Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar 5. september 2025 12:01 Íslenska ríkið er að útiloka íslenska framleiðendur frá eigin markaði á hæpnum forsendum svo ekki sé fastar að orði kveðið og um það fjallaði Kastljós 2. september sl. HúsheildHyrna ehf framleiðir á Norðurlandi gæðaglugga og hurðir í samræmi við evrópskar kröfur og reglur. Fyrirtækið vill CE-merkja vörur sínar – rétt eins og lög krefjast, til að geta tekið þátt í verkefnum þar sem slíkra merkinga er krafist. Á landinu er til einn prófunarklefi til að gæðavotta glugga. Niðurstöður sem þaðan koma eru ekki viðurkenndar af stjórnkerfinu þótt klefinn og mælingar standist allan samanburð og vörur HúsheildarHyrnu staðist allar prófanir og langt umfram þess sem krafist er. Þeir geta því ekki auglýsvörur sínar án þess að brjóta lög. Ríkisstofnanir neita að nota vöruna af því hún hefur ekki CE stimpil. Stimpilinn vantar á vöruna en ekki vegna þess að varan uppfylli ekki kröfur, heldur af því að ríkið býður enga vottun, enga prófun, enga lausn til að hægt sé að uppfylla kröfur sama ríkisvalds. Á meðan geta samkeppnisaðilar erlendis frá flutt flutt inn vörur með CE-merki en enginn getur í raun staðfest gæði þess sem flutt er inn því sú vara er ekki prófuð hér á landi. Misserum saman hefur verið óskað eftir því að stjórnkerfið viðurkenni þessar mælingar eða komi sjálft upp klefa sem kerfið tekur þá mark á. Engu hefur verið svarað og á meðan geta íslenskir framleiðendur ekki keppt við innflutta framleiðslu. Það er í raun með ólíkindum að íslenskur iðnaður mæti slíkum afgangi hjá stjórnkerfinu og stjórnvöldum Þetta er kerfisbundin mismunun gegn íslenskum fyrirtækjum. Og hlýtur það að teljast gríðarlega alvarlegt mál. Ríkið getur ekki falið sig lengur bak við að „verið sé að vinna í málinu“. Þetta mál hefur legið á borðum stjórnvalda í langan tíma. Á þetta hefur verið bent í skýrslum, frá atvinnulífinu, og nú opinberað í ríkissjónvarpinu. Hvað meira þarf til? HúsheildHyrna ehf og framleiðslustjóri fyrirtækisins í gluggum og hurðum, Eiríkur Guðberg Guðmundsson, hefur sýnt mikla þrautseigju í málinu á undanförnum misserum. En nú virðist þolinmæði þrotin. Hversu miklum skaða ætla embættismenn á íslandi að valda íslenskri framleiðslu? Fyrirtækið óskar einskis annars en réttar síns til að starfa án hafta og skemmdarverka af hendi ríkisins. Ekki er verið að biðja um fyrirgreiðslu. Það er verið að biðla til ríkisins um að framleiðendur geti starfað eftir reglum sem ríkið sjálft innleiddi. Það er ekki of mikið að biðja um. Stjórnvöld verða að taka á þessu máli strax. Hvernig getur CE-merking verið skylda, ef engin leið er til að uppfylla hana innanlands? Hversu lengi ætla stjórnvöld að láta íslenskan iðnað blæða vegna eigin aðgerðaleysis? Ef Ísland vill kalla sig iðnríki, þá verður það að standa með eigin framleiðendum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgrímur Sigmundsson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið er að útiloka íslenska framleiðendur frá eigin markaði á hæpnum forsendum svo ekki sé fastar að orði kveðið og um það fjallaði Kastljós 2. september sl. HúsheildHyrna ehf framleiðir á Norðurlandi gæðaglugga og hurðir í samræmi við evrópskar kröfur og reglur. Fyrirtækið vill CE-merkja vörur sínar – rétt eins og lög krefjast, til að geta tekið þátt í verkefnum þar sem slíkra merkinga er krafist. Á landinu er til einn prófunarklefi til að gæðavotta glugga. Niðurstöður sem þaðan koma eru ekki viðurkenndar af stjórnkerfinu þótt klefinn og mælingar standist allan samanburð og vörur HúsheildarHyrnu staðist allar prófanir og langt umfram þess sem krafist er. Þeir geta því ekki auglýsvörur sínar án þess að brjóta lög. Ríkisstofnanir neita að nota vöruna af því hún hefur ekki CE stimpil. Stimpilinn vantar á vöruna en ekki vegna þess að varan uppfylli ekki kröfur, heldur af því að ríkið býður enga vottun, enga prófun, enga lausn til að hægt sé að uppfylla kröfur sama ríkisvalds. Á meðan geta samkeppnisaðilar erlendis frá flutt flutt inn vörur með CE-merki en enginn getur í raun staðfest gæði þess sem flutt er inn því sú vara er ekki prófuð hér á landi. Misserum saman hefur verið óskað eftir því að stjórnkerfið viðurkenni þessar mælingar eða komi sjálft upp klefa sem kerfið tekur þá mark á. Engu hefur verið svarað og á meðan geta íslenskir framleiðendur ekki keppt við innflutta framleiðslu. Það er í raun með ólíkindum að íslenskur iðnaður mæti slíkum afgangi hjá stjórnkerfinu og stjórnvöldum Þetta er kerfisbundin mismunun gegn íslenskum fyrirtækjum. Og hlýtur það að teljast gríðarlega alvarlegt mál. Ríkið getur ekki falið sig lengur bak við að „verið sé að vinna í málinu“. Þetta mál hefur legið á borðum stjórnvalda í langan tíma. Á þetta hefur verið bent í skýrslum, frá atvinnulífinu, og nú opinberað í ríkissjónvarpinu. Hvað meira þarf til? HúsheildHyrna ehf og framleiðslustjóri fyrirtækisins í gluggum og hurðum, Eiríkur Guðberg Guðmundsson, hefur sýnt mikla þrautseigju í málinu á undanförnum misserum. En nú virðist þolinmæði þrotin. Hversu miklum skaða ætla embættismenn á íslandi að valda íslenskri framleiðslu? Fyrirtækið óskar einskis annars en réttar síns til að starfa án hafta og skemmdarverka af hendi ríkisins. Ekki er verið að biðja um fyrirgreiðslu. Það er verið að biðla til ríkisins um að framleiðendur geti starfað eftir reglum sem ríkið sjálft innleiddi. Það er ekki of mikið að biðja um. Stjórnvöld verða að taka á þessu máli strax. Hvernig getur CE-merking verið skylda, ef engin leið er til að uppfylla hana innanlands? Hversu lengi ætla stjórnvöld að láta íslenskan iðnað blæða vegna eigin aðgerðaleysis? Ef Ísland vill kalla sig iðnríki, þá verður það að standa með eigin framleiðendum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun