Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar 6. september 2025 14:02 Á meðan Norðmenn búa sig undir þingkosningarnar 2025, hefur lítið verið rætt um raunveruleg vandamál og brýn verkefni í landinu. Í stað þess hefur umræðan í kosningabaráttunni snúist um alþjóðamál eins og stríðið í Úkraínu og ástandið í Gaza – mál sem norskir stjórnmálamenn hafa takmakað vald til að breyta. (hljómar kunnuglega, ekki satt?). En undir kraumar mikil óánægja sem á rætur að rekja til dýpri og flóknari vandamála. Og það er ein bók sem virðist hafa hitt beint í hjartað á þeirri umræðu: Landet som ble for rikt – eða Landið sem varð of ríkt – eftir hagfræðinginn Martin Bech Holte. Þótt bókin hafi komið fyrst út árið 2023, er hún enn mikið til umræðu sérstaklega nú í aðdraganda kosninganna. Holte setur fram ögrandi en mikilvæga spurningu: Hvað gerist þegar samfélag verður svo auðugt að það hættir að virka? Er hægt að verða svo ríkur að maður hætti að spyrja óþægilegra spurninga? Velgengni sem hömlur á breytingar Noregur er eitt af auðugustu löndum heims. Olíusjóður landsins nemur yfir 15.000 milljarða íslenskra króna og hefur verið notaður sem fyrirmynd að ábyrgri auðlindanýtingu. Samfélagið er stöðugt, velferðarkerfið örlátt og atvinnuleysi lágt. Á yfirborðinu virðist allt í góðu lagi. En Holte dregur upp aðra mynd. Þetta ríkidæmi hafi sljóvgandi áhrif á samfélagið þegar flestir búa við efnahagslegt öryggi, þegar velferðarkerfið styður rausnarlega við borgarana, dregur það úr hvata einstaklinga og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta hefur verið kallað „auðlindabölvun“ – þ.e. ekki spilling eða valdníðsla eins og oft sést í þróunarríkjum, heldur pólitískur sljóleiki, félagsleg leti og hnignun í menntun sem stafar af of þægilegri tilveru. Leti og rýr menntun: birtingarmynd vandans Í bókinni bendir Holte á áhugaverða tölfræði. Um 75% Norðmanna á kosningaaldri eru annað hvort á bótum eða í opinberri þjónustu. Einkaframtak dregst saman – aðeins 15% starfa hjá einkareknum fyrirtækjum í Noregi. Skattar á auðmenn hafa hækkað svo mikið að margir ríkustu einstaklingar landsins hafa flust til Sviss. Jafnvel menntakerfið virðist ekki njóta góðs af ríkidæminu: niðurstöður úr PISA-könnunum sýna slaka frammistöðu norskra nemenda í lestri og stærðfræði, og sífellt færri sækja framhalds- eða háskólanám. Olíusjóðurinn – upphaflega ætlaður til fjárfestingar í þekkingu og framtíð – hefur ekki verið nýttur í þeim tilgangi. Spurningin sem Holte varpar fram – kaldhæðnisleg en alvarleg – er þessi: „Þegar allir fá sitt skerf af kökunni, hver nennir þá að gagnrýna stjórnvöld?“ Hvað með Ísland: Eru við á sömu braut? Þótt þessi ádeila beinist að Noregi, er hún jafnframt viðvörun til Íslands. Íslendingar byggja velferð sína ekki á olíu heldur á vatnsafli og jarðvarma – og nú er deilt um vindorkuna. En spurningarnar sem Holte varpar fram eiga ekki síður við hér: Hvernig nýtum við auðlindir? Til hvers? – og með hvaða afleiðingum fyrir samfélagið? Við stöndum nú á tímamótum í orkumálum – bæði tæknilega og pólitískt séð. Umræða um vindorkuverkefni, orkuflutningskerfi og nýtingu náttúruauðlinda hefur orðið sífellt pólitískari. Umræðan snýst ekki eingöngu um krónur og aura – heldur einnig um sjálfsmynd þjóðarinnar, lýðræðisþátttöku, fullveldi og framtíðarsýn. Ef einblínt er á hagfræðilegu hliðina, má spyrja: Ef græna orkustefnan verður aðallega rekin sem útflutningsverkefni í fjáröflunarskyni, hvað verður þá um samfélagslega samstöðu, sköpunarkraft og gagnrýna hugsun? Ríkidæmi: ávinningur eða byrði? Það sem Holte undirstrikar í bók sinni – og sem ætti að hvetja okkur Íslendinga til íhugunar er auðlindanýting – hvort sem hún byggist á jarðefnaeldsneyti eða grænni orku – krefst meira en hagfræðilegra útreikninga. Hún krefst pólitískrar meðvitundar, menningar- og menntunarlegra sjónarmiða og siðferðilegrar stefnumótunar. Við þurfum eins og Norðmenn að spyrja okkur: Hvernig samfélag viljum við byggja til framtíðar? Viljum við virkt lýðræði og öflugt borgarasamfélag? Eða þægilegt kerfi sem gefur öllum eitthvað – en gerir engan fúsan til að breyta nokkru og þar sem allir starfa hjá ríkinu? Lokaorð: Að spyrja óþægilegra spurninga „Við gætum orðið landið sem varð of ríkt á ný – nema við lærum að spyrja óþægilegra spurninga í tæka tíð,“ segir Holte í bók sinni. Þetta er ekki eingöngu áskorun til Norðmanna. Hún á einnig við okkur Íslendinga, sem nú þurfa að vega og meta hvernig framtíð grænnar orkunýtingar eigi að líta út og hvernig hún í raun og veru þjónar fólkinu í landinu. Að verða rík – það eitt og sér er ekki afrek. Spurningin er hvort við hvort við reynum að nýta þann auð af visku til að byggja réttlátt, gagnrýnið og sjálfbært samfélag. Höfundur er læknir og fullveldissinni Heimildir: https://www.norli.no/boker/dokumentar-og-fakta/historie-og-dokumentar/debatt-og-samfunn/landet-som-ble-for-rikt-9788248938262 https://www.svd.se/a/1MEaOM/ekonomen-bech-holte-om-norges-problem-lata-lontagare-och-undermaliga-studenter https://www.nrk.no/anmeldelser/anmeldelse_-_landet-som-ble-for-rikt_-av-martin-bech-holte-1.17201297 https://www.akademibokhandeln.se/sok?sokfraga=Martin+Bech+Holte Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Noregur Júlíus Valsson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Á meðan Norðmenn búa sig undir þingkosningarnar 2025, hefur lítið verið rætt um raunveruleg vandamál og brýn verkefni í landinu. Í stað þess hefur umræðan í kosningabaráttunni snúist um alþjóðamál eins og stríðið í Úkraínu og ástandið í Gaza – mál sem norskir stjórnmálamenn hafa takmakað vald til að breyta. (hljómar kunnuglega, ekki satt?). En undir kraumar mikil óánægja sem á rætur að rekja til dýpri og flóknari vandamála. Og það er ein bók sem virðist hafa hitt beint í hjartað á þeirri umræðu: Landet som ble for rikt – eða Landið sem varð of ríkt – eftir hagfræðinginn Martin Bech Holte. Þótt bókin hafi komið fyrst út árið 2023, er hún enn mikið til umræðu sérstaklega nú í aðdraganda kosninganna. Holte setur fram ögrandi en mikilvæga spurningu: Hvað gerist þegar samfélag verður svo auðugt að það hættir að virka? Er hægt að verða svo ríkur að maður hætti að spyrja óþægilegra spurninga? Velgengni sem hömlur á breytingar Noregur er eitt af auðugustu löndum heims. Olíusjóður landsins nemur yfir 15.000 milljarða íslenskra króna og hefur verið notaður sem fyrirmynd að ábyrgri auðlindanýtingu. Samfélagið er stöðugt, velferðarkerfið örlátt og atvinnuleysi lágt. Á yfirborðinu virðist allt í góðu lagi. En Holte dregur upp aðra mynd. Þetta ríkidæmi hafi sljóvgandi áhrif á samfélagið þegar flestir búa við efnahagslegt öryggi, þegar velferðarkerfið styður rausnarlega við borgarana, dregur það úr hvata einstaklinga og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta hefur verið kallað „auðlindabölvun“ – þ.e. ekki spilling eða valdníðsla eins og oft sést í þróunarríkjum, heldur pólitískur sljóleiki, félagsleg leti og hnignun í menntun sem stafar af of þægilegri tilveru. Leti og rýr menntun: birtingarmynd vandans Í bókinni bendir Holte á áhugaverða tölfræði. Um 75% Norðmanna á kosningaaldri eru annað hvort á bótum eða í opinberri þjónustu. Einkaframtak dregst saman – aðeins 15% starfa hjá einkareknum fyrirtækjum í Noregi. Skattar á auðmenn hafa hækkað svo mikið að margir ríkustu einstaklingar landsins hafa flust til Sviss. Jafnvel menntakerfið virðist ekki njóta góðs af ríkidæminu: niðurstöður úr PISA-könnunum sýna slaka frammistöðu norskra nemenda í lestri og stærðfræði, og sífellt færri sækja framhalds- eða háskólanám. Olíusjóðurinn – upphaflega ætlaður til fjárfestingar í þekkingu og framtíð – hefur ekki verið nýttur í þeim tilgangi. Spurningin sem Holte varpar fram – kaldhæðnisleg en alvarleg – er þessi: „Þegar allir fá sitt skerf af kökunni, hver nennir þá að gagnrýna stjórnvöld?“ Hvað með Ísland: Eru við á sömu braut? Þótt þessi ádeila beinist að Noregi, er hún jafnframt viðvörun til Íslands. Íslendingar byggja velferð sína ekki á olíu heldur á vatnsafli og jarðvarma – og nú er deilt um vindorkuna. En spurningarnar sem Holte varpar fram eiga ekki síður við hér: Hvernig nýtum við auðlindir? Til hvers? – og með hvaða afleiðingum fyrir samfélagið? Við stöndum nú á tímamótum í orkumálum – bæði tæknilega og pólitískt séð. Umræða um vindorkuverkefni, orkuflutningskerfi og nýtingu náttúruauðlinda hefur orðið sífellt pólitískari. Umræðan snýst ekki eingöngu um krónur og aura – heldur einnig um sjálfsmynd þjóðarinnar, lýðræðisþátttöku, fullveldi og framtíðarsýn. Ef einblínt er á hagfræðilegu hliðina, má spyrja: Ef græna orkustefnan verður aðallega rekin sem útflutningsverkefni í fjáröflunarskyni, hvað verður þá um samfélagslega samstöðu, sköpunarkraft og gagnrýna hugsun? Ríkidæmi: ávinningur eða byrði? Það sem Holte undirstrikar í bók sinni – og sem ætti að hvetja okkur Íslendinga til íhugunar er auðlindanýting – hvort sem hún byggist á jarðefnaeldsneyti eða grænni orku – krefst meira en hagfræðilegra útreikninga. Hún krefst pólitískrar meðvitundar, menningar- og menntunarlegra sjónarmiða og siðferðilegrar stefnumótunar. Við þurfum eins og Norðmenn að spyrja okkur: Hvernig samfélag viljum við byggja til framtíðar? Viljum við virkt lýðræði og öflugt borgarasamfélag? Eða þægilegt kerfi sem gefur öllum eitthvað – en gerir engan fúsan til að breyta nokkru og þar sem allir starfa hjá ríkinu? Lokaorð: Að spyrja óþægilegra spurninga „Við gætum orðið landið sem varð of ríkt á ný – nema við lærum að spyrja óþægilegra spurninga í tæka tíð,“ segir Holte í bók sinni. Þetta er ekki eingöngu áskorun til Norðmanna. Hún á einnig við okkur Íslendinga, sem nú þurfa að vega og meta hvernig framtíð grænnar orkunýtingar eigi að líta út og hvernig hún í raun og veru þjónar fólkinu í landinu. Að verða rík – það eitt og sér er ekki afrek. Spurningin er hvort við hvort við reynum að nýta þann auð af visku til að byggja réttlátt, gagnrýnið og sjálfbært samfélag. Höfundur er læknir og fullveldissinni Heimildir: https://www.norli.no/boker/dokumentar-og-fakta/historie-og-dokumentar/debatt-og-samfunn/landet-som-ble-for-rikt-9788248938262 https://www.svd.se/a/1MEaOM/ekonomen-bech-holte-om-norges-problem-lata-lontagare-och-undermaliga-studenter https://www.nrk.no/anmeldelser/anmeldelse_-_landet-som-ble-for-rikt_-av-martin-bech-holte-1.17201297 https://www.akademibokhandeln.se/sok?sokfraga=Martin+Bech+Holte
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar