Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 4. september 2025 14:01 Á nýyfirstaðinni makrílvertíð veiddu íslensk skip og færeysk á sömu miðum, eins og svo oft áður. Einhverra hluta vegna drógu íslensku skipin mun verðminni fisk á land. Undir lok vertíðarinnar fengu Íslendingar ekki nema um 40% af því verði sem Færeyingar fengu fyrir sama hráefni. Útgerðin verður að skýra fyrir þjóðinni hvernig á þessu stendur. Um er að ræða fjárhæðir sem hlaupa á milljörðum. VM hefur traustar heimildir fyrir því að Færeyingar hafi fengið allt að 327 krónur fyrir kílóið af makríl á vertíðinni, eða 17 danskar krónur. Undir lok vertíðarinnar fengu íslensk skip á sama tíma 132 krónur fyrir hvert kíló sem veiddist í trollið. Heimildir herma einnig að Norðmenn hafi fengið 33 krónur norskar, eða um 397 krónur íslenskar, fyrir kílóið af makríl sem veiddur var í nót á vertíðinni. Íslensku skipin og þau færeysku veiddu makrílinn á sömu miðum. Eini munurinn er sá að að færeysku skipin landa að jafnaði í Færeyjum en þau íslensku á Íslandi. VM hefur um árabil bent á óeðlilegan mun á aflaverðmæti íslenskra skipa og skipa nágrannalandanna, hvað uppsjávarveiðar varðar. Í grein eftir Indriða G. Þorláksson, fyrrverandi skattstjóra, frá 2019 um Samherjamálin vitnar hann í skýrslu nefndar fjármála- og efnahagsráðherra frá 2016 þar sem segir meðal annars: „Um eignir Íslendinga á aflandssvæðum er sá þáttur, m.a. í sjávarútvegi, nefndur til skýringa á uppsöfnun aflandseigna og sagt varfærnislega að ekki sé hægt að útiloka að slíkt sé enn í gangi. Í skýrslunni er m.a. þetta orðalag að finna: „Til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Þannig var hægt að komast hjá skattgreiðslum. Svo virðist sem lítið hafi breyst í þessum efnum. Miðað við þær upplýsingar sem VM hefur fengið er verðmunur á makrílafla á milli Íslands og Færeyja um það bil 200 krónur á kíló. Ef við tækjum aðeins uppsjávarskip Brims, væri munurinn á aflaverðmæti, ef aflanum hefði verið landað í Færeyjum, rúmir fjórir milljarðar króna á vertíðinni. Hver skyldi heildarmunurinn hafa verið hjá flotanum öllum á nýliðinni vertíð? Ljóst má vera að það undirverð sem íslensk skip fá fyrir makrílaflann sinn, samanborið við nágrannalöndin, bitnar á ríkissjóði í formi glataðra skatttekna, sveitarfélaga vegna lægri launa og hafnarsjóðum þar sem aflanum er landað. Síðast en ekki síst bera sjómenn, sem fá ekki nema 40% af því sem færeyskir kollegar fá fyrir aflann, skarðan hlut frá borði. Í kjarasamningi útgerðarinnar og sjómanna er kveðið á um að sjómenn fái þriðjung afurðaverðsins í sinn hlut. VM krefst þess að útgerðin skýri, fyrir sjómönnum og íslensku þjóðinni, hvers vegna íslenskar útgerðir selja aflann sinn á hrakvirði. Höfundur er formaður VM – Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Á nýyfirstaðinni makrílvertíð veiddu íslensk skip og færeysk á sömu miðum, eins og svo oft áður. Einhverra hluta vegna drógu íslensku skipin mun verðminni fisk á land. Undir lok vertíðarinnar fengu Íslendingar ekki nema um 40% af því verði sem Færeyingar fengu fyrir sama hráefni. Útgerðin verður að skýra fyrir þjóðinni hvernig á þessu stendur. Um er að ræða fjárhæðir sem hlaupa á milljörðum. VM hefur traustar heimildir fyrir því að Færeyingar hafi fengið allt að 327 krónur fyrir kílóið af makríl á vertíðinni, eða 17 danskar krónur. Undir lok vertíðarinnar fengu íslensk skip á sama tíma 132 krónur fyrir hvert kíló sem veiddist í trollið. Heimildir herma einnig að Norðmenn hafi fengið 33 krónur norskar, eða um 397 krónur íslenskar, fyrir kílóið af makríl sem veiddur var í nót á vertíðinni. Íslensku skipin og þau færeysku veiddu makrílinn á sömu miðum. Eini munurinn er sá að að færeysku skipin landa að jafnaði í Færeyjum en þau íslensku á Íslandi. VM hefur um árabil bent á óeðlilegan mun á aflaverðmæti íslenskra skipa og skipa nágrannalandanna, hvað uppsjávarveiðar varðar. Í grein eftir Indriða G. Þorláksson, fyrrverandi skattstjóra, frá 2019 um Samherjamálin vitnar hann í skýrslu nefndar fjármála- og efnahagsráðherra frá 2016 þar sem segir meðal annars: „Um eignir Íslendinga á aflandssvæðum er sá þáttur, m.a. í sjávarútvegi, nefndur til skýringa á uppsöfnun aflandseigna og sagt varfærnislega að ekki sé hægt að útiloka að slíkt sé enn í gangi. Í skýrslunni er m.a. þetta orðalag að finna: „Til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Þannig var hægt að komast hjá skattgreiðslum. Svo virðist sem lítið hafi breyst í þessum efnum. Miðað við þær upplýsingar sem VM hefur fengið er verðmunur á makrílafla á milli Íslands og Færeyja um það bil 200 krónur á kíló. Ef við tækjum aðeins uppsjávarskip Brims, væri munurinn á aflaverðmæti, ef aflanum hefði verið landað í Færeyjum, rúmir fjórir milljarðar króna á vertíðinni. Hver skyldi heildarmunurinn hafa verið hjá flotanum öllum á nýliðinni vertíð? Ljóst má vera að það undirverð sem íslensk skip fá fyrir makrílaflann sinn, samanborið við nágrannalöndin, bitnar á ríkissjóði í formi glataðra skatttekna, sveitarfélaga vegna lægri launa og hafnarsjóðum þar sem aflanum er landað. Síðast en ekki síst bera sjómenn, sem fá ekki nema 40% af því sem færeyskir kollegar fá fyrir aflann, skarðan hlut frá borði. Í kjarasamningi útgerðarinnar og sjómanna er kveðið á um að sjómenn fái þriðjung afurðaverðsins í sinn hlut. VM krefst þess að útgerðin skýri, fyrir sjómönnum og íslensku þjóðinni, hvers vegna íslenskar útgerðir selja aflann sinn á hrakvirði. Höfundur er formaður VM – Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun