Lýðheilsulög? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar 22. september 2023 08:31 Í Noregi eru lýðheilsulög, fallegasti lagabálkur sem ég hef lesið. Þau tóku gildi fyrir tæpum 11 árum eftir nokkura ára undirbúning og í fyrradag var ég á ráðstefnu þar sem fólk sem vinnur við að framkvæma lögin, á öllum stjórnsýslustigum, ræddi hvað mætti betur fara í lögunum þar sem núverandi ríkisstjórn vill upfæra og bæta lögin. Markmið laganna er að draga úr félagslegum ójöfnuði í heilsu, sem lýsir því veraldlega mynstri að þeir sem búa við verri félags-og efnahegslega stöðu, búa við verri heilsu. Lögin skylda öll stjórnýslustig til að vinna þverfaglega saman að því að draga úr þessum ójöfnuði með því að bæta félagslegar undirstöður heilsu , þ.e.a.s. mál eins og húsnæði, fjárhag, félagsmál, málefni barna o.s.fv. Að þessu eiga þau að vinna með almennum aðgerðum sem ná til allra í blandi við sértækari aðgerðir fyrir viðkvæma hópa. Ég vek athygli á því að lögin felast ekki í því að setja alla ábyrgðina á heilbrigðiskerfið eða fræðslu þar sem það er vitað mál að þekking breytir ekki hegðun. Heilsa verður heldur ekki til í heilbrigðiskerfinu heldur í samfélaginu sem að við lifum og störfum í. Heilbrigðiskerfið getur þó vissulega verið með margvisslega þjónustu í forvarnarskyni líkt og meðgöngu- og ungbarnaeftirlit eða gripið snemma inn í áður en heilsa einhvers versnar meira. Þá eru lögin tengd við byggingar- og skipulagslög, því skipulagsmál eru lýðheilsumál. Allt frá því hvaða kröfur við gerum til húsabygginga, hvort að það komi nokkuð mygla innan örfárra ára frá byggingu, hvort að vegalengdir séu þannig að hægt sé að ganga eða hjóla á milli staða, hvort að göngu og hjólastígar séu byggðir og séu öryggir eða hvort loftmengun sé mikil. Í rannsóknum sem hafa verið gerðar á innleiðingu laganna kemur fram mikil ánægja með lögin og þær breytingar sem þær hafa haft í för með sér. Þau hafa fært fókus fólks frá því að heilsa sé einungis einkamál og á ábyrgð einstaklingsins eins. Þau hafa aukið þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum og fylkjum og aukið skilning fólks á því hvað það er margt sem spilar inn í heilsu fólks. Flest norsk sveitarfélög eru til að mynda með lýðheilsufulltrúa til þess að vinna að þessum málum í samvinnu við önnur svið sveitarfélagsins. En það hafa líka verið allskonar áskoranir, eins og erfiðleikar í að virkja þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum hjá starfsfólki sem er ekki með skilgreinda starfslýsingu í lýðheilsumálum, hlutverk ríkisstofnanna hafa ekki verið nógu skýr og fjármögnun á allskonar þjónustu og verkefnum hefur líka verið áskorun. Þá sýna þær líka að staðsetning lýðheilsufulltrúans í stjórnsýslunni skiptir máli. Þessar áskoranir voru m.a. ræddar á ráðstefnunni. Ég á mér þá ósk að stjórnmál okkar Íslendinga fari að snúa sér í átt að Norðmönnum sem eru hvað fremstir í þessum málum á heimsvísu. Að við aukum áherslu á það að skapa samfélag þar sem heilsa þrífst, því tölur, þá sérstaklega um geðheilsu okkar og lyfjanotkun, sýna að við þurfum á því að halda. Í könnun sem gerð var fyrir forsætisráðuneytið þar sem Íslendingar voru spurðir um hvað þeim þætti mikilvægast í sínu lífi og fyrir hönd samfélagsins, var efsta svarið í báðum tilfellum heilsa. Það ætti því að ríkja nokkur sátt um það að skapa samfélag þar sem heilsa allra þrífst. Jöfnuður er nefnilega lýðheilsumál. Norsk heilsupólitík er á margan hátt til fyrirmyndar og hún er það fyrst og fremst vegna þess að hún er byggð á vísindum. Eitthvað sem ég sakna í umræðu stjórnmálamanna í áfengismálum. Höfundur er meistaranemi í heilsueflingu og heilsusálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í Noregi eru lýðheilsulög, fallegasti lagabálkur sem ég hef lesið. Þau tóku gildi fyrir tæpum 11 árum eftir nokkura ára undirbúning og í fyrradag var ég á ráðstefnu þar sem fólk sem vinnur við að framkvæma lögin, á öllum stjórnsýslustigum, ræddi hvað mætti betur fara í lögunum þar sem núverandi ríkisstjórn vill upfæra og bæta lögin. Markmið laganna er að draga úr félagslegum ójöfnuði í heilsu, sem lýsir því veraldlega mynstri að þeir sem búa við verri félags-og efnahegslega stöðu, búa við verri heilsu. Lögin skylda öll stjórnýslustig til að vinna þverfaglega saman að því að draga úr þessum ójöfnuði með því að bæta félagslegar undirstöður heilsu , þ.e.a.s. mál eins og húsnæði, fjárhag, félagsmál, málefni barna o.s.fv. Að þessu eiga þau að vinna með almennum aðgerðum sem ná til allra í blandi við sértækari aðgerðir fyrir viðkvæma hópa. Ég vek athygli á því að lögin felast ekki í því að setja alla ábyrgðina á heilbrigðiskerfið eða fræðslu þar sem það er vitað mál að þekking breytir ekki hegðun. Heilsa verður heldur ekki til í heilbrigðiskerfinu heldur í samfélaginu sem að við lifum og störfum í. Heilbrigðiskerfið getur þó vissulega verið með margvisslega þjónustu í forvarnarskyni líkt og meðgöngu- og ungbarnaeftirlit eða gripið snemma inn í áður en heilsa einhvers versnar meira. Þá eru lögin tengd við byggingar- og skipulagslög, því skipulagsmál eru lýðheilsumál. Allt frá því hvaða kröfur við gerum til húsabygginga, hvort að það komi nokkuð mygla innan örfárra ára frá byggingu, hvort að vegalengdir séu þannig að hægt sé að ganga eða hjóla á milli staða, hvort að göngu og hjólastígar séu byggðir og séu öryggir eða hvort loftmengun sé mikil. Í rannsóknum sem hafa verið gerðar á innleiðingu laganna kemur fram mikil ánægja með lögin og þær breytingar sem þær hafa haft í för með sér. Þau hafa fært fókus fólks frá því að heilsa sé einungis einkamál og á ábyrgð einstaklingsins eins. Þau hafa aukið þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum og fylkjum og aukið skilning fólks á því hvað það er margt sem spilar inn í heilsu fólks. Flest norsk sveitarfélög eru til að mynda með lýðheilsufulltrúa til þess að vinna að þessum málum í samvinnu við önnur svið sveitarfélagsins. En það hafa líka verið allskonar áskoranir, eins og erfiðleikar í að virkja þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum hjá starfsfólki sem er ekki með skilgreinda starfslýsingu í lýðheilsumálum, hlutverk ríkisstofnanna hafa ekki verið nógu skýr og fjármögnun á allskonar þjónustu og verkefnum hefur líka verið áskorun. Þá sýna þær líka að staðsetning lýðheilsufulltrúans í stjórnsýslunni skiptir máli. Þessar áskoranir voru m.a. ræddar á ráðstefnunni. Ég á mér þá ósk að stjórnmál okkar Íslendinga fari að snúa sér í átt að Norðmönnum sem eru hvað fremstir í þessum málum á heimsvísu. Að við aukum áherslu á það að skapa samfélag þar sem heilsa þrífst, því tölur, þá sérstaklega um geðheilsu okkar og lyfjanotkun, sýna að við þurfum á því að halda. Í könnun sem gerð var fyrir forsætisráðuneytið þar sem Íslendingar voru spurðir um hvað þeim þætti mikilvægast í sínu lífi og fyrir hönd samfélagsins, var efsta svarið í báðum tilfellum heilsa. Það ætti því að ríkja nokkur sátt um það að skapa samfélag þar sem heilsa allra þrífst. Jöfnuður er nefnilega lýðheilsumál. Norsk heilsupólitík er á margan hátt til fyrirmyndar og hún er það fyrst og fremst vegna þess að hún er byggð á vísindum. Eitthvað sem ég sakna í umræðu stjórnmálamanna í áfengismálum. Höfundur er meistaranemi í heilsueflingu og heilsusálfræði.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar