Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. nóvember 2022 09:01 Ríkisstjórnin eru ekki að hækka veiðigjöld þó annað megi lesa úr umræðunni. Bara alls ekki og þvert á móti. Þau eru að bæta stöðu fjárlaga fyrir næsta ár með því fresta lækkun veiðigjalda og dreifa henni á næstu 5 ár þar á eftir. Í miðjum Covid faraldri samþykkti Alþingi lög sem fólu í sér tímabundinn skattaafslátt fyrir fyrirtæki vegna fjárfestinga í atvinnurekstri. Markmiðið var að halda efnahagslífinu gangandi á tímum mikillar óvissu. Jákvætt og verðugt markmið. En nú er komið á daginn að þessir viðspyrnustyrkir komu ekki eingöngu til lækkunar á tekjuskatti fyrirtækja, heldur einnig til lækkunar á veiðigjöldum stöndugustu útgerðarfélaga landsins. Það þarf ekki að vera að ætlunin hafi verið að lækka veiðigjöldin. Mögulega hafi stjórnvöldum hafi þótt nóg að lækka tekjuskattinn á útgerðina eins og önnur fyrirtæki í miðju Covid fári enda ekki fyrirséð að tekjur sjávarútvegsins myndu aukast í faraldrinum. Kannski kom málið raunverulega fyrst upp þegar verið var að fara með stækkunargleri yfir alla mögulega tekjupósta ríkisins til að bæta afspyrnu léleg fjárlög næsta árs. Þá hafi komið upp hugmyndin um að fresta lækkuninni. Takast á þann vanda síðar. Fá veiðigjöld upp á 9,5 milljarða í stað 7 milljarða í fjárlög 2023, og lækka svo á móti vænt veiðigjöld næstu 5 ár um hálfan milljarð hvert ár. Nú er Alþingi með boltann. Ber ábyrgðina á því að afgreiða á örfáum dögum sérstakt frumvarp til breytingar á veiðigjöldum svo hægt verði að fresta þeirri lækkun sem varð til sem aukaafurð mótvægisaðgerða stjórnvalda vegna Covid. Samþykki Alþingi breytinguna er ekki verið að hækka veiðigjöld, bara fresta lækkuninni til að bæta fjárlög næsta árs. Það er ekki lögmál að gjaldtaka fyrir afnot af þjóðarauðlindinni okkar byggi á mjög ógegnsæjum útreikningum og sé háð því hvernig vindar blása í pólitíkinni hverju sinni. Og það er ekki heldur lögmál að það séu stjórnvöld en ekki markaðurinn sem ráði því hvert verðmætið er. Viðreisn hefur frá stofnun sinni lagt mikla áherslu á breytta nálgun í sjávarútvegsmálum. Tímabinding veiðiheimilda er grundvöllur þess að tryggja eignarrétt almennings á sjávarauðlindinni og þess að hægt sé að fá eðlilegt og sanngjarnt verðmat á eigninni með markaðsleiðinni. Skýr tímabundinn afnotaréttur hámarkar þjóðhagslega hagkvæmni veiðanna auk þess að endurspegla með ótvíræðum hætti eignarrétt þjóðarinnar. Af hverju eiga einhver önnur markmið að ráða hér för? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin eru ekki að hækka veiðigjöld þó annað megi lesa úr umræðunni. Bara alls ekki og þvert á móti. Þau eru að bæta stöðu fjárlaga fyrir næsta ár með því fresta lækkun veiðigjalda og dreifa henni á næstu 5 ár þar á eftir. Í miðjum Covid faraldri samþykkti Alþingi lög sem fólu í sér tímabundinn skattaafslátt fyrir fyrirtæki vegna fjárfestinga í atvinnurekstri. Markmiðið var að halda efnahagslífinu gangandi á tímum mikillar óvissu. Jákvætt og verðugt markmið. En nú er komið á daginn að þessir viðspyrnustyrkir komu ekki eingöngu til lækkunar á tekjuskatti fyrirtækja, heldur einnig til lækkunar á veiðigjöldum stöndugustu útgerðarfélaga landsins. Það þarf ekki að vera að ætlunin hafi verið að lækka veiðigjöldin. Mögulega hafi stjórnvöldum hafi þótt nóg að lækka tekjuskattinn á útgerðina eins og önnur fyrirtæki í miðju Covid fári enda ekki fyrirséð að tekjur sjávarútvegsins myndu aukast í faraldrinum. Kannski kom málið raunverulega fyrst upp þegar verið var að fara með stækkunargleri yfir alla mögulega tekjupósta ríkisins til að bæta afspyrnu léleg fjárlög næsta árs. Þá hafi komið upp hugmyndin um að fresta lækkuninni. Takast á þann vanda síðar. Fá veiðigjöld upp á 9,5 milljarða í stað 7 milljarða í fjárlög 2023, og lækka svo á móti vænt veiðigjöld næstu 5 ár um hálfan milljarð hvert ár. Nú er Alþingi með boltann. Ber ábyrgðina á því að afgreiða á örfáum dögum sérstakt frumvarp til breytingar á veiðigjöldum svo hægt verði að fresta þeirri lækkun sem varð til sem aukaafurð mótvægisaðgerða stjórnvalda vegna Covid. Samþykki Alþingi breytinguna er ekki verið að hækka veiðigjöld, bara fresta lækkuninni til að bæta fjárlög næsta árs. Það er ekki lögmál að gjaldtaka fyrir afnot af þjóðarauðlindinni okkar byggi á mjög ógegnsæjum útreikningum og sé háð því hvernig vindar blása í pólitíkinni hverju sinni. Og það er ekki heldur lögmál að það séu stjórnvöld en ekki markaðurinn sem ráði því hvert verðmætið er. Viðreisn hefur frá stofnun sinni lagt mikla áherslu á breytta nálgun í sjávarútvegsmálum. Tímabinding veiðiheimilda er grundvöllur þess að tryggja eignarrétt almennings á sjávarauðlindinni og þess að hægt sé að fá eðlilegt og sanngjarnt verðmat á eigninni með markaðsleiðinni. Skýr tímabundinn afnotaréttur hámarkar þjóðhagslega hagkvæmni veiðanna auk þess að endurspegla með ótvíræðum hætti eignarrétt þjóðarinnar. Af hverju eiga einhver önnur markmið að ráða hér för? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun