Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson skrifar 13. október 2016 12:31 Þjóðremba er ekki nýtt fyrirbæri fyrir okkur Íslendingum, miklu víkingunum í norðri með sterkustu mennina, fallegustu konurnar og mesta efnahagsvitið. Þjóðernishyggja náði samt ekki raunverulegri fótfestu hér fyrr en fyrir stuttu. Þó þjóðernispopúlismi hafi lifað ágætu lífi í Framsóknarflokknum um nokkura ára skeið og þjóðernisíhald hafi átt í örugg hús að venda hjá Sjálfstæðisflokknum þá virðist það ekki nægja sumum lengur. Þjóðernispopúlistar, lesist; rasistar, hafa tekið sig til og stofnað sinn eigin flokk, Íslensku Þjóðfylkinguna, til þess að vernda íslenska menningu og hið göfuga íslenska þjóðarsjálf fyrir vondu útlendingunum. Mér þykir mjög vænt um íslenska menningu. Hún er hinsvegar sterkari en svo að hún þurfi á einhverri sérstakri vernda að halda. Hún lifir stórgóðu lífi og er langt frá því að vera í útrýmingarhættu. Innflytjendur og aðrir áhrifavaldar utan úr heimi gera lítið annað en að auðga íslenska menningu, gera hana fjölbreyttari og skemmtilegri. Eðli menningar er slíkt að sé hún heilbrigð og lifi hún góðu lífi þá er ósköp eðlilegt að hún þróist og taki breytingum. Stöðnuð menning er óheilbrigð og leiðinleg, og því líklegra að hún deyji út. Ef litið er á skoðanasystkin fólksins í Þjóðfylkingunni, þjóðernispopúlista víðsvegar um Evrópu s.s. Svíðþjóðardemókratana, Danske Folkepartiet, Sanna Finna, Front National í Frakklandi eða breska Sjálfstæðisflokkinn, má sjá gegnumgangandi tal um þjóðarsjálfið. Einhverskonar þjóðleg gildi eða persónueinkenni sem allir af tiltekinni þjóð eiga sameiginleg. Þjóðremburúnk af verstu sort. Þessi hugmynd um þjóðarsjálfið er vægast sagt orðinn þreytt og raunveruleikinn er allt annar. Manneskjur eru jafn misjafnar og þær eru margar. Hver og ein manneskja er einstök með eigin persónuleika og persónueinkenni. Sjálf hverrar einustu manneskju er talsvert margbrotnara en svo að hægt sé að skilgreina það eftir þjóðerni. Í Breiðholti er ég úr Miðbænum, í Hafnarfirði er ég frá Reykjavík, á Akyreyri er ég af höfuðborgarsvæðinu, í Berlín er ég frá Íslandi, í Bandaríkjunum frá Evrópu og í Lagos er ég hvítur vesturlandabúi. Þetta hefur allt áhrif á mitt sjálf en þetta er ekki tæmandi, allt sem ég hef lent í á lífsleiðinni hefur haft áhrif. Þetta margbreytilega sjálf hverrar manneskju er fjarsjóðskista, þetta þurra og einstrengingslega þjóðarsjálf sem þjóðernispopúlistum er tíðrætt um er hinsvegar spennitreyja. Að setja heila þjóð í eitt mengi með þessum hætti er móðgun við hvern einasta einstakling sem telst til þeirrar þjóðar. Látum ekki Nigel Farage, Marine le Pen eða Gústaf Níelsson segja okkur hver við erum. Verum skapandi, tökum sjálfstæðar ákvarðanir og verum við sjálf. Höfundur skipar 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Starri Reynisson Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðremba er ekki nýtt fyrirbæri fyrir okkur Íslendingum, miklu víkingunum í norðri með sterkustu mennina, fallegustu konurnar og mesta efnahagsvitið. Þjóðernishyggja náði samt ekki raunverulegri fótfestu hér fyrr en fyrir stuttu. Þó þjóðernispopúlismi hafi lifað ágætu lífi í Framsóknarflokknum um nokkura ára skeið og þjóðernisíhald hafi átt í örugg hús að venda hjá Sjálfstæðisflokknum þá virðist það ekki nægja sumum lengur. Þjóðernispopúlistar, lesist; rasistar, hafa tekið sig til og stofnað sinn eigin flokk, Íslensku Þjóðfylkinguna, til þess að vernda íslenska menningu og hið göfuga íslenska þjóðarsjálf fyrir vondu útlendingunum. Mér þykir mjög vænt um íslenska menningu. Hún er hinsvegar sterkari en svo að hún þurfi á einhverri sérstakri vernda að halda. Hún lifir stórgóðu lífi og er langt frá því að vera í útrýmingarhættu. Innflytjendur og aðrir áhrifavaldar utan úr heimi gera lítið annað en að auðga íslenska menningu, gera hana fjölbreyttari og skemmtilegri. Eðli menningar er slíkt að sé hún heilbrigð og lifi hún góðu lífi þá er ósköp eðlilegt að hún þróist og taki breytingum. Stöðnuð menning er óheilbrigð og leiðinleg, og því líklegra að hún deyji út. Ef litið er á skoðanasystkin fólksins í Þjóðfylkingunni, þjóðernispopúlista víðsvegar um Evrópu s.s. Svíðþjóðardemókratana, Danske Folkepartiet, Sanna Finna, Front National í Frakklandi eða breska Sjálfstæðisflokkinn, má sjá gegnumgangandi tal um þjóðarsjálfið. Einhverskonar þjóðleg gildi eða persónueinkenni sem allir af tiltekinni þjóð eiga sameiginleg. Þjóðremburúnk af verstu sort. Þessi hugmynd um þjóðarsjálfið er vægast sagt orðinn þreytt og raunveruleikinn er allt annar. Manneskjur eru jafn misjafnar og þær eru margar. Hver og ein manneskja er einstök með eigin persónuleika og persónueinkenni. Sjálf hverrar einustu manneskju er talsvert margbrotnara en svo að hægt sé að skilgreina það eftir þjóðerni. Í Breiðholti er ég úr Miðbænum, í Hafnarfirði er ég frá Reykjavík, á Akyreyri er ég af höfuðborgarsvæðinu, í Berlín er ég frá Íslandi, í Bandaríkjunum frá Evrópu og í Lagos er ég hvítur vesturlandabúi. Þetta hefur allt áhrif á mitt sjálf en þetta er ekki tæmandi, allt sem ég hef lent í á lífsleiðinni hefur haft áhrif. Þetta margbreytilega sjálf hverrar manneskju er fjarsjóðskista, þetta þurra og einstrengingslega þjóðarsjálf sem þjóðernispopúlistum er tíðrætt um er hinsvegar spennitreyja. Að setja heila þjóð í eitt mengi með þessum hætti er móðgun við hvern einasta einstakling sem telst til þeirrar þjóðar. Látum ekki Nigel Farage, Marine le Pen eða Gústaf Níelsson segja okkur hver við erum. Verum skapandi, tökum sjálfstæðar ákvarðanir og verum við sjálf. Höfundur skipar 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar