Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar 5. september 2025 11:02 Nú hafa ýmsir aðilar beint spjótum sínum að Snorra Mássyni vegna skoðana hans í Kastljósinu á mánudaginn. Málflutningur hans er meðal annars bendlaður við hatur, útilokun og ofbeldi. Þetta horfir töluvert öðruvísi við mér. Við erum kannski á öndverðum meiði, lesandi góður, en skoðanir og spurningar Snorra eru eðlilegar að mínu mati. Draga má þá ályktun að það hljóti að vera af annarlegum ástæðum sem feli meðal annars í sér óbeit eða óvild. Einfaldari skýring kann að vera sú að lífi okkar virðist vera settar ákveðnar skorður af náttúrunnar hendi og að ekki megi líta framhjá því. Eftirfarandi eru vangaveltur í þeim dúr. Við erum líkamlegar verur. Sá veruleiki setur okkur greinilegar skorður og hefur gífurlega mikið að segja um það hver við erum. Þrátt fyrir að vera ólíks eðlis hanga sál og líkami saman með nánum hætti. Það er eðlilega snúnara að henda reiður á ósýnilegri sálinni en líkamanum. Hver við erum er sannarlega leyndardómsfullt. Það er þó alltaf í gegnum líkamann sem sálin birtist. Næmni og ákveðni fólks, svo dæmi megi taka, skynjum við meðal annars gegnum göngulag þess, augnaráð og beitingu raddar. Við minnumst ástvina gegnum ljósmyndir. Við rifjum upp hvernig þeir brostu og hvað þeir höfðu að segja. Kynni okkar af því hvaða mann þeir höfðu að geyma (sál þeirra) eru því ávallt bundin við gjörðir og fas, og þar með líkamann. Þrátt fyrir skýrt tal gegn hatri og ofbeldi í Kastljósinu er Snorri ásakaður um að hafa gefið hvoru tveggja undir fótinn með sínu máli, meðal annars fyrir tal um að kynin séu í grunninn tvö. Snorri hefur einnig verið sakaður um afturhald og að vera gamaldags. Kannski er trúin á að kynin séu tvö gamaldags í besta skilningi þess orðs. Eiginleg íhaldssemi snýst til dæmis ekki um einskæran mótþróa gagnvart nýjum straumum, heldur varðveitingu þess sem staðist hefur tímans tönn og gefist vel. Það er ljóst að sumum þykir kynjatvíhyggjan (heiti sem oft er notað kaldhæðnislega) úr sér gengin og forneskjuleg. Aðrir, svo sem undirritaður, sjá hana frekar sem sígilda og alls ekki útilokandi gagnvart þeim sem ekki fella sig við sitt kyn. Í þessu samhengi má vísa í viðtal Debbie Hayton hjá Triggernometry frá árinu 2021 (https://www.youtube.com/watch?v=q0DT1aBHheI). Debbie er trans kona sem segist engu að síður vera karlmaður þar sem veruleiki líkamans er óhjákvæmilegur. Er Debbie þar með að afneita tilvist eða tilverurétti sínum? Er margbreytni meðal fólks kveðin niður í þessu tilfelli? Að trúa því að kynin séu tvö felur í sér að gefa mikilvægi líkamans sinn gaum (hér er auðvitað ekki verið að líta framhjá u.þ.b. 1% tilfella þar sem fólk fæðist með ódæmigerð kyneinkenni). Er hatursfullt að telja líkamann órjúfanlegan lið þegar kyn einstaklings er ákvarðað? Er fordómafullt að telja slíkar takmarkanir óumflýjanlegar? Getur sjálfsmynd okkar ein og sér að skorið úr um það hver við erum? Hver við erum er vissulega eitthvað sem við finnum hjá okkur sjálfum en ekki einvörðungu. Það er vel skiljanlegt að kynvitund fólks, eða hvernig fólk upplifir sjálft sig, geti verið mis kvenleg, mis karlmannleg og þar fram eftir götunum. Það er því auðskilið að kynvitund fólks rími stundum illa við kyn þess, en að kynvitund sé höfð að leiðarljósi þegar kyn fólks er ákvarðað er aftur á móti verulega á skjön við sannfæringu margs fólks, án þess að hatur komi þar við sögu. Ef kynvitundin ein ræður förinni, til að mynda, er kona sá einstaklingur sem upplifir og skilgreinir sig sem slíka. Auðvelt er að finna til með því og virða að upplifunin sé með þessum hætti. Að því sögðu, þá er það að styðjast við kynvitund eina og sér í ákvörðun um kyn fólks engu að síður greinileg kollvörpun á því hvað við meinum þegar við segjum að einhver sé karl eða kona, og byggir jú á ákveðinni hugmyndafræði eða heimssýn. Það er ekki þar með sagt að líf trans fólks sé lítillækkað og smættað niður í einbera hugmyndafræði. Reynslan sem liggur þar að baki er vitanlega merkingarbær, en um það hvernig ber að skilja þessa reynslu ríkir augljóslega hugmyndafræðilegur ágreiningur. Vegna ólíkra heimsmynda er ljóst að hluti umræðunnar felur í sér að fólk tali framhjá hvoru öðru. Einstaklingar sem hafna fyrrnefndri kynjatvíhyggju tala iðulega um kyn á grundvelli kynvitundar, eða upplifunar hvers og eins. Þeir sem telja kynin í grunninn tvö telja líkamann og þær takmarkanir sem honum fylgja ómissandi (án þess að manneskjan sé þar með smættuð niður í litninga, kynfrumur o.s.frv.). Hver og einn verður að gera upp við sig hvort það sé hættulegt og útilokandi að telja kyn líkamlega ígrundað. Um er að ræða spurningar sem varða hvers konar verur við erum. Að fólki greini á um viðfangsefnið er eðlilegt og er það bæði sjálfsagt og mikilvægt að mönnum gefist færi á að ræða sín sjónarmið fyrir opnum tjöldum líkt og Snorri gerði. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hafa ýmsir aðilar beint spjótum sínum að Snorra Mássyni vegna skoðana hans í Kastljósinu á mánudaginn. Málflutningur hans er meðal annars bendlaður við hatur, útilokun og ofbeldi. Þetta horfir töluvert öðruvísi við mér. Við erum kannski á öndverðum meiði, lesandi góður, en skoðanir og spurningar Snorra eru eðlilegar að mínu mati. Draga má þá ályktun að það hljóti að vera af annarlegum ástæðum sem feli meðal annars í sér óbeit eða óvild. Einfaldari skýring kann að vera sú að lífi okkar virðist vera settar ákveðnar skorður af náttúrunnar hendi og að ekki megi líta framhjá því. Eftirfarandi eru vangaveltur í þeim dúr. Við erum líkamlegar verur. Sá veruleiki setur okkur greinilegar skorður og hefur gífurlega mikið að segja um það hver við erum. Þrátt fyrir að vera ólíks eðlis hanga sál og líkami saman með nánum hætti. Það er eðlilega snúnara að henda reiður á ósýnilegri sálinni en líkamanum. Hver við erum er sannarlega leyndardómsfullt. Það er þó alltaf í gegnum líkamann sem sálin birtist. Næmni og ákveðni fólks, svo dæmi megi taka, skynjum við meðal annars gegnum göngulag þess, augnaráð og beitingu raddar. Við minnumst ástvina gegnum ljósmyndir. Við rifjum upp hvernig þeir brostu og hvað þeir höfðu að segja. Kynni okkar af því hvaða mann þeir höfðu að geyma (sál þeirra) eru því ávallt bundin við gjörðir og fas, og þar með líkamann. Þrátt fyrir skýrt tal gegn hatri og ofbeldi í Kastljósinu er Snorri ásakaður um að hafa gefið hvoru tveggja undir fótinn með sínu máli, meðal annars fyrir tal um að kynin séu í grunninn tvö. Snorri hefur einnig verið sakaður um afturhald og að vera gamaldags. Kannski er trúin á að kynin séu tvö gamaldags í besta skilningi þess orðs. Eiginleg íhaldssemi snýst til dæmis ekki um einskæran mótþróa gagnvart nýjum straumum, heldur varðveitingu þess sem staðist hefur tímans tönn og gefist vel. Það er ljóst að sumum þykir kynjatvíhyggjan (heiti sem oft er notað kaldhæðnislega) úr sér gengin og forneskjuleg. Aðrir, svo sem undirritaður, sjá hana frekar sem sígilda og alls ekki útilokandi gagnvart þeim sem ekki fella sig við sitt kyn. Í þessu samhengi má vísa í viðtal Debbie Hayton hjá Triggernometry frá árinu 2021 (https://www.youtube.com/watch?v=q0DT1aBHheI). Debbie er trans kona sem segist engu að síður vera karlmaður þar sem veruleiki líkamans er óhjákvæmilegur. Er Debbie þar með að afneita tilvist eða tilverurétti sínum? Er margbreytni meðal fólks kveðin niður í þessu tilfelli? Að trúa því að kynin séu tvö felur í sér að gefa mikilvægi líkamans sinn gaum (hér er auðvitað ekki verið að líta framhjá u.þ.b. 1% tilfella þar sem fólk fæðist með ódæmigerð kyneinkenni). Er hatursfullt að telja líkamann órjúfanlegan lið þegar kyn einstaklings er ákvarðað? Er fordómafullt að telja slíkar takmarkanir óumflýjanlegar? Getur sjálfsmynd okkar ein og sér að skorið úr um það hver við erum? Hver við erum er vissulega eitthvað sem við finnum hjá okkur sjálfum en ekki einvörðungu. Það er vel skiljanlegt að kynvitund fólks, eða hvernig fólk upplifir sjálft sig, geti verið mis kvenleg, mis karlmannleg og þar fram eftir götunum. Það er því auðskilið að kynvitund fólks rími stundum illa við kyn þess, en að kynvitund sé höfð að leiðarljósi þegar kyn fólks er ákvarðað er aftur á móti verulega á skjön við sannfæringu margs fólks, án þess að hatur komi þar við sögu. Ef kynvitundin ein ræður förinni, til að mynda, er kona sá einstaklingur sem upplifir og skilgreinir sig sem slíka. Auðvelt er að finna til með því og virða að upplifunin sé með þessum hætti. Að því sögðu, þá er það að styðjast við kynvitund eina og sér í ákvörðun um kyn fólks engu að síður greinileg kollvörpun á því hvað við meinum þegar við segjum að einhver sé karl eða kona, og byggir jú á ákveðinni hugmyndafræði eða heimssýn. Það er ekki þar með sagt að líf trans fólks sé lítillækkað og smættað niður í einbera hugmyndafræði. Reynslan sem liggur þar að baki er vitanlega merkingarbær, en um það hvernig ber að skilja þessa reynslu ríkir augljóslega hugmyndafræðilegur ágreiningur. Vegna ólíkra heimsmynda er ljóst að hluti umræðunnar felur í sér að fólk tali framhjá hvoru öðru. Einstaklingar sem hafna fyrrnefndri kynjatvíhyggju tala iðulega um kyn á grundvelli kynvitundar, eða upplifunar hvers og eins. Þeir sem telja kynin í grunninn tvö telja líkamann og þær takmarkanir sem honum fylgja ómissandi (án þess að manneskjan sé þar með smættuð niður í litninga, kynfrumur o.s.frv.). Hver og einn verður að gera upp við sig hvort það sé hættulegt og útilokandi að telja kyn líkamlega ígrundað. Um er að ræða spurningar sem varða hvers konar verur við erum. Að fólki greini á um viðfangsefnið er eðlilegt og er það bæði sjálfsagt og mikilvægt að mönnum gefist færi á að ræða sín sjónarmið fyrir opnum tjöldum líkt og Snorri gerði. Höfundur er sálfræðingur.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun