Samfylkingin

Fréttamynd

Borgar­stjórinn segist heita Heiða

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, virðist ekki hafa tekið það stólpagrín sem gert var að henni í áramótaskaupinu inn á sig en hún svaraði því í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn í 35 prósentum

Fylgi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn jókst um tvö prósentustig milli mánaða og nemur nú 35 prósentum í könnun Gallup frá því í desember. Samfylkingin tapar þremur prósentustigum. Sjálfstæðismenn gætu myndað borgarstjórnarmeirihluta með Viðreisn og Miðflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fengið um 34 prósenta kosningu frá því eftir hrun.

Innlent
Fréttamynd

Spunaleikari vill annað sæti Sam­fylkingarinnar í borginni

Samskiptasérfræðingurinn og spunaleikarinn Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir gefur kost á sér í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún er formaður kvennahreyfingar flokksins og langar að leysa leikskólamálin í „eitt skipti fyrir öll.“

Innlent
Fréttamynd

Enginn for­maður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðana­bræðra

Áramótaskaupið 2025 vakti mikla lukku landsmanna en þar kenndi ýmissa grasa. Vísir hefur tínt til ýmsa forvitnilega mola sem vöktu athygli, svo sem sögulega fjarveru formanns Sjálfstæðisflokksins, skemmtilegar tengingar höfunda Skaupsins við viðföng þess og meint samsæri Rúv, Samfylkingar og Kaffi Vest gegn sitjandi borgarstjóra.

Menning
Fréttamynd

Þurfi að sann­færa flokkinn

Allt stefnir í harðan oddvitalag hjá bæði Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki að mati stjórnmálafræðings fyrir komandi kosningar. Ef Pétur Marteinsson sigri verði Samfylkingin meira til hægri. Líklegt sé að Guðlaugur Þór Þórðarsson fari fram. Framboð Viðreisnar og Miðflokksins séu enn óskrifað blað

Innlent
Fréttamynd

Vinum hans ekki litist á blikuna

„Bæði vinir mínir og ég sjálfur, aðallega vinir mínir, voru í pólitíkinni. Ég var beðinn um að vera á lista á sínum tíma 2009, sem ég gerði 2009 strax eftir hrun og held að ég hafi verið í Reykjavík norður. Ég man ekki alveg hvort það var norður eða suður.“

Innlent
Fréttamynd

Pétur verið lengur en hún í stjórn­málum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir það ekki endilega hafa komið sér á óvart að Pétur Marteinsson bjóði sig fram á móti henni í ljósi umræðunnar síðustu daga um hugsanlegt framboð hans. Hún fagni öllum sem vilji taka þátt í baráttunni fyrir jöfnuði og betri borg.

Innlent
Fréttamynd

Hitnar undir feldi Péturs

Pétur Marteinsson, veitingamaður og fyrrverandi knattspyrnukempa, hefur fram á laugardag til að tilkynna hugsanlegt framboð gegn Heiðu Björg Hilmisdóttur, sitjandi borgarstjóra Reykjavíkur, en hann hefur verið orðaður við slíkt framboð. Hann sást í viðtali við Ríkissjónvarpið fyrr í dag en hann hefur ekkert tjáð sig um málið við aðra miðla.

Innlent
Fréttamynd

Borg á heims­mæli­kvarða!

Við búum í frábærri borg. Hér er gott og fjölbreytt skóla- og frístundastarf, velferðarþjónusta sem er aðdráttarafl fyrir fólk úr öðrum sveitarfélögum, húsnæðisuppbygging er í sögulegu hámarki sem og uppbygging nýrra leikskóla.

Skoðun
Fréttamynd

Hin­segin

Íslendingar hafa lengi mótað sjálfsmynd sína út frá þeirri hugsjón að mannréttindi séu ófrávíkjanlegur grunnur réttarríkis. Sú hugsjón er þó ekki sjálfgefin heldur krefst hún stöðugrar vinnu og ábyrgðar, sérstaklega á tímum þar sem öfl sem vilja skipta fólki upp og útiloka eru að sækja í sig veðrið.

Skoðun
Fréttamynd

Leið­togi

Ég þekki Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra ekki persónulega. Hef aldrei hitt hana og þekki ekki til bakgrunns hennar né hæfileika umfram það sem blasir við mér sem almennum borgara. 

Skoðun
Fréttamynd

Sögu­legt ár í borginni

Árið hefur verið viðburðaríkt í borginni en það byrjaði með miklum pólitískum jarðskjálftum í lok janúar og svo sprengingu þegar oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í fyrstu viku febrúar.

Skoðun
Fréttamynd

Mark­miðin sem skipta máli

Áramótin eru að mínu mati einn besti tími ársins. Nýtt upphaf, tækifæri til að fara yfir markmiðin sín og gildi og leggja grunninn að nýjum sigrum á nýju ári. Það sem skiptir mig mestu máli í lífinu er að skapa aðstæður fyrir börnin mín þrjú til að blómstra og ná árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Krist­rún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist hafa rætt við Pétur Marteinsson, athafnamann og fyrrverandi knattspyrnumann, um hugsanlegt framboð fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Hann hefur verið orðaður við oddvitasæti. Kristrún segist hafa rætt við fleiri sem íhuga framboð fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Eftir­minni­legasta augna­blikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“

Það líður varla mánuður án þess að fólk nálgist Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi leiðtoga Jafnaðarmanna, og rifji upp með honum bráðfyndið augnablik í Kryddsíldinni árið 2002 þegar þeim Össuri og Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, lenti saman og ásakanir um að vera dóni gengu á víxl við mikla kátínu hinna við háborðið.

Innlent
Fréttamynd

Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera

Við í Samfylkingu settum fram raunhæft plan í velferðarmálum fyrir Alþingiskosningarnar 2024. Nú vinnum við skipulega samkvæmt þessu plani undir verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í þéttu samstarfi við okkar góðu samstarfsflokka.

Skoðun
Fréttamynd

Fylgi stjórnar­flokkanna dalar

Miðflokkurinn mælist með tæplega 22 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en hann bætir rúmum tveimur prósentustigum við sig milli mánaða. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna fellur um fjögur prósentustig frá síðasta þjóðarpúlsi og mælist nú 47 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Bæta við allt að 200 í­búðum og mat­höll í Spöngina

Gert er ráð fyrir að við uppbyggingu í Spönginni verði um 200 íbúðum bætt við á tveimur reitum, nýrri mathöll komið fyrir og hverfistorgi þar sem hægt verður að halda viðburði. Bæta á aðgengi hjólandi og gangandi á svæðinu og samræma útlit og bæta við gróðri til að tryggja skjól. Byggja á ofan á þau hús sem eru þegar á staðnum og færa verslun sem er um hæð, miðað við tillögu Arkís arkitekta.

Innlent