Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 1. nóvember 2024 13:45 Opinber umfjöllun um kennarastarfið einkennist þessa dagana mest af sleggjudómum og fáfræði. Svo virðist sem stjórnmálamenn telji það sér til tekna að tala niður störf kennara og fólkið sem gegnir þeim. Verklaust fólk sem gerir kröfu um milljón krónur á mánuði! Kennarar hafa að sjálfsögðu svarað fyrir sig í fjölmiðlum en það er dapurlegt að verða svona rækilega vör við virðingarleysið sem grasserar í garð kennarastéttanna, allt frá leikskóla upp í framhaldsskóla. Eitt af því sem KÍ hefur bent á er krafan um jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins en þá er miðað við sambærileg kjör háskólamenntaðs fólks á almenna vinnumarkaðnum. Sú krafa byggir á samkomulagi um lífeyriskerfi opinberra starfsmanna frá árinu 2016. Það gerðu fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisins, Sambandið fyrir hönd sveitarfélaganna, BSRB, BHM og Kennarasambandið. Með samkomulagi voru lífeyriskjör jöfnuð á milli markaða en ríki og sveitarfélög skuldbundu sig til að jafna launamuninn á milli þessara sömu markaða. Það hefur enn ekki verið gert átta árum síðar. Góð vinkona mín, sem er grunnskólakennari með 35 ára starfsreynslu, deildi launaseðlinum sínum með mér á dögunum. Hún er umsjónarkennari í 1. bekk grunnskóla. Heildarlaun hennar fyrir fulla vinnu eru 758.048 krónur á mánuði. Hvorki meira né minna. Strípað þingfararkaup er 1.459.841 króna á mánuði. Ég leyfi lesendum að leggja mat á það hvor okkar sé verðugri launanna. Sem þingkona og fyrrverandi forystukona bandalags stéttarfélaga geri ég mér fulla grein fyrir því að launahækkanir eru sjaldnast teknar í stórum stökkum en aðilar vinnumarkaðarins og viðsemjendur kennara geta ekki hunsað kröfur kennara um jöfnun launa á milli markaða. Þeim þarf að svara og þær þarf að ræða við samningsborðið. Í þetta sinn búa opinberir starfsmenn meira að segja svo vel að félagar þeirra innan ASÍ sýn kröfunum skilning og stuðning. Það veit á gott, því að aðilar vinnumarkaðarins geta, ef þeir vilja, verið samtaka um að bæta laun og kjör kennara á Íslandi. Höfundur situr á þingi fyrir Samfylkinguna – jafnaðarflokk Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Opinber umfjöllun um kennarastarfið einkennist þessa dagana mest af sleggjudómum og fáfræði. Svo virðist sem stjórnmálamenn telji það sér til tekna að tala niður störf kennara og fólkið sem gegnir þeim. Verklaust fólk sem gerir kröfu um milljón krónur á mánuði! Kennarar hafa að sjálfsögðu svarað fyrir sig í fjölmiðlum en það er dapurlegt að verða svona rækilega vör við virðingarleysið sem grasserar í garð kennarastéttanna, allt frá leikskóla upp í framhaldsskóla. Eitt af því sem KÍ hefur bent á er krafan um jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins en þá er miðað við sambærileg kjör háskólamenntaðs fólks á almenna vinnumarkaðnum. Sú krafa byggir á samkomulagi um lífeyriskerfi opinberra starfsmanna frá árinu 2016. Það gerðu fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisins, Sambandið fyrir hönd sveitarfélaganna, BSRB, BHM og Kennarasambandið. Með samkomulagi voru lífeyriskjör jöfnuð á milli markaða en ríki og sveitarfélög skuldbundu sig til að jafna launamuninn á milli þessara sömu markaða. Það hefur enn ekki verið gert átta árum síðar. Góð vinkona mín, sem er grunnskólakennari með 35 ára starfsreynslu, deildi launaseðlinum sínum með mér á dögunum. Hún er umsjónarkennari í 1. bekk grunnskóla. Heildarlaun hennar fyrir fulla vinnu eru 758.048 krónur á mánuði. Hvorki meira né minna. Strípað þingfararkaup er 1.459.841 króna á mánuði. Ég leyfi lesendum að leggja mat á það hvor okkar sé verðugri launanna. Sem þingkona og fyrrverandi forystukona bandalags stéttarfélaga geri ég mér fulla grein fyrir því að launahækkanir eru sjaldnast teknar í stórum stökkum en aðilar vinnumarkaðarins og viðsemjendur kennara geta ekki hunsað kröfur kennara um jöfnun launa á milli markaða. Þeim þarf að svara og þær þarf að ræða við samningsborðið. Í þetta sinn búa opinberir starfsmenn meira að segja svo vel að félagar þeirra innan ASÍ sýn kröfunum skilning og stuðning. Það veit á gott, því að aðilar vinnumarkaðarins geta, ef þeir vilja, verið samtaka um að bæta laun og kjör kennara á Íslandi. Höfundur situr á þingi fyrir Samfylkinguna – jafnaðarflokk Íslands.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar