Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 15:30 Fyrr í haust kom inn á Samráðsgátt stjórnvalda samantekt um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Málið fór ekki hátt enda „aðeins“ um samantekt að ræða. Ekki voru send út boð um þátttöku í samráðinu og voru umsagnir við málið aðeins 10 talsins. Dalabyggð rýndi samantektina og skilaði umsögn vegna málsins sem taldi sjö blaðsíður. Í umsögn Dalabyggðar er m.a. fjallað um áhættugreiningar, áburð, innflutning, styrki, alþjóðaviðskipti, eldsneyti, fyrirbyggjandi aðgerðir, flokkun landbúnaðarlands, framleiðslu mismunandi búgreina, kornrækt, birgðahald, samgöngur, raforku, matvælaverð, matvælaframboð, loftslagsmál og fleira. Enda af nægu að taka. Það er í framhaldinu eðlilegt að velta fyrir sér hvað eigi að gera með slíkt mál, sem ekki er talin þörf á að senda á hagaðila til þátttöku í umsagnarferli. Nú birtist í dag, tveimur mánuðum eftir að umsagnarferli lauk, á vefsíðu Stjórnarráðsins tilkynning um málþing undir yfirskriftinni: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Sem fyrrum bóndi og starfsmaður bænda, búfræðingur, áhugamanneskja um landbúnað og í dag staðgengill sveitarstjóra í sveitarfélagi sem byggir á landbúnaði rýndi ég að sjálfsögðu dagskránna. Meðal annars til að sjá hvaða fulltrúi bændastéttarinnar væri þátttakandi í dagskránni. Svarið er: Enginn. Í pallborðum, verður samkvæmt dagskránni, varpað fram tveimur spurningum. Sú fyrri: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? og sú seinni: Er nauðsynleg seigla samfélagsins til staðar? Með fullri virðingu fyrir vel gefnu og meinandi fólki sem mun flytja erindi og taka þátt í pallborðum á þessu málþingi, þá er að mínu mati galið að ekki sé fenginn aðili til að vera málsvari þeirrar stéttar sem mun þurfa að bregðast hvað mest við tillögum og aðgerðum sem að þessu málefni snúa hérna innan lands. Það ber enginn ábyrgð á að gefa okkur að borða. Samt eigum við heila starfsstétt sem vinnur að því allt árið um kring, 365 daga ársins, að geta framleitt mat fyrir okkur. Nú á að halda tveggja klukkustunda málþing um fæðuöryggi landsins og þar eru m.a. fulltrúar samtaka iðnaðar, verslunar, ráðuneyta og háskóla við borðið en enginn frá bændum. Þegar þinga á um málefni sem stendur svo nærri bændum, út frá skýrslum sem fjalla um starfsumhverfi þeirra að stórum hluta, hljóta fleiri að velta fyrir sér hver sé ástæða fjarveru bænda á slíkum viðburði. Því hefur verið fleygt að atvinnuvegaráðherra sé enn að koma sér fyrir í ráðuneytinu. Samt sem áður hlýtur hún að geta nálgast tengiliðaupplýsingar Bændasamtaka Íslands, eða svo skyldi maður ætla. Höfundur er staðgengill sveitarstjóra hjá Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Fyrr í haust kom inn á Samráðsgátt stjórnvalda samantekt um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Málið fór ekki hátt enda „aðeins“ um samantekt að ræða. Ekki voru send út boð um þátttöku í samráðinu og voru umsagnir við málið aðeins 10 talsins. Dalabyggð rýndi samantektina og skilaði umsögn vegna málsins sem taldi sjö blaðsíður. Í umsögn Dalabyggðar er m.a. fjallað um áhættugreiningar, áburð, innflutning, styrki, alþjóðaviðskipti, eldsneyti, fyrirbyggjandi aðgerðir, flokkun landbúnaðarlands, framleiðslu mismunandi búgreina, kornrækt, birgðahald, samgöngur, raforku, matvælaverð, matvælaframboð, loftslagsmál og fleira. Enda af nægu að taka. Það er í framhaldinu eðlilegt að velta fyrir sér hvað eigi að gera með slíkt mál, sem ekki er talin þörf á að senda á hagaðila til þátttöku í umsagnarferli. Nú birtist í dag, tveimur mánuðum eftir að umsagnarferli lauk, á vefsíðu Stjórnarráðsins tilkynning um málþing undir yfirskriftinni: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Sem fyrrum bóndi og starfsmaður bænda, búfræðingur, áhugamanneskja um landbúnað og í dag staðgengill sveitarstjóra í sveitarfélagi sem byggir á landbúnaði rýndi ég að sjálfsögðu dagskránna. Meðal annars til að sjá hvaða fulltrúi bændastéttarinnar væri þátttakandi í dagskránni. Svarið er: Enginn. Í pallborðum, verður samkvæmt dagskránni, varpað fram tveimur spurningum. Sú fyrri: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? og sú seinni: Er nauðsynleg seigla samfélagsins til staðar? Með fullri virðingu fyrir vel gefnu og meinandi fólki sem mun flytja erindi og taka þátt í pallborðum á þessu málþingi, þá er að mínu mati galið að ekki sé fenginn aðili til að vera málsvari þeirrar stéttar sem mun þurfa að bregðast hvað mest við tillögum og aðgerðum sem að þessu málefni snúa hérna innan lands. Það ber enginn ábyrgð á að gefa okkur að borða. Samt eigum við heila starfsstétt sem vinnur að því allt árið um kring, 365 daga ársins, að geta framleitt mat fyrir okkur. Nú á að halda tveggja klukkustunda málþing um fæðuöryggi landsins og þar eru m.a. fulltrúar samtaka iðnaðar, verslunar, ráðuneyta og háskóla við borðið en enginn frá bændum. Þegar þinga á um málefni sem stendur svo nærri bændum, út frá skýrslum sem fjalla um starfsumhverfi þeirra að stórum hluta, hljóta fleiri að velta fyrir sér hver sé ástæða fjarveru bænda á slíkum viðburði. Því hefur verið fleygt að atvinnuvegaráðherra sé enn að koma sér fyrir í ráðuneytinu. Samt sem áður hlýtur hún að geta nálgast tengiliðaupplýsingar Bændasamtaka Íslands, eða svo skyldi maður ætla. Höfundur er staðgengill sveitarstjóra hjá Dalabyggð.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun