Höfum við Íslendingar efni á að sleppa því að veita ungu fólki endurhæfingu? Anna Þóra Þórhallsdóttir og Lena Rut Olsen skrifa 1. febrúar 2023 08:01 Fyrir rúmu ári síðan birtum við stöllur grein á vef Vísi sem bar heitið „Fjárfesting í fólki”. Í greininni vitnuðum við í tillögur að endurhæfingastefnu sem gefnar voru út árið 2020 af Heilbrigðisráðuneytinu og tillögur um mótun og innleiðingu starfsgetumats sem gefnar voru út 2019 af Félagsmálaráðuneytinu. Í grein okkar vöktum við athygli á mikilvægi þess að samræmi væri á milli þeirra kerfa sem koma að endurhæfingu. Meðal annars til að koma í veg fyrir að þeir sem þurfa á endurhæfingu að halda, kastist á milli kerfa og lendi á svo kölluðu “gráu svæði”. Við erum þeirrar skoðunar að hugsanleg ástæða fyrir þessu sé að hugtakið endurhæfing er ekki nægilega vel skilgreint og að endurhæfing fari fram innan tveggja kerfa, það er að segja innan heilbrigðis- og félagskerfisins. Einnig er spurning hvort að ein af ástæðunum sé fjöldi nefnda sem settar hafa verið á laggirnar og skilað sambærilegum tillögum, sem hingað til hafa ekki verið nægilega skilvirkar. Við fögnum skrifum núverandi heilbrigðisráðherra í tveimur greinum sem birtar voru á Vísi síðastliðið haust „Eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni“ og „Geðheilbrigði: Orð eru til alls fyrst“, þar skrifar hann; “að endurhæfing sé einn mikilvægasti hluti heilbrigðisþjónustunnar”. Einnig kemur fram í greininni; “að endurhæfing þurfi að vera einstaklingsmiðuð því þeir fjölmörgu sem þurfa á henni að halda eru eins ólíkir og þeir eru margir”. Síðast en ekki síst, kemur hann inn á að endurhæfing skili mörgum persónusigrum og feli í sér ávinning fyrir samfélagið. Við erum honum hjartanlega sammála varðandi ofangreint og margt sem hann setur fram en við viljum sjá skilvirkari framkvæmd. Það er ekki nóg að tala, setja í nefndir, skrifa skýrslur og tilögur sem skila sér svo ekki til þeirra einstaklinga sem halda áfram að falla á milli kerfa í “gráa svæðið” fá ekki þá þjónustu sem þeir þurfa og eiga svo sannarlega rétt á. Þeir lifa áfram við skert lífsgæði, með tilheyrandi kostnaði fyrir þá og samfélagið. Í grein heilbrigðisráðherrakemur fram að það sé; “skylda stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri allra til að búa við bestu heilsu sem mögulegt er og að endurhæfing sé eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni okkar”. Í greininni er skrifað; „að leikáætlun sé nauðsynleg, og orð séu til alls fyrst“. Í greininni er talað um aðgerðaráætlun til 2030, hvað ætli það séu margir einstaklingar sem munu veltast um innan “gráa svæðisins” á þessu tímabili. Hvað ætli það kosti þá einstaklinga í lífsgæðum og samfélagið okkar í fjárhæðum? Er virkilega ekki búið að tala nóg? Þar sem við störfum sem iðjuþjálfar innan Janusar endurhæfingar þá eru fræði iðjuþjálfunar okkur mikilvæg. Samkvæmt þeim er vinnu- og námshlutverkið eitt af stærstu hlutverkum fullorðinsáranna. Í gegnum hlutverkið gefst einstaklingnum t.d. tækifæri til að móta eigin sjálfsmynd, efla sjálfstraust og spegla sig í samfélaginu. Virkni í þessum hlutverkum, hefur sýnt fram á bætta heilsu og aukin lífsgæði almennt. Við spyrjum því aftur, ári seinna frá fyrstu grein okkar. Höfum við landsmenn efni á að endurhæfa ekki unga einstaklinga sem eiga 50 - 60 ár eftir á vinnumarkaði? Stóra spurningin er af hverju er endurhæfing - atvinnuendurhæfing og starfsendurhæfing ekki sett undir sama hatt? Af hverju er geðendurhæfing undanskilin? Við eigum erfitt með að skilja þetta skipulag. Þar sem fræði iðjuþjálfunar og það sem lagt hefur verið til í þeim tillögum, skýrslum og úttektum sem við vitnum í, er að horfa heildrænt á einstaklinginn og þá þjónustu sem hann þarf, liggur því ekki beinast við að hafa endurhæfingu undir einum hatti? Í skýrslu nefndar sem kom út 2022 um „heildarúttekt á þjónustu Virk-starfsendurhæfingarsjóðs“ skipuð affélags- og barnamálaráðherra, kemur fram mikilvæg ábending um; „að það megi færa rök fyrir því að margir þurfi félagslega endurhæfingu eða grunnendurhæfingu sem undanfara atvinnutengdar starfendurhæfingar þannig að einstaklingar fái tækifæri til að öðlast færni, og að það sé ekki einungis horft til getu þeirra akkúrat í dag“. Þar kemur einnig fram; „að leggja þurfi áherslu á formlegt reglubundið samstarf til að koma á heildstæðri þjónustu ólíkra þjónustukerfa“, akkúrat það sem búið er að leggja fram í ýmsum öðrum tillögum, nefndum, greinum og skýrslum Hvar er framkvæmdin? Staðreyndirnar ligga fyrir. Þetta er hægt, lausnin er til staðar og skilar sér í betri árangri og auknum lífsgæðum. Við höfum fengið tækifæri til að sannreyna hvernig hægt er að vinna heildrænt að hæfingu/endurhæfingu með ungum fullorðnum í gegnum samvinnuverkefnið Ungir fullorðnir/Ungmennaverkefnið á vegum Janusar endurhæfingar, Geðheilsuteyma heilsugæslunnar, geðdeildar Landspítalans, Þrautar og Önnu Maríu Jónsdóttur, geðlæknis. Tilgangur verkefnisins er að byggja upp skilvirka hæfingar- og endurhæfingarþjónustu fyrir einstaklinga sem ekki hafa náð að fylgja jafnöldrum sínum í námi og/eða vinnu m.a. vegna mikillar andlegrara vanlíðunar og/eða óhefðbundins taugaþroska og fleira. Þjónustan byggir á þeirri hugmyndafræði og staðreynd að margir þarfnast þverfaglegrar læknisfræðilegrar hæfingar sem forvara endurhæfingar og að samþætta þurfi alla þjónustu til að vinna þvert innan og utan kerfanna. Sú 23 ára reynsla sem hefur skapast innan Janusar endurhæfingar nýtist einstaklega vel í verkefninu. Við höfum sýnt fram á árangur með því að samræma heildrænt alla þá endurhæfingarþjónustu sem unga fólkið þarfnast. Auk þess upplifir unga fólkið aftur von um traust til kerfisins sem er ekki síður mikilvægt þar sem umræddur hópur hefur hingað til kastast á milli kerfanna, lent í „gráa svæðinu“ og þannig „týnst“ og í framhaldinu hætt að treysta. Markmið okkar með þessari grein er eins og í fyrri grein að benda á mikilvægi þess að draga úr ósamræmi og að staðreyndin er að læknisfræðileg hæfing- endurhæfing, starfsendurhæfing og atvinnuendurhæfing eiga að vera undir sama ráðuneyti, heilbrigðisráðuneytinu. Á meðan svo er ekki er hætta á að veikustu einstaklingarnir sem þurfa á báðum kerfum að halda, falli áfram á milli kerfa inn í “gráa svæðið”, velkjast þar um og enda jafnvel á örorku. Samkvæmt tölum frá 2021, af heimasíðu Tryggingastofnunar hefur öryrkjum fjölgað um næstum helming og þeim sem eru að nýta endurhæfingalífeyri næstum fimmfalt. Í tillögum til þingsályktunar í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 kemur fram að heilbrigðisráðuneytið tekur undir áhyggjur af þessum hópi og að enn og aftur er nefnt að skortur sé á heildstæðri nálgun í úrræðum. Það er ekki alveg rétt. Bendum á, að innan Janusar endurhæfingar bjóðum við upp á heildstæða læknisfræðilega þverfaglega endurhæfingu, sýnum fram á góðan árangur og það sem meira er, við erum með nóg af lausum plássum. Þetta vekur án efa furðu á sama tíma og skrifað er um skort á þverfaglegri endurhæfingu innan geðsviðsins. Við teljum að kominn sé tími til að snúa bökum saman og leyfa fleirum að njóta heildrænnar þverfaglegrar læknisfræðilegrar nálgunar í endurhæfingu? Hætta að skilja þá sem höllum fæti standa útundan og geta ekki varið sig. Vinna samkvæmt þeim fögrum orðum sem ósjaldan hafa verið sett fram við hin ýmsu tækifæri, eins og „að skilja engan eftir”, „rétt þjónusta á réttum stað“ og hafa skilvirkni fyrir einstaklinga að leiðarljósi þar sem kerfið bakkar upp hvert annað í stað þess að sundra. Getum við ekki sammælst um að rétti tíminn sé núna til framkvæmda? Hvatt ráðamenn þjóðarinnar til verka á þann hátt að eitthvað eftir sitji eftir annað en tóm orð? Yfirlýstur vilji þeirra er veita öllum þá endurhæfingu sem þeir hafa þörf fyrir. Hvað stendur eiginlega í vegi fyrir framkvæmdinni? Nánar má fræðast um Ungir fullorðnir/Ungmennaverkefnið og þá vinnu sem fram fer innan Janusar endurhæfingar á heimasíðu okkar https://janus.is/ Heimildir „Fjárfesting í fólki” Grein birt á Vísi 6.janúar 2022 https://www.visir.is/g/20222205022d „Endurhæfing, tillögur að endurhæfingastefnu“ Endurhæfing, Tillögur að endurhæfingastefnu „Nýtt kerfi starfsendurhæfingar og mats á starfsgetu“ Nýtt kerfi starfsendurhæfingar og mats á starfsgetu „Eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni“ Grein birt á Vísi 6.september 2022 https://www.visir.is/g/20222307098d „Geðheilbrigði: Orð eru til alls fyrst“ Grein birt á Vísi 7.október 2022 https://www.visir.is/g/20222321213d/gedheilbrigdi-ord-eru-til-alls-fyrst „Heildarúttekt á þjónustu Virk starfsendurhæfingarsjóðs“ https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Heildaruttekt_a_thjonustu_VIRK.pdf „Þingsályktun um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030“ https://www.althingi.is/altext/152/s/1382.html Tölur frá 2021, af heimasíðu Tryggingastofnunar (https://www.tr.is/tryggingastofnun/tr-i-tolum) Höfundar eru iðjuþjálfar hjá Janus endurhæfingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan birtum við stöllur grein á vef Vísi sem bar heitið „Fjárfesting í fólki”. Í greininni vitnuðum við í tillögur að endurhæfingastefnu sem gefnar voru út árið 2020 af Heilbrigðisráðuneytinu og tillögur um mótun og innleiðingu starfsgetumats sem gefnar voru út 2019 af Félagsmálaráðuneytinu. Í grein okkar vöktum við athygli á mikilvægi þess að samræmi væri á milli þeirra kerfa sem koma að endurhæfingu. Meðal annars til að koma í veg fyrir að þeir sem þurfa á endurhæfingu að halda, kastist á milli kerfa og lendi á svo kölluðu “gráu svæði”. Við erum þeirrar skoðunar að hugsanleg ástæða fyrir þessu sé að hugtakið endurhæfing er ekki nægilega vel skilgreint og að endurhæfing fari fram innan tveggja kerfa, það er að segja innan heilbrigðis- og félagskerfisins. Einnig er spurning hvort að ein af ástæðunum sé fjöldi nefnda sem settar hafa verið á laggirnar og skilað sambærilegum tillögum, sem hingað til hafa ekki verið nægilega skilvirkar. Við fögnum skrifum núverandi heilbrigðisráðherra í tveimur greinum sem birtar voru á Vísi síðastliðið haust „Eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni“ og „Geðheilbrigði: Orð eru til alls fyrst“, þar skrifar hann; “að endurhæfing sé einn mikilvægasti hluti heilbrigðisþjónustunnar”. Einnig kemur fram í greininni; “að endurhæfing þurfi að vera einstaklingsmiðuð því þeir fjölmörgu sem þurfa á henni að halda eru eins ólíkir og þeir eru margir”. Síðast en ekki síst, kemur hann inn á að endurhæfing skili mörgum persónusigrum og feli í sér ávinning fyrir samfélagið. Við erum honum hjartanlega sammála varðandi ofangreint og margt sem hann setur fram en við viljum sjá skilvirkari framkvæmd. Það er ekki nóg að tala, setja í nefndir, skrifa skýrslur og tilögur sem skila sér svo ekki til þeirra einstaklinga sem halda áfram að falla á milli kerfa í “gráa svæðið” fá ekki þá þjónustu sem þeir þurfa og eiga svo sannarlega rétt á. Þeir lifa áfram við skert lífsgæði, með tilheyrandi kostnaði fyrir þá og samfélagið. Í grein heilbrigðisráðherrakemur fram að það sé; “skylda stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri allra til að búa við bestu heilsu sem mögulegt er og að endurhæfing sé eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni okkar”. Í greininni er skrifað; „að leikáætlun sé nauðsynleg, og orð séu til alls fyrst“. Í greininni er talað um aðgerðaráætlun til 2030, hvað ætli það séu margir einstaklingar sem munu veltast um innan “gráa svæðisins” á þessu tímabili. Hvað ætli það kosti þá einstaklinga í lífsgæðum og samfélagið okkar í fjárhæðum? Er virkilega ekki búið að tala nóg? Þar sem við störfum sem iðjuþjálfar innan Janusar endurhæfingar þá eru fræði iðjuþjálfunar okkur mikilvæg. Samkvæmt þeim er vinnu- og námshlutverkið eitt af stærstu hlutverkum fullorðinsáranna. Í gegnum hlutverkið gefst einstaklingnum t.d. tækifæri til að móta eigin sjálfsmynd, efla sjálfstraust og spegla sig í samfélaginu. Virkni í þessum hlutverkum, hefur sýnt fram á bætta heilsu og aukin lífsgæði almennt. Við spyrjum því aftur, ári seinna frá fyrstu grein okkar. Höfum við landsmenn efni á að endurhæfa ekki unga einstaklinga sem eiga 50 - 60 ár eftir á vinnumarkaði? Stóra spurningin er af hverju er endurhæfing - atvinnuendurhæfing og starfsendurhæfing ekki sett undir sama hatt? Af hverju er geðendurhæfing undanskilin? Við eigum erfitt með að skilja þetta skipulag. Þar sem fræði iðjuþjálfunar og það sem lagt hefur verið til í þeim tillögum, skýrslum og úttektum sem við vitnum í, er að horfa heildrænt á einstaklinginn og þá þjónustu sem hann þarf, liggur því ekki beinast við að hafa endurhæfingu undir einum hatti? Í skýrslu nefndar sem kom út 2022 um „heildarúttekt á þjónustu Virk-starfsendurhæfingarsjóðs“ skipuð affélags- og barnamálaráðherra, kemur fram mikilvæg ábending um; „að það megi færa rök fyrir því að margir þurfi félagslega endurhæfingu eða grunnendurhæfingu sem undanfara atvinnutengdar starfendurhæfingar þannig að einstaklingar fái tækifæri til að öðlast færni, og að það sé ekki einungis horft til getu þeirra akkúrat í dag“. Þar kemur einnig fram; „að leggja þurfi áherslu á formlegt reglubundið samstarf til að koma á heildstæðri þjónustu ólíkra þjónustukerfa“, akkúrat það sem búið er að leggja fram í ýmsum öðrum tillögum, nefndum, greinum og skýrslum Hvar er framkvæmdin? Staðreyndirnar ligga fyrir. Þetta er hægt, lausnin er til staðar og skilar sér í betri árangri og auknum lífsgæðum. Við höfum fengið tækifæri til að sannreyna hvernig hægt er að vinna heildrænt að hæfingu/endurhæfingu með ungum fullorðnum í gegnum samvinnuverkefnið Ungir fullorðnir/Ungmennaverkefnið á vegum Janusar endurhæfingar, Geðheilsuteyma heilsugæslunnar, geðdeildar Landspítalans, Þrautar og Önnu Maríu Jónsdóttur, geðlæknis. Tilgangur verkefnisins er að byggja upp skilvirka hæfingar- og endurhæfingarþjónustu fyrir einstaklinga sem ekki hafa náð að fylgja jafnöldrum sínum í námi og/eða vinnu m.a. vegna mikillar andlegrara vanlíðunar og/eða óhefðbundins taugaþroska og fleira. Þjónustan byggir á þeirri hugmyndafræði og staðreynd að margir þarfnast þverfaglegrar læknisfræðilegrar hæfingar sem forvara endurhæfingar og að samþætta þurfi alla þjónustu til að vinna þvert innan og utan kerfanna. Sú 23 ára reynsla sem hefur skapast innan Janusar endurhæfingar nýtist einstaklega vel í verkefninu. Við höfum sýnt fram á árangur með því að samræma heildrænt alla þá endurhæfingarþjónustu sem unga fólkið þarfnast. Auk þess upplifir unga fólkið aftur von um traust til kerfisins sem er ekki síður mikilvægt þar sem umræddur hópur hefur hingað til kastast á milli kerfanna, lent í „gráa svæðinu“ og þannig „týnst“ og í framhaldinu hætt að treysta. Markmið okkar með þessari grein er eins og í fyrri grein að benda á mikilvægi þess að draga úr ósamræmi og að staðreyndin er að læknisfræðileg hæfing- endurhæfing, starfsendurhæfing og atvinnuendurhæfing eiga að vera undir sama ráðuneyti, heilbrigðisráðuneytinu. Á meðan svo er ekki er hætta á að veikustu einstaklingarnir sem þurfa á báðum kerfum að halda, falli áfram á milli kerfa inn í “gráa svæðið”, velkjast þar um og enda jafnvel á örorku. Samkvæmt tölum frá 2021, af heimasíðu Tryggingastofnunar hefur öryrkjum fjölgað um næstum helming og þeim sem eru að nýta endurhæfingalífeyri næstum fimmfalt. Í tillögum til þingsályktunar í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 kemur fram að heilbrigðisráðuneytið tekur undir áhyggjur af þessum hópi og að enn og aftur er nefnt að skortur sé á heildstæðri nálgun í úrræðum. Það er ekki alveg rétt. Bendum á, að innan Janusar endurhæfingar bjóðum við upp á heildstæða læknisfræðilega þverfaglega endurhæfingu, sýnum fram á góðan árangur og það sem meira er, við erum með nóg af lausum plássum. Þetta vekur án efa furðu á sama tíma og skrifað er um skort á þverfaglegri endurhæfingu innan geðsviðsins. Við teljum að kominn sé tími til að snúa bökum saman og leyfa fleirum að njóta heildrænnar þverfaglegrar læknisfræðilegrar nálgunar í endurhæfingu? Hætta að skilja þá sem höllum fæti standa útundan og geta ekki varið sig. Vinna samkvæmt þeim fögrum orðum sem ósjaldan hafa verið sett fram við hin ýmsu tækifæri, eins og „að skilja engan eftir”, „rétt þjónusta á réttum stað“ og hafa skilvirkni fyrir einstaklinga að leiðarljósi þar sem kerfið bakkar upp hvert annað í stað þess að sundra. Getum við ekki sammælst um að rétti tíminn sé núna til framkvæmda? Hvatt ráðamenn þjóðarinnar til verka á þann hátt að eitthvað eftir sitji eftir annað en tóm orð? Yfirlýstur vilji þeirra er veita öllum þá endurhæfingu sem þeir hafa þörf fyrir. Hvað stendur eiginlega í vegi fyrir framkvæmdinni? Nánar má fræðast um Ungir fullorðnir/Ungmennaverkefnið og þá vinnu sem fram fer innan Janusar endurhæfingar á heimasíðu okkar https://janus.is/ Heimildir „Fjárfesting í fólki” Grein birt á Vísi 6.janúar 2022 https://www.visir.is/g/20222205022d „Endurhæfing, tillögur að endurhæfingastefnu“ Endurhæfing, Tillögur að endurhæfingastefnu „Nýtt kerfi starfsendurhæfingar og mats á starfsgetu“ Nýtt kerfi starfsendurhæfingar og mats á starfsgetu „Eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni“ Grein birt á Vísi 6.september 2022 https://www.visir.is/g/20222307098d „Geðheilbrigði: Orð eru til alls fyrst“ Grein birt á Vísi 7.október 2022 https://www.visir.is/g/20222321213d/gedheilbrigdi-ord-eru-til-alls-fyrst „Heildarúttekt á þjónustu Virk starfsendurhæfingarsjóðs“ https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Heildaruttekt_a_thjonustu_VIRK.pdf „Þingsályktun um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030“ https://www.althingi.is/altext/152/s/1382.html Tölur frá 2021, af heimasíðu Tryggingastofnunar (https://www.tr.is/tryggingastofnun/tr-i-tolum) Höfundar eru iðjuþjálfar hjá Janus endurhæfingu.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun