Hagnaður í fyrsta sinn í fimm ár Árni Sæberg skrifar 5. september 2024 13:56 Einar Þorsteinsson borgarstjóri er ánægður með hagnaðinn. Vísir/Sigurjón Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar miðað við fyrstu sex mánuði ársins er jákvæð í fyrsta sinn frá árinu 2019, eða um 196 milljónir króna, sem er 1,1 milljarði króna betri niðurstaða en á sama tímabili 2023. Rekstrarniðurstaða samstæðu borgarinnar er sömuleiðis jákvæð um 406 milljónir króna, 7,1 milljarði króna betri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Reykjavíkurborgar, sem lagður var fyrir borgarráð í dag. „Þessi niðurstaða sýnir að þær aðhaldsaðgerðir sem við höfum ráðist í eru að skila miklum árangri. Ný umgjörð um ráðningar virkar og fjöldi stöðugilda stendur í stað þrátt fyrir aukna þjónustu og fjölgun íbúa. Ég er þakklátur öflugri liðsheild starfsmanna borgarinnar sem vinnur samhent að því að snúa við rekstri borgarinnar,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóri í fréttatilkynningu um uppgjörið. Tekjur jukust um tólf milljarða Þar segir að tekjur A- og B-hluta á tímabilinu hafi numið 133,7 milljörðum króna og hafi hækkað um tólf milljarða samanborið við sama tímabil árið 2023 eða um 9,9 prósent. Þar af hafi skatttekjur og tekjur frá Jöfnunarsjóði hækkað um 6,7 milljarða króna eða um 9,9 prósent, þar af hafi 0,23 prósent útsvarshækkun í ársbyrjun skilað 982 milljónum króna. Hækkun staðgreiðslu á milli ára hafi numið 6,7 prósent ef ofangreind útsvarshækkun er undanskilin. Aðrar tekjur hafi hækkað um 5,1 milljarð sem að hluta megi rekja til tekna Orkuveitu Reykjavíkur sem hafi aukist um 2,8 milljarða króna eða 9,3 prósent. Þau áhrif megi að hluta rekja til innkomu burðarnets Sýnar í rekstur Ljósleiðarans. Fjármagnsgjöld lækkuðu verulega Veltufé frá rekstri í hlutfalli af tekjum hafi verið 15,6 prósetn og hækkað um 2,1 prósentustig miðað við sama tímabil 2023 og hækki nú annað árið í röð. Fjármagnsgjöld hafi numið fimmtán milljörðum króna, sem hafi verið 3,6 milljörðum lægra en á fyrri hluta síðasta árs. Þar muni mestu um að álafleiðan hafi verið 566 milljóna króna tekjufærsla í ár en 2,6 milljarða króna gjaldfærsla í fyrra. Aukningu í tekjuskatti megi að mestu rekja til betri afkomu Orkuveitunnar en á sama tímabili 2023. Verðbólga tímabilsins hafi verið 3,6 prósent en í fjárhagsáætlun hafi verið áætlað að verðbólga yrði 2,8 prósent. Álverð hafi hækkað um 6 prósent frá ársbyrjun til loka júní. Mikilvægur áfangi í stappi við ríkið Í tilkynningu segir að rekstrarniðurstaða A-hluta, sem er sá hluti rekstrar sem fjármagnaður er með skatttekjum, hafi verið jákvæð um 196 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) hafi verið jákvæð um 5,9 milljarða króna, sem sé um 1,8 milljarði betri niðurstaða en fyrir ári síðan. Rekstrartekjur hafi verið 1,3 milljörðum króna yfir áætlun, sem megi einkum rekja til þess að eftirá álagt útsvar hafi verið hærra en áætlað var. Staðgreiðsla útsvars hafi hins vegar verið undir áætlun ásamt sölu eigna á tímabilinu. Í desember 2023 hafi annar áfangi náðst í samkomulagi við ríkið um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið hafi falið í sér tilfærslu skatttekna frá ríkinu til sveitarfélaga um 0,23 prósent frá og með árinu 2024. Rekja megi tæplega milljarð króna hækkun staðgreiðsluútsvars milli ára til þeirrar breytingar. Fyrsta samkomulagið hafi verið gert í desember 2022 og falið í sér tilflutning skatttekna á 0,22 prósent af útsvarsstofni frá og með árinu 2023. Sé horft til hækkunar útsvars frá upphafi árs 2023 hafi prósentuhækkun beggja ára skilað tæplega 2 milljörðum króna hærra útsvari fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Þrátt fyrir samkomulagið glími sveitarfélög enn við mikla vanfjármögnun vegna málaflokks fatlaðs fólks og það sé eitt af megináherslum Reykjavíkurborgar í gildandi fjármálastefnu að leiðrétta fjármögnun hans. Launakostnaður hundruðum milljóna yfir áætlun Laun og launatengd gjöld hafi verið 790 milljónum yfir fjárheimildum. Helstu frávik megi rekja til afleysinga vegna veikinda og aukinnar mönnunar vegna stuðningsþarfa barna, einnig skýrist frávik af álagi í búsetukjörnum fatlaðs fólks. Meðalfjölda stöðugilda standi í stað miðað við sama tímabil í fyrra og nú starfi 8.654 hjá Reykjavíkurborg. Eftirlit og aðhald með ráðningum þar sem áhersla hafi verið á að framlínuþjónusta yrði ekki skert hafi skilað árangri. Annar rekstrarkostnaður hafi verið rúmlega 1.600 milljónum umfram fjárheimildir, en tekjur komi á móti hluta þessa kostnaðar. Helstu frávik sé meðal annars að finna í hráefniskostnaði mötuneyta á skóla- og frístundasviði, sem hafi verið um 200 milljónum yfir fjárheimildum. Á velferðarsviði megi rekja frávik meðal annars til vistgreiðslna vegna barna á vegum Barnaverndar Reykjavíkur, sem hafi verið 757 milljónum yfir fjárheimildum. Rekstur hins opinbera Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Afkoma borgarinnar versnar um níu milljarða króna milli ára Afkoma samstæðu Reykjavíkurborgar var neikvæð um 3,4 milljarða króna í fyrra samanborið við sex milljarða króna hagnað árið 2022. Afkoma A-hluta batnar þó um tæplega ellefu milljarða á milli ára. 2. maí 2024 14:47 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi Reykjavíkurborgar, sem lagður var fyrir borgarráð í dag. „Þessi niðurstaða sýnir að þær aðhaldsaðgerðir sem við höfum ráðist í eru að skila miklum árangri. Ný umgjörð um ráðningar virkar og fjöldi stöðugilda stendur í stað þrátt fyrir aukna þjónustu og fjölgun íbúa. Ég er þakklátur öflugri liðsheild starfsmanna borgarinnar sem vinnur samhent að því að snúa við rekstri borgarinnar,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóri í fréttatilkynningu um uppgjörið. Tekjur jukust um tólf milljarða Þar segir að tekjur A- og B-hluta á tímabilinu hafi numið 133,7 milljörðum króna og hafi hækkað um tólf milljarða samanborið við sama tímabil árið 2023 eða um 9,9 prósent. Þar af hafi skatttekjur og tekjur frá Jöfnunarsjóði hækkað um 6,7 milljarða króna eða um 9,9 prósent, þar af hafi 0,23 prósent útsvarshækkun í ársbyrjun skilað 982 milljónum króna. Hækkun staðgreiðslu á milli ára hafi numið 6,7 prósent ef ofangreind útsvarshækkun er undanskilin. Aðrar tekjur hafi hækkað um 5,1 milljarð sem að hluta megi rekja til tekna Orkuveitu Reykjavíkur sem hafi aukist um 2,8 milljarða króna eða 9,3 prósent. Þau áhrif megi að hluta rekja til innkomu burðarnets Sýnar í rekstur Ljósleiðarans. Fjármagnsgjöld lækkuðu verulega Veltufé frá rekstri í hlutfalli af tekjum hafi verið 15,6 prósetn og hækkað um 2,1 prósentustig miðað við sama tímabil 2023 og hækki nú annað árið í röð. Fjármagnsgjöld hafi numið fimmtán milljörðum króna, sem hafi verið 3,6 milljörðum lægra en á fyrri hluta síðasta árs. Þar muni mestu um að álafleiðan hafi verið 566 milljóna króna tekjufærsla í ár en 2,6 milljarða króna gjaldfærsla í fyrra. Aukningu í tekjuskatti megi að mestu rekja til betri afkomu Orkuveitunnar en á sama tímabili 2023. Verðbólga tímabilsins hafi verið 3,6 prósent en í fjárhagsáætlun hafi verið áætlað að verðbólga yrði 2,8 prósent. Álverð hafi hækkað um 6 prósent frá ársbyrjun til loka júní. Mikilvægur áfangi í stappi við ríkið Í tilkynningu segir að rekstrarniðurstaða A-hluta, sem er sá hluti rekstrar sem fjármagnaður er með skatttekjum, hafi verið jákvæð um 196 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) hafi verið jákvæð um 5,9 milljarða króna, sem sé um 1,8 milljarði betri niðurstaða en fyrir ári síðan. Rekstrartekjur hafi verið 1,3 milljörðum króna yfir áætlun, sem megi einkum rekja til þess að eftirá álagt útsvar hafi verið hærra en áætlað var. Staðgreiðsla útsvars hafi hins vegar verið undir áætlun ásamt sölu eigna á tímabilinu. Í desember 2023 hafi annar áfangi náðst í samkomulagi við ríkið um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið hafi falið í sér tilfærslu skatttekna frá ríkinu til sveitarfélaga um 0,23 prósent frá og með árinu 2024. Rekja megi tæplega milljarð króna hækkun staðgreiðsluútsvars milli ára til þeirrar breytingar. Fyrsta samkomulagið hafi verið gert í desember 2022 og falið í sér tilflutning skatttekna á 0,22 prósent af útsvarsstofni frá og með árinu 2023. Sé horft til hækkunar útsvars frá upphafi árs 2023 hafi prósentuhækkun beggja ára skilað tæplega 2 milljörðum króna hærra útsvari fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Þrátt fyrir samkomulagið glími sveitarfélög enn við mikla vanfjármögnun vegna málaflokks fatlaðs fólks og það sé eitt af megináherslum Reykjavíkurborgar í gildandi fjármálastefnu að leiðrétta fjármögnun hans. Launakostnaður hundruðum milljóna yfir áætlun Laun og launatengd gjöld hafi verið 790 milljónum yfir fjárheimildum. Helstu frávik megi rekja til afleysinga vegna veikinda og aukinnar mönnunar vegna stuðningsþarfa barna, einnig skýrist frávik af álagi í búsetukjörnum fatlaðs fólks. Meðalfjölda stöðugilda standi í stað miðað við sama tímabil í fyrra og nú starfi 8.654 hjá Reykjavíkurborg. Eftirlit og aðhald með ráðningum þar sem áhersla hafi verið á að framlínuþjónusta yrði ekki skert hafi skilað árangri. Annar rekstrarkostnaður hafi verið rúmlega 1.600 milljónum umfram fjárheimildir, en tekjur komi á móti hluta þessa kostnaðar. Helstu frávik sé meðal annars að finna í hráefniskostnaði mötuneyta á skóla- og frístundasviði, sem hafi verið um 200 milljónum yfir fjárheimildum. Á velferðarsviði megi rekja frávik meðal annars til vistgreiðslna vegna barna á vegum Barnaverndar Reykjavíkur, sem hafi verið 757 milljónum yfir fjárheimildum.
Rekstur hins opinbera Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Afkoma borgarinnar versnar um níu milljarða króna milli ára Afkoma samstæðu Reykjavíkurborgar var neikvæð um 3,4 milljarða króna í fyrra samanborið við sex milljarða króna hagnað árið 2022. Afkoma A-hluta batnar þó um tæplega ellefu milljarða á milli ára. 2. maí 2024 14:47 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Afkoma borgarinnar versnar um níu milljarða króna milli ára Afkoma samstæðu Reykjavíkurborgar var neikvæð um 3,4 milljarða króna í fyrra samanborið við sex milljarða króna hagnað árið 2022. Afkoma A-hluta batnar þó um tæplega ellefu milljarða á milli ára. 2. maí 2024 14:47