Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. september 2025 07:00 Helzta ástæða þess að umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið 2009 fór út um þúfur var sú að stjórnarflokkarnir voru ekki samstíga um það að rétt væri að ganga í sambandið. Þannig var Samfylkingin því hlynnt á meðan Vinstri grænir voru það ekki þó þeir hafi keypt ríkisstjórnarsamstarfið með því að styðja umsóknina. Jafnvel Evrópusambandið sjálft lýsti ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að flokkarnir gengju ekki í takt í þeim efnum. Málið var umdeilt í röðum Evrópusambandssinna og töldu margir í þeim hópi að ekki væri skynsamlegt að sækja um inngöngu í Evrópusambandið við slíkar aðstæður. Það myndi aðeins skaða málstaðinn sem reyndist rétt. Þeir urðu hins vegar ofan á sem töldu að láta yrði reyna á það. Óvíst væri að betra tækifæri fengist en með uppnáminu í kjölfar bankahrunsins. Meira að segja Þorsteinn Pálsson, síðar guðfaðir Viðreisnar, benti á það að klofin stjórn gagnvart málinu gæti ekki klárað það. Færi í bága við þingræðisregluna „Frá upphafi hefur verið ljóst að andstaða VG við aðild að ESB myndi veikja samningsstöðu Íslands. Eftir því sem nær dregur efnislegum viðræðum verður þetta vandamál skýrara,“ ritaði Þorsteinn til dæmis í Fréttablaðið 23. október 2010 og enn fremur: „Viðræður af þessu tagi lúta sömu lögmálum og aðrir samningar. Ákvarðanir þarf að taka jafnt og þétt eftir því sem þeim vindur fram.“ Þann 20. nóvember sama ár ritaði hann síðan um þetta sama viðfangsefni á síður blaðsins: „Sú pólitíska tvöfeldni VG að greiða atkvæði með aðildarumsókn en vera jafnframt á móti aðild veikir stöðu Íslands í samningaviðræðum. Hún útilokar jafnframt að unnt verði að ljúka samningnum nema fleiri flokkar verði þá tilbúnir til að axla ábyrgð á niðurstöðunni. Ástæðan er sú að það er andstætt þingræðisreglunni að utanríkisráðherra undirriti samning ef meirihluti þingmanna styður ekki efni hans.“ Flokkar andvígir inngöngu gætu þannig ekki staðið að umsókn. Mun óheppilegri staða en 2009 Við stöndum nú frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum í þessum efnum. Ríkisstjórn sem samsett er af flokkum sem ekki eru samstíga um það hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Einungis er til staðar málamiðlun um að fram fari þjóðaratkvæði fyrir lok árs 2027 um það hvort stefna eigi aftur að inngöngu í sambandið. Ekkert samkomulag er hins vegar um það hvað taki við verði niðurstaðan sú að sækjast eftir inngöngu á ný. Vinstri grænir samþykktu þó allavega að sótt yrði um inngöngu. Með öðrum orðum eru aðstæður í raun enn verri nú en 2009 fyrir þá sem vilja ganga í Evrópusambandið. Við það bætist að enginn af stjórnarflokkunum hafði í kosningastefnu sinni fyrir síðustu þingkosningar að setja málið á dagskrá. Ekki einu sinni Viðreisn. Þá var engin áherzla á málið af hálfu flokksins í kosningabaráttunni. Fulltrúar flokksins ræddu það helzt ekki nema aðspurðir og slógu þá ýmist í eða úr. Þá ræddi Samfylkingin það alls ekki og Flokkur fólksins var andvígur því. Þjóðaratkvæðið mikil málamiðlun Forsenda þess að innganga í Evrópusambandið sé sett á dagskrá er vitanlega þvert á móti að flokkar hlynntir því setji málið á oddinn fyrir þingkosningar, nái þingmeirihluta út á það og myndi í kjölfarið samstíga ríkisstjórn í þeim efnum. Fyrir kosningarnar sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þjóðaratkvæðið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. Helzt vildi hann þannig fara beint í umsóknarferlið. Þessi sama Viðreisn og segist treysta þjóðinni. Tilgangurinn með þjóðaratkvæðinu er fyrst og fremst að reyna að komast framhjá þeim veruleika að málið er ekki ávísun á atkvæði, eins og Viðreisn áttaði sig á fyrir síðustu kosningar eftir að Evrópuhreyfingin undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns flokksins og núverandi aðstoðarmanns fjármálaráðherra hans, hafði látið gera skoðanakönnun í þeim efnum sem aldrei var birt, og að ekki er þingmeirihluti fyrir málinu og verður líklega seint. Sjálft umsóknarferlið krefst þess Meira að segja Evrópusambandið sjálft telur, sem fyrr segir, samstíga ríkisstjórn forsendu þess að sótt sé um inngöngu í það líkt og til að mynda kom fram í gögnum frá sambandinu sjálfu í tengslum við umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Og Þorsteinn Pálsson, guðfaðir Viðreisnar, benti sömuleiðis ítrekað á það á sínum tíma og færði fyrir því gild rök eins og áður segir að þingmeirihluti fyrir málinu væri að sama skapi nauðsynlegur til þess að hægt væri að ljúka umsóknarferlinu. Með öðrum orðum verður ekki komizt hjá því að standa rétt að málunun. Með umboði frá kjósendum úr þingkosningum til þess að setja málið á dagskrá í stað þess að leggja enga áherzlu á það í aðdraganda kosninganna og setja það síðan strax á dagskrá að þeim loknum. Sjálft umsóknarferlið beinlínis krefst þess eins og Þorsteinn benti réttilega á. Hitt er svo annað mál að ákveðið var að standa að málum með þessum hætti af hálfu stjórnvalda og þá er meira en sjálfsagt að taka slaginn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefsíðunni Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Helzta ástæða þess að umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið 2009 fór út um þúfur var sú að stjórnarflokkarnir voru ekki samstíga um það að rétt væri að ganga í sambandið. Þannig var Samfylkingin því hlynnt á meðan Vinstri grænir voru það ekki þó þeir hafi keypt ríkisstjórnarsamstarfið með því að styðja umsóknina. Jafnvel Evrópusambandið sjálft lýsti ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að flokkarnir gengju ekki í takt í þeim efnum. Málið var umdeilt í röðum Evrópusambandssinna og töldu margir í þeim hópi að ekki væri skynsamlegt að sækja um inngöngu í Evrópusambandið við slíkar aðstæður. Það myndi aðeins skaða málstaðinn sem reyndist rétt. Þeir urðu hins vegar ofan á sem töldu að láta yrði reyna á það. Óvíst væri að betra tækifæri fengist en með uppnáminu í kjölfar bankahrunsins. Meira að segja Þorsteinn Pálsson, síðar guðfaðir Viðreisnar, benti á það að klofin stjórn gagnvart málinu gæti ekki klárað það. Færi í bága við þingræðisregluna „Frá upphafi hefur verið ljóst að andstaða VG við aðild að ESB myndi veikja samningsstöðu Íslands. Eftir því sem nær dregur efnislegum viðræðum verður þetta vandamál skýrara,“ ritaði Þorsteinn til dæmis í Fréttablaðið 23. október 2010 og enn fremur: „Viðræður af þessu tagi lúta sömu lögmálum og aðrir samningar. Ákvarðanir þarf að taka jafnt og þétt eftir því sem þeim vindur fram.“ Þann 20. nóvember sama ár ritaði hann síðan um þetta sama viðfangsefni á síður blaðsins: „Sú pólitíska tvöfeldni VG að greiða atkvæði með aðildarumsókn en vera jafnframt á móti aðild veikir stöðu Íslands í samningaviðræðum. Hún útilokar jafnframt að unnt verði að ljúka samningnum nema fleiri flokkar verði þá tilbúnir til að axla ábyrgð á niðurstöðunni. Ástæðan er sú að það er andstætt þingræðisreglunni að utanríkisráðherra undirriti samning ef meirihluti þingmanna styður ekki efni hans.“ Flokkar andvígir inngöngu gætu þannig ekki staðið að umsókn. Mun óheppilegri staða en 2009 Við stöndum nú frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum í þessum efnum. Ríkisstjórn sem samsett er af flokkum sem ekki eru samstíga um það hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Einungis er til staðar málamiðlun um að fram fari þjóðaratkvæði fyrir lok árs 2027 um það hvort stefna eigi aftur að inngöngu í sambandið. Ekkert samkomulag er hins vegar um það hvað taki við verði niðurstaðan sú að sækjast eftir inngöngu á ný. Vinstri grænir samþykktu þó allavega að sótt yrði um inngöngu. Með öðrum orðum eru aðstæður í raun enn verri nú en 2009 fyrir þá sem vilja ganga í Evrópusambandið. Við það bætist að enginn af stjórnarflokkunum hafði í kosningastefnu sinni fyrir síðustu þingkosningar að setja málið á dagskrá. Ekki einu sinni Viðreisn. Þá var engin áherzla á málið af hálfu flokksins í kosningabaráttunni. Fulltrúar flokksins ræddu það helzt ekki nema aðspurðir og slógu þá ýmist í eða úr. Þá ræddi Samfylkingin það alls ekki og Flokkur fólksins var andvígur því. Þjóðaratkvæðið mikil málamiðlun Forsenda þess að innganga í Evrópusambandið sé sett á dagskrá er vitanlega þvert á móti að flokkar hlynntir því setji málið á oddinn fyrir þingkosningar, nái þingmeirihluta út á það og myndi í kjölfarið samstíga ríkisstjórn í þeim efnum. Fyrir kosningarnar sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þjóðaratkvæðið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. Helzt vildi hann þannig fara beint í umsóknarferlið. Þessi sama Viðreisn og segist treysta þjóðinni. Tilgangurinn með þjóðaratkvæðinu er fyrst og fremst að reyna að komast framhjá þeim veruleika að málið er ekki ávísun á atkvæði, eins og Viðreisn áttaði sig á fyrir síðustu kosningar eftir að Evrópuhreyfingin undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns flokksins og núverandi aðstoðarmanns fjármálaráðherra hans, hafði látið gera skoðanakönnun í þeim efnum sem aldrei var birt, og að ekki er þingmeirihluti fyrir málinu og verður líklega seint. Sjálft umsóknarferlið krefst þess Meira að segja Evrópusambandið sjálft telur, sem fyrr segir, samstíga ríkisstjórn forsendu þess að sótt sé um inngöngu í það líkt og til að mynda kom fram í gögnum frá sambandinu sjálfu í tengslum við umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Og Þorsteinn Pálsson, guðfaðir Viðreisnar, benti sömuleiðis ítrekað á það á sínum tíma og færði fyrir því gild rök eins og áður segir að þingmeirihluti fyrir málinu væri að sama skapi nauðsynlegur til þess að hægt væri að ljúka umsóknarferlinu. Með öðrum orðum verður ekki komizt hjá því að standa rétt að málunun. Með umboði frá kjósendum úr þingkosningum til þess að setja málið á dagskrá í stað þess að leggja enga áherzlu á það í aðdraganda kosninganna og setja það síðan strax á dagskrá að þeim loknum. Sjálft umsóknarferlið beinlínis krefst þess eins og Þorsteinn benti réttilega á. Hitt er svo annað mál að ákveðið var að standa að málum með þessum hætti af hálfu stjórnvalda og þá er meira en sjálfsagt að taka slaginn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefsíðunni Stjórnmálin.is.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun