Vill færa Super Bowl leikinn yfir á laugardag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 15:01 Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs unnu Super Bowl í febrúar en sá leikur var spilaður á sunnudegi eins og allir hinir. AP/Abbie Parr Eitt af andlitum umfjöllunarinnar um NFL-deildina í Bandaríkjunum segir að það sé kominn tími að spila stærsta leik ársins á degi þar sem frí er daginn eftir. Super Bowl leikurinn, úrslitaleikurinn um NFL-titilinn, hefur alltaf verið spilaður á sunnudagskvöldi en sunnudagur er auðvitað aðaldagurinn í hverri viku í NFL. Undanfarin ár hefur NFL-deildin verið að færa einhverja deildarleiki yfir á laugardagskvöld og hluti úrslitakeppninnar er spilaður á laugardögum en úrslitaleikurinn er enn á sínum stað. Kyle Brandt er einn af aðalmönnunum á NFL Network stöðinni og vinnur því við það að fylgjast með NFL-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Brandt er á því að nú sé kominn tími til að færa Super Bowl leikinn yfir á laugardag. Við hér á Íslandi spilum bikarsúrslitaleikina í stærstu íþróttagreinunum á laugardögum og nú er að sjá hvort að NFL-deildin þori að breyta þessum stærsta leik í bandarískum íþróttum. NFL-deildin ætlar að spila leik á svörtum föstudegi á komandi tímabili og það var kveikjan að því að Kyle tjáði sig um málið. „Svartur föstudagur er fyrsta skrefið svo við getum hlaupið með Super Bowl á laugardegi. Ég er búinn að vera að tala um þetta í mörg ár,“ sagði Kyle Brandt. „Ég vil fá Super Bowl leikinn á laugardegi. Já er svarið ef þú heldur að það sé svo ég get drukkið og borðað án þess að hafa áhyggjur af deginum eftir. Af hverju má það ekki,“ spurði Brandt. „Ég elska hugmyndina að koma með leik á Svörtum föstudegi. Leikmennirnir munu eflaust hata það en ég er ekki leikmaður og er mjög hrifinn af þessari breytingu,“ sagði Brandt. Svartur föstudagur er dagurinn eftir Þakkargjarðarhátíðina sem fer fram á fimmtudegi. Það eru alltaf NFL-leikir spilaðir á Þakkargjarðarhátíðinni en nú verður einnig leikur daginn eftir. NFL Ofurskálin Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira
Super Bowl leikurinn, úrslitaleikurinn um NFL-titilinn, hefur alltaf verið spilaður á sunnudagskvöldi en sunnudagur er auðvitað aðaldagurinn í hverri viku í NFL. Undanfarin ár hefur NFL-deildin verið að færa einhverja deildarleiki yfir á laugardagskvöld og hluti úrslitakeppninnar er spilaður á laugardögum en úrslitaleikurinn er enn á sínum stað. Kyle Brandt er einn af aðalmönnunum á NFL Network stöðinni og vinnur því við það að fylgjast með NFL-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Brandt er á því að nú sé kominn tími til að færa Super Bowl leikinn yfir á laugardag. Við hér á Íslandi spilum bikarsúrslitaleikina í stærstu íþróttagreinunum á laugardögum og nú er að sjá hvort að NFL-deildin þori að breyta þessum stærsta leik í bandarískum íþróttum. NFL-deildin ætlar að spila leik á svörtum föstudegi á komandi tímabili og það var kveikjan að því að Kyle tjáði sig um málið. „Svartur föstudagur er fyrsta skrefið svo við getum hlaupið með Super Bowl á laugardegi. Ég er búinn að vera að tala um þetta í mörg ár,“ sagði Kyle Brandt. „Ég vil fá Super Bowl leikinn á laugardegi. Já er svarið ef þú heldur að það sé svo ég get drukkið og borðað án þess að hafa áhyggjur af deginum eftir. Af hverju má það ekki,“ spurði Brandt. „Ég elska hugmyndina að koma með leik á Svörtum föstudegi. Leikmennirnir munu eflaust hata það en ég er ekki leikmaður og er mjög hrifinn af þessari breytingu,“ sagði Brandt. Svartur föstudagur er dagurinn eftir Þakkargjarðarhátíðina sem fer fram á fimmtudegi. Það eru alltaf NFL-leikir spilaðir á Þakkargjarðarhátíðinni en nú verður einnig leikur daginn eftir.
NFL Ofurskálin Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira