Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2020 19:31 Undanfarna níu mánuði hefur gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum lækkað töluvert. Nú telja sumir botninum náð og hefur krónan styrkst hratt og mikið undanfarnar vikur. Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. Algert hrun í gjaldeyristekjum af ferðamönnum á stærstan þátt í mikilli veikingu krónunnar undanfarna níu mánuði. Seðlabankastjóri hefur sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessi skilyrði en bankinn hefur einnig gripið til margs konar aðgerða til að vinna á móti þessum áhrifum með mikilli lækkun vaxta, auknu lánasvigrúmi viðskiptabankanna og afskiptum af gjaldeyrismarkaði. Um áramótin kostaði evran 135,8 krónur og dollarinn 120,96 krónur.Grafík/Hþ Hér sést hvernig verð á evrum og bandaríkjadölum tók að hækka í mars. Í byrjun maí hafði evran hækkað frá 135,8 krónum um áramótin í 159,3 krónur og dollarinn úr um 121 krónu í rétt um 145 krónur. Síðan styrktist gengi krónunar á ný með opnari landamærum og slakari sóttvarnaaðgerðum í júní en tók að veikjast aftur þegar leið á sumarið. Verð evrunnar náði hámarki hinn 27. október þegar hún kostaði 165 krónur og dollarinn fór um svipað leyti í rúmar 140 krónur. En frá miðjum nóvember hefur krónan sótt í sig veðrið. Hér sést hvernig verð á evru og dollar hefur lækkað frá því það var hæst í lok október fram til dagsins í dag.Grafík/HÞ Á þessari mynd má sjá hvernig bæði evran og dollarinn hafa verið að lækka í verði undanfarna átta daga í desember. Þannig kostaði evran í dag 12,3 krónum minna en hún kostaði fyrir sex vikum. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar ekkert eitt skýra styrkingu krónunnar að undanförnu. Aukin bjartsýni vegna jákvæðra frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni skipti örugglega miklu sem og aukin krónukaup evrueigenda sem teldu krónuna hafa náð botninum. Íslenska krónan Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Algert hrun í gjaldeyristekjum af ferðamönnum á stærstan þátt í mikilli veikingu krónunnar undanfarna níu mánuði. Seðlabankastjóri hefur sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessi skilyrði en bankinn hefur einnig gripið til margs konar aðgerða til að vinna á móti þessum áhrifum með mikilli lækkun vaxta, auknu lánasvigrúmi viðskiptabankanna og afskiptum af gjaldeyrismarkaði. Um áramótin kostaði evran 135,8 krónur og dollarinn 120,96 krónur.Grafík/Hþ Hér sést hvernig verð á evrum og bandaríkjadölum tók að hækka í mars. Í byrjun maí hafði evran hækkað frá 135,8 krónum um áramótin í 159,3 krónur og dollarinn úr um 121 krónu í rétt um 145 krónur. Síðan styrktist gengi krónunar á ný með opnari landamærum og slakari sóttvarnaaðgerðum í júní en tók að veikjast aftur þegar leið á sumarið. Verð evrunnar náði hámarki hinn 27. október þegar hún kostaði 165 krónur og dollarinn fór um svipað leyti í rúmar 140 krónur. En frá miðjum nóvember hefur krónan sótt í sig veðrið. Hér sést hvernig verð á evru og dollar hefur lækkað frá því það var hæst í lok október fram til dagsins í dag.Grafík/HÞ Á þessari mynd má sjá hvernig bæði evran og dollarinn hafa verið að lækka í verði undanfarna átta daga í desember. Þannig kostaði evran í dag 12,3 krónum minna en hún kostaði fyrir sex vikum. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar ekkert eitt skýra styrkingu krónunnar að undanförnu. Aukin bjartsýni vegna jákvæðra frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni skipti örugglega miklu sem og aukin krónukaup evrueigenda sem teldu krónuna hafa náð botninum.
Íslenska krónan Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent