Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. september 2025 07:00 Helzta ástæða þess að umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið 2009 fór út um þúfur var sú að stjórnarflokkarnir voru ekki samstíga um það að rétt væri að ganga í sambandið. Þannig var Samfylkingin því hlynnt á meðan Vinstri grænir voru það ekki þó þeir hafi keypt ríkisstjórnarsamstarfið með því að styðja umsóknina. Jafnvel Evrópusambandið sjálft lýsti ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að flokkarnir gengju ekki í takt í þeim efnum. Málið var umdeilt í röðum Evrópusambandssinna og töldu margir í þeim hópi að ekki væri skynsamlegt að sækja um inngöngu í Evrópusambandið við slíkar aðstæður. Það myndi aðeins skaða málstaðinn sem reyndist rétt. Þeir urðu hins vegar ofan á sem töldu að láta yrði reyna á það. Óvíst væri að betra tækifæri fengist en með uppnáminu í kjölfar bankahrunsins. Meira að segja Þorsteinn Pálsson, síðar guðfaðir Viðreisnar, benti á það að klofin stjórn gagnvart málinu gæti ekki klárað það. Færi í bága við þingræðisregluna „Frá upphafi hefur verið ljóst að andstaða VG við aðild að ESB myndi veikja samningsstöðu Íslands. Eftir því sem nær dregur efnislegum viðræðum verður þetta vandamál skýrara,“ ritaði Þorsteinn til dæmis í Fréttablaðið 23. október 2010 og enn fremur: „Viðræður af þessu tagi lúta sömu lögmálum og aðrir samningar. Ákvarðanir þarf að taka jafnt og þétt eftir því sem þeim vindur fram.“ Þann 20. nóvember sama ár ritaði hann síðan um þetta sama viðfangsefni á síður blaðsins: „Sú pólitíska tvöfeldni VG að greiða atkvæði með aðildarumsókn en vera jafnframt á móti aðild veikir stöðu Íslands í samningaviðræðum. Hún útilokar jafnframt að unnt verði að ljúka samningnum nema fleiri flokkar verði þá tilbúnir til að axla ábyrgð á niðurstöðunni. Ástæðan er sú að það er andstætt þingræðisreglunni að utanríkisráðherra undirriti samning ef meirihluti þingmanna styður ekki efni hans.“ Flokkar andvígir inngöngu gætu þannig ekki staðið að umsókn. Mun óheppilegri staða en 2009 Við stöndum nú frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum í þessum efnum. Ríkisstjórn sem samsett er af flokkum sem ekki eru samstíga um það hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Einungis er til staðar málamiðlun um að fram fari þjóðaratkvæði fyrir lok árs 2027 um það hvort stefna eigi aftur að inngöngu í sambandið. Ekkert samkomulag er hins vegar um það hvað taki við verði niðurstaðan sú að sækjast eftir inngöngu á ný. Vinstri grænir samþykktu þó allavega að sótt yrði um inngöngu. Með öðrum orðum eru aðstæður í raun enn verri nú en 2009 fyrir þá sem vilja ganga í Evrópusambandið. Við það bætist að enginn af stjórnarflokkunum hafði í kosningastefnu sinni fyrir síðustu þingkosningar að setja málið á dagskrá. Ekki einu sinni Viðreisn. Þá var engin áherzla á málið af hálfu flokksins í kosningabaráttunni. Fulltrúar flokksins ræddu það helzt ekki nema aðspurðir og slógu þá ýmist í eða úr. Þá ræddi Samfylkingin það alls ekki og Flokkur fólksins var andvígur því. Þjóðaratkvæðið mikil málamiðlun Forsenda þess að innganga í Evrópusambandið sé sett á dagskrá er vitanlega þvert á móti að flokkar hlynntir því setji málið á oddinn fyrir þingkosningar, nái þingmeirihluta út á það og myndi í kjölfarið samstíga ríkisstjórn í þeim efnum. Fyrir kosningarnar sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þjóðaratkvæðið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. Helzt vildi hann þannig fara beint í umsóknarferlið. Þessi sama Viðreisn og segist treysta þjóðinni. Tilgangurinn með þjóðaratkvæðinu er fyrst og fremst að reyna að komast framhjá þeim veruleika að málið er ekki ávísun á atkvæði, eins og Viðreisn áttaði sig á fyrir síðustu kosningar eftir að Evrópuhreyfingin undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns flokksins og núverandi aðstoðarmanns fjármálaráðherra hans, hafði látið gera skoðanakönnun í þeim efnum sem aldrei var birt, og að ekki er þingmeirihluti fyrir málinu og verður líklega seint. Sjálft umsóknarferlið krefst þess Meira að segja Evrópusambandið sjálft telur, sem fyrr segir, samstíga ríkisstjórn forsendu þess að sótt sé um inngöngu í það líkt og til að mynda kom fram í gögnum frá sambandinu sjálfu í tengslum við umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Og Þorsteinn Pálsson, guðfaðir Viðreisnar, benti sömuleiðis ítrekað á það á sínum tíma og færði fyrir því gild rök eins og áður segir að þingmeirihluti fyrir málinu væri að sama skapi nauðsynlegur til þess að hægt væri að ljúka umsóknarferlinu. Með öðrum orðum verður ekki komizt hjá því að standa rétt að málunun. Með umboði frá kjósendum úr þingkosningum til þess að setja málið á dagskrá í stað þess að leggja enga áherzlu á það í aðdraganda kosninganna og setja það síðan strax á dagskrá að þeim loknum. Sjálft umsóknarferlið beinlínis krefst þess eins og Þorsteinn benti réttilega á. Hitt er svo annað mál að ákveðið var að standa að málum með þessum hætti af hálfu stjórnvalda og þá er meira en sjálfsagt að taka slaginn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefsíðunni Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til Bretlands Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Helzta ástæða þess að umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið 2009 fór út um þúfur var sú að stjórnarflokkarnir voru ekki samstíga um það að rétt væri að ganga í sambandið. Þannig var Samfylkingin því hlynnt á meðan Vinstri grænir voru það ekki þó þeir hafi keypt ríkisstjórnarsamstarfið með því að styðja umsóknina. Jafnvel Evrópusambandið sjálft lýsti ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að flokkarnir gengju ekki í takt í þeim efnum. Málið var umdeilt í röðum Evrópusambandssinna og töldu margir í þeim hópi að ekki væri skynsamlegt að sækja um inngöngu í Evrópusambandið við slíkar aðstæður. Það myndi aðeins skaða málstaðinn sem reyndist rétt. Þeir urðu hins vegar ofan á sem töldu að láta yrði reyna á það. Óvíst væri að betra tækifæri fengist en með uppnáminu í kjölfar bankahrunsins. Meira að segja Þorsteinn Pálsson, síðar guðfaðir Viðreisnar, benti á það að klofin stjórn gagnvart málinu gæti ekki klárað það. Færi í bága við þingræðisregluna „Frá upphafi hefur verið ljóst að andstaða VG við aðild að ESB myndi veikja samningsstöðu Íslands. Eftir því sem nær dregur efnislegum viðræðum verður þetta vandamál skýrara,“ ritaði Þorsteinn til dæmis í Fréttablaðið 23. október 2010 og enn fremur: „Viðræður af þessu tagi lúta sömu lögmálum og aðrir samningar. Ákvarðanir þarf að taka jafnt og þétt eftir því sem þeim vindur fram.“ Þann 20. nóvember sama ár ritaði hann síðan um þetta sama viðfangsefni á síður blaðsins: „Sú pólitíska tvöfeldni VG að greiða atkvæði með aðildarumsókn en vera jafnframt á móti aðild veikir stöðu Íslands í samningaviðræðum. Hún útilokar jafnframt að unnt verði að ljúka samningnum nema fleiri flokkar verði þá tilbúnir til að axla ábyrgð á niðurstöðunni. Ástæðan er sú að það er andstætt þingræðisreglunni að utanríkisráðherra undirriti samning ef meirihluti þingmanna styður ekki efni hans.“ Flokkar andvígir inngöngu gætu þannig ekki staðið að umsókn. Mun óheppilegri staða en 2009 Við stöndum nú frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum í þessum efnum. Ríkisstjórn sem samsett er af flokkum sem ekki eru samstíga um það hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Einungis er til staðar málamiðlun um að fram fari þjóðaratkvæði fyrir lok árs 2027 um það hvort stefna eigi aftur að inngöngu í sambandið. Ekkert samkomulag er hins vegar um það hvað taki við verði niðurstaðan sú að sækjast eftir inngöngu á ný. Vinstri grænir samþykktu þó allavega að sótt yrði um inngöngu. Með öðrum orðum eru aðstæður í raun enn verri nú en 2009 fyrir þá sem vilja ganga í Evrópusambandið. Við það bætist að enginn af stjórnarflokkunum hafði í kosningastefnu sinni fyrir síðustu þingkosningar að setja málið á dagskrá. Ekki einu sinni Viðreisn. Þá var engin áherzla á málið af hálfu flokksins í kosningabaráttunni. Fulltrúar flokksins ræddu það helzt ekki nema aðspurðir og slógu þá ýmist í eða úr. Þá ræddi Samfylkingin það alls ekki og Flokkur fólksins var andvígur því. Þjóðaratkvæðið mikil málamiðlun Forsenda þess að innganga í Evrópusambandið sé sett á dagskrá er vitanlega þvert á móti að flokkar hlynntir því setji málið á oddinn fyrir þingkosningar, nái þingmeirihluta út á það og myndi í kjölfarið samstíga ríkisstjórn í þeim efnum. Fyrir kosningarnar sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þjóðaratkvæðið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. Helzt vildi hann þannig fara beint í umsóknarferlið. Þessi sama Viðreisn og segist treysta þjóðinni. Tilgangurinn með þjóðaratkvæðinu er fyrst og fremst að reyna að komast framhjá þeim veruleika að málið er ekki ávísun á atkvæði, eins og Viðreisn áttaði sig á fyrir síðustu kosningar eftir að Evrópuhreyfingin undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns flokksins og núverandi aðstoðarmanns fjármálaráðherra hans, hafði látið gera skoðanakönnun í þeim efnum sem aldrei var birt, og að ekki er þingmeirihluti fyrir málinu og verður líklega seint. Sjálft umsóknarferlið krefst þess Meira að segja Evrópusambandið sjálft telur, sem fyrr segir, samstíga ríkisstjórn forsendu þess að sótt sé um inngöngu í það líkt og til að mynda kom fram í gögnum frá sambandinu sjálfu í tengslum við umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Og Þorsteinn Pálsson, guðfaðir Viðreisnar, benti sömuleiðis ítrekað á það á sínum tíma og færði fyrir því gild rök eins og áður segir að þingmeirihluti fyrir málinu væri að sama skapi nauðsynlegur til þess að hægt væri að ljúka umsóknarferlinu. Með öðrum orðum verður ekki komizt hjá því að standa rétt að málunun. Með umboði frá kjósendum úr þingkosningum til þess að setja málið á dagskrá í stað þess að leggja enga áherzlu á það í aðdraganda kosninganna og setja það síðan strax á dagskrá að þeim loknum. Sjálft umsóknarferlið beinlínis krefst þess eins og Þorsteinn benti réttilega á. Hitt er svo annað mál að ákveðið var að standa að málum með þessum hætti af hálfu stjórnvalda og þá er meira en sjálfsagt að taka slaginn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefsíðunni Stjórnmálin.is.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun