Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Sigurrós Antonsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir og Helga María Finnbjörnsdóttir skrifa 25. nóvember 2025 09:00 Á árinu 2026 mun fasteignamat íbúða (A-skattur) hækka að meðaltali um 9,2% fyrir landið en 12,3% í Reykjanesbæ. Hækkun fasteignamats atvinnuhúsnæðis (C-skattur) verður að meðaltali 5,4% fyrir landið en 10,5% í Reykjanesbæ. Það er miður að sjá svona miklar hækkanir á fasteignamatinu milli ára, en hækkanirnar koma frá útreikningum HMS vegna breytinga á húsnæðismarkaði, eins og vegna fjölgunar á húsnæði og hækkun á virði fasteigna. Það má alveg deila um þessa aðferðafræði en hækkun á fasteignamati er ekki ákvörðun sveitarfélaga og hér eru sveitarfélögin ekki að „hækka skatta“, það er einfaldlega rangt. Húsnæðismarkaðurinn leiðir af sér hækkunina. Sveitarfélög geta þó komist til móts við íbúa og haft áhrif á hversu mikið íbúar greiða með því að minnka álagningarhlutfall fasteignaskattsins. Það hefur meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar gert undanfarin átta ár þar sem við höfum lækkað álagningarhlutfall (A-skatts) úr 0,36% í 0,25% og álagningarhlutfall á atvinnuhúsnæði (C-skatts) úr 1,65% í 1,45%. Samhliða þessum aðgerðum minnka tekjur til bæjarsjóðs sem þýðir að við getum framkvæmt minna. Þetta er ákvörðun bæjaryfirvalda hverju sinni. Fyrir fjárhagsáætlunarvinnu 2026 kaus meirihluti bæjarstjórnar að skoða vandlega hvaða svigrúm væri til lækkunar á álagningarhlutfallinu án þess að það myndi bitna á rekstri sveitarfélagsins. Það er ábyrg fjármálastjórnun, sérstaklega í ljósi þess að tekjur Reykjanesbæjar eru 13% lægri en meðaltal sjö stærstu sveitarfélaganna. Við í meirihlutanum teljum þó mjög mikilvægt að koma til móts við íbúa Reykjanesbæjar vegna þeirrar miklu hækkunar sem er á fasteignamatinu milli ára og munum því lækka álagningarhlutfall A-skatts enn frekar, úr 0,25% í 0,23%. C-skattur atvinnuhúsnæðis helst óbreyttur í 1,45%. Til samanburðar ef við horfum til annarra sveitarfélaga árið 2025: Reykjanesbær er með þessum breytingum að lækka A-skattinn til móts við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Reykjanesbær mun ekki lækka álagningarhlutfall á C-skatti en sveitarfélagið er með lægra hlutfall en önnur sambærileg sveitarfélög, fyrir utan Hafnarfjörð. Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbær er því að draga úr álögum á íbúa eins og hægt er, líkt og hefur verið gert undanfarin kjörtímabil. Allt tal um annað er einfaldlega að slá ryki í augu íbúa. Höfundar mynda meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar - Samfylking, Framsókn og Bein leið. Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Sigurrós Antonsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir og Helga María Finnbjörnsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Á árinu 2026 mun fasteignamat íbúða (A-skattur) hækka að meðaltali um 9,2% fyrir landið en 12,3% í Reykjanesbæ. Hækkun fasteignamats atvinnuhúsnæðis (C-skattur) verður að meðaltali 5,4% fyrir landið en 10,5% í Reykjanesbæ. Það er miður að sjá svona miklar hækkanir á fasteignamatinu milli ára, en hækkanirnar koma frá útreikningum HMS vegna breytinga á húsnæðismarkaði, eins og vegna fjölgunar á húsnæði og hækkun á virði fasteigna. Það má alveg deila um þessa aðferðafræði en hækkun á fasteignamati er ekki ákvörðun sveitarfélaga og hér eru sveitarfélögin ekki að „hækka skatta“, það er einfaldlega rangt. Húsnæðismarkaðurinn leiðir af sér hækkunina. Sveitarfélög geta þó komist til móts við íbúa og haft áhrif á hversu mikið íbúar greiða með því að minnka álagningarhlutfall fasteignaskattsins. Það hefur meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar gert undanfarin átta ár þar sem við höfum lækkað álagningarhlutfall (A-skatts) úr 0,36% í 0,25% og álagningarhlutfall á atvinnuhúsnæði (C-skatts) úr 1,65% í 1,45%. Samhliða þessum aðgerðum minnka tekjur til bæjarsjóðs sem þýðir að við getum framkvæmt minna. Þetta er ákvörðun bæjaryfirvalda hverju sinni. Fyrir fjárhagsáætlunarvinnu 2026 kaus meirihluti bæjarstjórnar að skoða vandlega hvaða svigrúm væri til lækkunar á álagningarhlutfallinu án þess að það myndi bitna á rekstri sveitarfélagsins. Það er ábyrg fjármálastjórnun, sérstaklega í ljósi þess að tekjur Reykjanesbæjar eru 13% lægri en meðaltal sjö stærstu sveitarfélaganna. Við í meirihlutanum teljum þó mjög mikilvægt að koma til móts við íbúa Reykjanesbæjar vegna þeirrar miklu hækkunar sem er á fasteignamatinu milli ára og munum því lækka álagningarhlutfall A-skatts enn frekar, úr 0,25% í 0,23%. C-skattur atvinnuhúsnæðis helst óbreyttur í 1,45%. Til samanburðar ef við horfum til annarra sveitarfélaga árið 2025: Reykjanesbær er með þessum breytingum að lækka A-skattinn til móts við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Reykjanesbær mun ekki lækka álagningarhlutfall á C-skatti en sveitarfélagið er með lægra hlutfall en önnur sambærileg sveitarfélög, fyrir utan Hafnarfjörð. Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbær er því að draga úr álögum á íbúa eins og hægt er, líkt og hefur verið gert undanfarin kjörtímabil. Allt tal um annað er einfaldlega að slá ryki í augu íbúa. Höfundar mynda meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar - Samfylking, Framsókn og Bein leið. Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Sigurrós Antonsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir og Helga María Finnbjörnsdóttir.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun