Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 1. nóvember 2024 13:45 Opinber umfjöllun um kennarastarfið einkennist þessa dagana mest af sleggjudómum og fáfræði. Svo virðist sem stjórnmálamenn telji það sér til tekna að tala niður störf kennara og fólkið sem gegnir þeim. Verklaust fólk sem gerir kröfu um milljón krónur á mánuði! Kennarar hafa að sjálfsögðu svarað fyrir sig í fjölmiðlum en það er dapurlegt að verða svona rækilega vör við virðingarleysið sem grasserar í garð kennarastéttanna, allt frá leikskóla upp í framhaldsskóla. Eitt af því sem KÍ hefur bent á er krafan um jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins en þá er miðað við sambærileg kjör háskólamenntaðs fólks á almenna vinnumarkaðnum. Sú krafa byggir á samkomulagi um lífeyriskerfi opinberra starfsmanna frá árinu 2016. Það gerðu fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisins, Sambandið fyrir hönd sveitarfélaganna, BSRB, BHM og Kennarasambandið. Með samkomulagi voru lífeyriskjör jöfnuð á milli markaða en ríki og sveitarfélög skuldbundu sig til að jafna launamuninn á milli þessara sömu markaða. Það hefur enn ekki verið gert átta árum síðar. Góð vinkona mín, sem er grunnskólakennari með 35 ára starfsreynslu, deildi launaseðlinum sínum með mér á dögunum. Hún er umsjónarkennari í 1. bekk grunnskóla. Heildarlaun hennar fyrir fulla vinnu eru 758.048 krónur á mánuði. Hvorki meira né minna. Strípað þingfararkaup er 1.459.841 króna á mánuði. Ég leyfi lesendum að leggja mat á það hvor okkar sé verðugri launanna. Sem þingkona og fyrrverandi forystukona bandalags stéttarfélaga geri ég mér fulla grein fyrir því að launahækkanir eru sjaldnast teknar í stórum stökkum en aðilar vinnumarkaðarins og viðsemjendur kennara geta ekki hunsað kröfur kennara um jöfnun launa á milli markaða. Þeim þarf að svara og þær þarf að ræða við samningsborðið. Í þetta sinn búa opinberir starfsmenn meira að segja svo vel að félagar þeirra innan ASÍ sýn kröfunum skilning og stuðning. Það veit á gott, því að aðilar vinnumarkaðarins geta, ef þeir vilja, verið samtaka um að bæta laun og kjör kennara á Íslandi. Höfundur situr á þingi fyrir Samfylkinguna – jafnaðarflokk Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Opinber umfjöllun um kennarastarfið einkennist þessa dagana mest af sleggjudómum og fáfræði. Svo virðist sem stjórnmálamenn telji það sér til tekna að tala niður störf kennara og fólkið sem gegnir þeim. Verklaust fólk sem gerir kröfu um milljón krónur á mánuði! Kennarar hafa að sjálfsögðu svarað fyrir sig í fjölmiðlum en það er dapurlegt að verða svona rækilega vör við virðingarleysið sem grasserar í garð kennarastéttanna, allt frá leikskóla upp í framhaldsskóla. Eitt af því sem KÍ hefur bent á er krafan um jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins en þá er miðað við sambærileg kjör háskólamenntaðs fólks á almenna vinnumarkaðnum. Sú krafa byggir á samkomulagi um lífeyriskerfi opinberra starfsmanna frá árinu 2016. Það gerðu fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisins, Sambandið fyrir hönd sveitarfélaganna, BSRB, BHM og Kennarasambandið. Með samkomulagi voru lífeyriskjör jöfnuð á milli markaða en ríki og sveitarfélög skuldbundu sig til að jafna launamuninn á milli þessara sömu markaða. Það hefur enn ekki verið gert átta árum síðar. Góð vinkona mín, sem er grunnskólakennari með 35 ára starfsreynslu, deildi launaseðlinum sínum með mér á dögunum. Hún er umsjónarkennari í 1. bekk grunnskóla. Heildarlaun hennar fyrir fulla vinnu eru 758.048 krónur á mánuði. Hvorki meira né minna. Strípað þingfararkaup er 1.459.841 króna á mánuði. Ég leyfi lesendum að leggja mat á það hvor okkar sé verðugri launanna. Sem þingkona og fyrrverandi forystukona bandalags stéttarfélaga geri ég mér fulla grein fyrir því að launahækkanir eru sjaldnast teknar í stórum stökkum en aðilar vinnumarkaðarins og viðsemjendur kennara geta ekki hunsað kröfur kennara um jöfnun launa á milli markaða. Þeim þarf að svara og þær þarf að ræða við samningsborðið. Í þetta sinn búa opinberir starfsmenn meira að segja svo vel að félagar þeirra innan ASÍ sýn kröfunum skilning og stuðning. Það veit á gott, því að aðilar vinnumarkaðarins geta, ef þeir vilja, verið samtaka um að bæta laun og kjör kennara á Íslandi. Höfundur situr á þingi fyrir Samfylkinguna – jafnaðarflokk Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar