hóp eftir tæp­lega tveggja ára meiðsli

Hörður Björgvin Magnússon var í leikmannahópi Panathinaikos í fyrsta sinn í tæp tvö ár, en kom ekki við sögu. Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos, sem vann 1-2 gegn AEK í næstsíðustu umferð grísku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti

Bayern varð sófameistari

Lið Bayern Munchen sat heima í sófa og horfði á Freiburg tryggja þýska meistaratitilinn fyrir sig með jafntefli gegn Bayer Leverkusen.

Fótbolti

Vont tap hjá Alberti í Rómarborg

Albert Guðmundsson spilaði síðasta hálftímann fyrir Fiorentina í 1-0 tapi gegn Roma í 35. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fiorentina missti þar af mikilvægum stigum í Evrópubaráttunni.

Fótbolti

Leo vann brons í Sví­þjóð

Þrír Íslendingar tóku þátt á Swedish Open, sterku alþjóðlegu stigamóti í ólympísku taekwondo. Leo Anthony Speight vann brons í sínum flokki.

Sport