Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 15:03 Eftir þær umfjallanir og alvarleg mál um börn í skólakerfinu, sitjum við mörg eftir með spurningar eins og: hvernig gat þetta gerst? Hver er að bregðast barninu og fjölskyldu þess? Það er skiljanlegt að fólk verði reitt, sorgmætt og áttavilt. Ef við festumst í að leita að sökudólgi, þá sjáum við ekki það sem raunverulega þarf að breytast er kerfið, menningin og dagleg vinnubrögð okkar fullorðnu. Lausnin að benda á kennara og skólafólk er ekki í boði. Ég hef lengi starfað í leikskóla, þekki álagið, húsnæðisvandann, sáran skort á fagfólki, endalausa manneklu og þá daglegu pressu að láta daginn ganga upp fyrir börn, foreldra, stjórnendur og síðast en ekki síst atvinnulífið.Sem betur fer, þykir þeim sem starfa með börnum vænt um þau, vilja vel og leggja sitt af mörkum til að börnin þroskist á heilbrigðan hátt. Skólarnir eru þéttsettnir af góðu fólki upp til hópa. Það sem vantar að mínu mati er: tími, umhverfi við hæfi og vinnufriður til að vinna faglega með forvarnir, samskipti og viðbrögð. Í skólakerfinu er okkur skylt að uppfylla ákveðin öryggismál, s.s.regluleg námskeið í skyndihjálp og brunavörnum, auk þess að hafa virkt eldvarnareftirlit. Þetta er einfaldlega hluti af fagmennsku í rekstri skóla og stofnana, sem er vel. Að mínu mati verðum við að setja forvarnir sem snúa að samskiptum og viðbrögðum á dagskrá árlega í öllum skólum á öllum skólastigum.Mín sýn hefur verið skýr til fjölda ára hvað þessi mál varðar - á hverju skólaári ætti að vera tímasett og tryggt rými þar sem starfsfólk: ræðir sín á milli samskipti, mörk og líðan fer yfir skýra viðbragðsáætlun þegar grunur um ofbeldi/vanrækslu fær leiðsögn um tilkynningaskyldu, tengsl við barnavernd og farsæld barna skoða eigin samskipti, framkomu, mörk og viðhorf, með faglegri ábyrgð. Þegar við tölum um forvarnir verðum við líka að þora að nefna það sem er óþægilegt á heiðarlegan en faglegan hátt. Í flestum umönnunarstörfum, þar með talið skólum, getur komið upp að einstaklingar glími við vanda sem krefst faglegrar aðstoðar eða endurmats á starfi sínu. Þetta eru manneskjur sem standa frammi fyrir erfiðleikum eða sértækum áskorunum sem þarf að bregðast við af ábyrgð. Það er hluti af fagmennsku að byggja upp menningu þar sem starfsfólk getur: rætt eigin mörk og óöryggi leitað sér aðstoðar ef það finnur að það á í erfiðleikum með samskipti fengið rými til að vinna úr álagstengdum viðfangsefnum eða hegðunarmynstrum rætt faglega um það sem getur haft áhrif á öryggi barna Slík menning er ekki til að stimpla fólk hún er til að vernda bæði börn og starfsfólk. Þetta felur líka í sér að það sé sjálfsagt að samstarfsfólk setji mörk hvert við annað ef það sér hegðun sem ekki samræmist faglegum ramma eða öryggi barna. Það er ekki árás, það er ábyrgð.Og það er jafn mikilvægt að starfsfólk virði mörk hvors annars í samskiptum við bæði börn og foreldra. Faglegt samtal er í raun forvörn í sinni sterkustu mynd, að við höfum skýran, sameiginlegan ramma, að við hlúum að starfsfólki áður en vandamál koma upp og að við tryggjum að farsæld barna sé alltaf í fyrsta sæti. Við verðum að taka umræðuna um það að skólakerfið er undir óraunhæfum væntingum.Leikskólinn er fyrsta skólastigið, það var staðfest í núgildandi leikskólalögum nr. 90/2008 að leikskólinn er formlega skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Hann á að mennta börn, efla félags- og tilfinningaþroska, vera öruggt skjól og mæta sífellt fjölbreyttari þörfum barnahópsins.Þegar skólahúsnæðið er úr sér gengið, rými ófullnægjandi, mannskapur naumur, fagfólk vantar og tíminn þéttsetinn þá verður erfitt að leysa flókin mál um, vanrækslu, ofbeldi, áföll og viðbrögð, nema við gerum það í skipulagðri forgangsröðun.Það er ekki sanngjarnt að kasta ábyrgðinni á einstaka kennara eða deildarstjóra í slíku umhverfi.Við verðum að viðurkenna að álag og aðstæður skipta miklu. Einmitt þess vegna verðum við að byggja upp sameiginlegt faglegt öryggisnet og ekki treysta á að hver og einn „reddi þessu“. Lausnahringurinn, sem ég hef unnið með í leikskólum er dæmi um slíkt öryggisnet. Hann er ekki „enn eitt verkefnið“ heldur lífsstíll í samskiptum: sameiginlegt tungumál um mörk, ábyrgð, virðingu og lausnir. Þegar börn, starfsfólk og foreldrar tala sama tungumál: verður auðveldara að setja og virða mörk verður eðlilegra að taka erfið samtöl þögn og meðvirkni minnkar eykst traust og öryggi í hópnum. Sama á við um samskipti starfsfólks innbyrðis, ef við viljum kenna börnum Lausnahringinn þurfum við að fara eftir honum sjálf. Að stoppa, stjórna okkur, hlusta, hjálpa, leita lausna og setja mörk hvert við annað af virðingu. Að lokum, ef við viljum að börn séu örugg í leik- og grunnskólum, verðum við að tryggja að við fullorðnu séum örugg í hlutverkum okkar. Ekki örugg í þeirri merkingu að við vitum allt heldur að við: þorum að spyrja, þorum að ræða, þorum að leita ráða, þorum að setja mörk, og þorum að viðurkenna eigin takmarkanir. Forvarnir eru ekki viðbragð, heldur er það fagmennska, menning og skuldbinding. Ef við mætumst í Samtalinu, viðurkennum álagið og vanda skólanna, drögum atvinnulífið, foreldra og kerfið allt að borðinu með farsæld barnsins í fyrsta sæti þá getum við raunverulega breytt því hvernig við verndum börnin okkar. Höfundur er leikskólakennari með áherslu á forvarnir í kennslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir þær umfjallanir og alvarleg mál um börn í skólakerfinu, sitjum við mörg eftir með spurningar eins og: hvernig gat þetta gerst? Hver er að bregðast barninu og fjölskyldu þess? Það er skiljanlegt að fólk verði reitt, sorgmætt og áttavilt. Ef við festumst í að leita að sökudólgi, þá sjáum við ekki það sem raunverulega þarf að breytast er kerfið, menningin og dagleg vinnubrögð okkar fullorðnu. Lausnin að benda á kennara og skólafólk er ekki í boði. Ég hef lengi starfað í leikskóla, þekki álagið, húsnæðisvandann, sáran skort á fagfólki, endalausa manneklu og þá daglegu pressu að láta daginn ganga upp fyrir börn, foreldra, stjórnendur og síðast en ekki síst atvinnulífið.Sem betur fer, þykir þeim sem starfa með börnum vænt um þau, vilja vel og leggja sitt af mörkum til að börnin þroskist á heilbrigðan hátt. Skólarnir eru þéttsettnir af góðu fólki upp til hópa. Það sem vantar að mínu mati er: tími, umhverfi við hæfi og vinnufriður til að vinna faglega með forvarnir, samskipti og viðbrögð. Í skólakerfinu er okkur skylt að uppfylla ákveðin öryggismál, s.s.regluleg námskeið í skyndihjálp og brunavörnum, auk þess að hafa virkt eldvarnareftirlit. Þetta er einfaldlega hluti af fagmennsku í rekstri skóla og stofnana, sem er vel. Að mínu mati verðum við að setja forvarnir sem snúa að samskiptum og viðbrögðum á dagskrá árlega í öllum skólum á öllum skólastigum.Mín sýn hefur verið skýr til fjölda ára hvað þessi mál varðar - á hverju skólaári ætti að vera tímasett og tryggt rými þar sem starfsfólk: ræðir sín á milli samskipti, mörk og líðan fer yfir skýra viðbragðsáætlun þegar grunur um ofbeldi/vanrækslu fær leiðsögn um tilkynningaskyldu, tengsl við barnavernd og farsæld barna skoða eigin samskipti, framkomu, mörk og viðhorf, með faglegri ábyrgð. Þegar við tölum um forvarnir verðum við líka að þora að nefna það sem er óþægilegt á heiðarlegan en faglegan hátt. Í flestum umönnunarstörfum, þar með talið skólum, getur komið upp að einstaklingar glími við vanda sem krefst faglegrar aðstoðar eða endurmats á starfi sínu. Þetta eru manneskjur sem standa frammi fyrir erfiðleikum eða sértækum áskorunum sem þarf að bregðast við af ábyrgð. Það er hluti af fagmennsku að byggja upp menningu þar sem starfsfólk getur: rætt eigin mörk og óöryggi leitað sér aðstoðar ef það finnur að það á í erfiðleikum með samskipti fengið rými til að vinna úr álagstengdum viðfangsefnum eða hegðunarmynstrum rætt faglega um það sem getur haft áhrif á öryggi barna Slík menning er ekki til að stimpla fólk hún er til að vernda bæði börn og starfsfólk. Þetta felur líka í sér að það sé sjálfsagt að samstarfsfólk setji mörk hvert við annað ef það sér hegðun sem ekki samræmist faglegum ramma eða öryggi barna. Það er ekki árás, það er ábyrgð.Og það er jafn mikilvægt að starfsfólk virði mörk hvors annars í samskiptum við bæði börn og foreldra. Faglegt samtal er í raun forvörn í sinni sterkustu mynd, að við höfum skýran, sameiginlegan ramma, að við hlúum að starfsfólki áður en vandamál koma upp og að við tryggjum að farsæld barna sé alltaf í fyrsta sæti. Við verðum að taka umræðuna um það að skólakerfið er undir óraunhæfum væntingum.Leikskólinn er fyrsta skólastigið, það var staðfest í núgildandi leikskólalögum nr. 90/2008 að leikskólinn er formlega skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Hann á að mennta börn, efla félags- og tilfinningaþroska, vera öruggt skjól og mæta sífellt fjölbreyttari þörfum barnahópsins.Þegar skólahúsnæðið er úr sér gengið, rými ófullnægjandi, mannskapur naumur, fagfólk vantar og tíminn þéttsetinn þá verður erfitt að leysa flókin mál um, vanrækslu, ofbeldi, áföll og viðbrögð, nema við gerum það í skipulagðri forgangsröðun.Það er ekki sanngjarnt að kasta ábyrgðinni á einstaka kennara eða deildarstjóra í slíku umhverfi.Við verðum að viðurkenna að álag og aðstæður skipta miklu. Einmitt þess vegna verðum við að byggja upp sameiginlegt faglegt öryggisnet og ekki treysta á að hver og einn „reddi þessu“. Lausnahringurinn, sem ég hef unnið með í leikskólum er dæmi um slíkt öryggisnet. Hann er ekki „enn eitt verkefnið“ heldur lífsstíll í samskiptum: sameiginlegt tungumál um mörk, ábyrgð, virðingu og lausnir. Þegar börn, starfsfólk og foreldrar tala sama tungumál: verður auðveldara að setja og virða mörk verður eðlilegra að taka erfið samtöl þögn og meðvirkni minnkar eykst traust og öryggi í hópnum. Sama á við um samskipti starfsfólks innbyrðis, ef við viljum kenna börnum Lausnahringinn þurfum við að fara eftir honum sjálf. Að stoppa, stjórna okkur, hlusta, hjálpa, leita lausna og setja mörk hvert við annað af virðingu. Að lokum, ef við viljum að börn séu örugg í leik- og grunnskólum, verðum við að tryggja að við fullorðnu séum örugg í hlutverkum okkar. Ekki örugg í þeirri merkingu að við vitum allt heldur að við: þorum að spyrja, þorum að ræða, þorum að leita ráða, þorum að setja mörk, og þorum að viðurkenna eigin takmarkanir. Forvarnir eru ekki viðbragð, heldur er það fagmennska, menning og skuldbinding. Ef við mætumst í Samtalinu, viðurkennum álagið og vanda skólanna, drögum atvinnulífið, foreldra og kerfið allt að borðinu með farsæld barnsins í fyrsta sæti þá getum við raunverulega breytt því hvernig við verndum börnin okkar. Höfundur er leikskólakennari með áherslu á forvarnir í kennslu.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun