Hurts orðinn launahæsti leikmaður í sögu NFL Jón Már Ferro skrifar 18. apríl 2023 17:46 Jalen Hurts er tekjuhæsti leikmaðurinn í sögu NFL. Getty/Patrick Smith Jalen Hurts, er orðinn launahæsti leikmaður í sögu NFL eftir að hafa endursamið við Philadelphia Eagles í gær. Hurts er 24 ára leiksstjórnandi og var valinn númer 53 í nýliðavali NFL árið 2020. Hann sló í gegn á síðustu leiktíð og fær nú útborgað. Samningurinn er til 5 ára eða ársins 2028 og er upp á 255 milljónir Bandaríkjadala en árlega fær hann 51 milljón dollara í laun. Nú þegar er öruggt að hann fái 179 milljónir Bandaríkjadala greidda og er samningurinn þess eðlis að Eagles getur ekki sent hann til annars félags ef illa árar. Hann var valinn annar verðmætasti leikmaðurinn í NFL fyrir tímabilið 2023 á eftir leikstjórnandanum Patrick Mahomes. Þeir mættust einmitt í Super Bowl þar sem Mahomes hafði betur. Óhætt er að segja að Hurts hafi unnið sér inn fyrir laununum því hann hefur sett þó nokkur metin. Hurts átti stórkostlegt tímabil í fyrra og varð meðal annars fyrsti leikmaðurinn í sögu Superbowl til að skora tvö snertimörk í fyrstu tveimur leikhlutunum og fyrstur til að skora þrjú hlaupasnertimörk. Hann varð fyrstur í sögu NFL til að kasta yfir 300 jarda, hlaupa 70 jarda, og vera með 70 prósent af heppnuðum sendingum og hlaupasnertimark í leik á tímabili, úrslitakeppni eða Superbowl. Umboðsskrifstofan Klutch Sports Group sá um samningsmál Hurts og í teyminu hans eru einungis konur sem þykir mjög óvanalegt. Umboðsmaður hans, Nicole Lynn, varð fyrsta svarta konan í sögu NFL til að semja fyrir hönd leikstjórnanda. NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Sjá meira
Hurts er 24 ára leiksstjórnandi og var valinn númer 53 í nýliðavali NFL árið 2020. Hann sló í gegn á síðustu leiktíð og fær nú útborgað. Samningurinn er til 5 ára eða ársins 2028 og er upp á 255 milljónir Bandaríkjadala en árlega fær hann 51 milljón dollara í laun. Nú þegar er öruggt að hann fái 179 milljónir Bandaríkjadala greidda og er samningurinn þess eðlis að Eagles getur ekki sent hann til annars félags ef illa árar. Hann var valinn annar verðmætasti leikmaðurinn í NFL fyrir tímabilið 2023 á eftir leikstjórnandanum Patrick Mahomes. Þeir mættust einmitt í Super Bowl þar sem Mahomes hafði betur. Óhætt er að segja að Hurts hafi unnið sér inn fyrir laununum því hann hefur sett þó nokkur metin. Hurts átti stórkostlegt tímabil í fyrra og varð meðal annars fyrsti leikmaðurinn í sögu Superbowl til að skora tvö snertimörk í fyrstu tveimur leikhlutunum og fyrstur til að skora þrjú hlaupasnertimörk. Hann varð fyrstur í sögu NFL til að kasta yfir 300 jarda, hlaupa 70 jarda, og vera með 70 prósent af heppnuðum sendingum og hlaupasnertimark í leik á tímabili, úrslitakeppni eða Superbowl. Umboðsskrifstofan Klutch Sports Group sá um samningsmál Hurts og í teyminu hans eru einungis konur sem þykir mjög óvanalegt. Umboðsmaður hans, Nicole Lynn, varð fyrsta svarta konan í sögu NFL til að semja fyrir hönd leikstjórnanda.
NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Sjá meira