Sport

Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“

Eftir afar farsælan feril hyggst hand­bolta­maðurinn Aron Pálmars­son leggja skóna á hilluna eftir yfir­standandi tíma­bil. Lands­liðsþjálfari Ís­lands segir áhrifin af brott­hvarfi hans eiga eftir að koma í ljós. Á alþjóða­vísu standi Aron framar­lega í sögu­legu til­liti og hvað Ís­land varðar séu hann og Ólafur Stefáns­son þeir lang­bestu hand­bolta­menn sem við höfum átt.

Handbolti

Sæ­var Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys

Það stefnir allt í að Sævar Atli Magnússon muni vinna undir stjórn Freys Alexanderssonar á nýjan leik. Þeir koma báðir frá Leikni Reykjavík og var Sævar Atli einn af fyrstu mönnunum sem Freyr sótti eftir að hafa tekið við Lyngby í Danmörku.

Fótbolti

Settu met í töpum en spila í Meistara­deild Evrópu

Með 4-1 tapinu á heimavelli gegn Brighton í gær setti Tottenham met yfir flest töp án þess að það kosti fall, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Það er ástæðan fyrir því að óvissa ríkir um framtí Ange Postecoglou, þrátt fyrir Evrópudeildarmeistaratitil og sæti í Meistaradeildinni.

Enski boltinn

Alltaf mark­miðið að verða Ís­lands­meistari

Valur mætir Haukum í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna á Hlíðarenda í kvöld. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Val og getur liðið tryggt sér titilinn með sigri í kvöld.

Handbolti

Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn

Sancheev Manoharan hefur verið rekinn úr starfi þjálfara norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund eftir tap liðsins gegn Brann í gær og afleit úrslit upp á síðkastið. Téður Sancheev tók við þjálfun liðsins eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson hætti sem þjálfari Haugesund á sínum tíma.

Fótbolti

At­hæfi Freys og Eggerts vekur at­hygli í Noregi

Félags­leg færni Ís­lendinganna Freys Alexanders­sonar, þjálfara norska úr­vals­deildar­liðsins Brann í fót­bolta og Eggerts Arons Guð­munds­sonar, leik­manns liðsins hefur vakið at­hygli hjá fjölmiðlum í Noregi og fengu stuðnings­menn Brann að njóta góðs af því eftir sigur­leik í gær.

Fótbolti

Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu

FH vann 2-0 sigur í Kaplakrika í gærkvöldi þegar liðið tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Kjartan Kári Halldórsson átti stoðsendinguna í báðum mörkunum, sem „Halli og Laddi“, eða Björn Daníel Sverrisson og Sigurður Bjartur Hallsson, skoruðu.

Íslenski boltinn

„Ó­drepandi“ Knicks í sögu­bækurnar

New York Knicks hafa gert það að ákveðinni listgrein í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár að vinna upp stórt forskot mótherjanna. Það gerði liðið einnig í gærkvöld, í mögnuðum 106-100 sigri á Indiana Pacers.

Körfubolti

Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómara­vals gær­dagsins

Aston Villa hefur lagt fram formlega kvörtun til dómarasambands ensku úrvalsdeildarinnar vegna leiks Manchester United og Aston Villa í gær. Kvörtunin snýr þó ekki að umdeildri ákvörðun Thomas Bramall dómara leiksins heldur að hann hafi verið settur á leikinn til að byrja með.

Fótbolti

Mo Salah jafnaði met tveggja goð­sagna

Mo Salah er markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið með 29 mörk. Salah lét sér þó ekki nægja að skora mörk heldur lagði hann einnig upp 18 slík og kom því að 47 mörkum alls. Aðeins tvisvar áður hefur slíkt verið afrekað í deildinni. 

Fótbolti