Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn hefur boðað til fundar í húsakynnum bankans klukkan 09:30 þar sem ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum verður rökstudd. Viðskipti innlent 20.8.2025 09:02
Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum og verða þeir því áfram 7,5 prósent. Viðskipti innlent 20.8.2025 08:31
Erum nánast háð því að lífeyrissjóðirnir fari út með um hundrað milljarða á ári Þegar það fer að róast um hjá ferðaþjónustunni og lífeyrissjóðirnir fara á nýjan leik að bæta í gjaldeyriskaupin mun raungengi krónunnar, sem eru sögulega hátt um þessar mundir, án vafa leiðréttast en spurningin er hins vegar aðeins hversu mikið, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði. Framan af ári hafa lífeyrissjóðirnir keypt minna af gjaldeyri en á tímum faraldursins og mögulega er gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins það sterk að við erum háð því að sjóðirnir fari út með hátt í hundrað milljarða á ári eigi koma í veg fyrir „ósjálfbært“ raungengi. Innherji 19.8.2025 16:23
Lækka verðmatið á Icelandair en félagið muni njóta góðs af minni samkeppni Innherjamolar 29.7.2025 13:32
Með fleiri gjaldeyrisstoðum gæti hátt raungengi verið „komið til að vera“ Innherji 22.7.2025 13:13
Engan bilbug að finna á neyslugleði heimila samhliða sterku gengi krónunnar Innherji 9.7.2025 15:38
Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og stendur nú í 656,5 stigum. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 526,8 stig og hækkaði um 0,90 prósent frá maí 2025. Viðskipti innlent 27. júní 2025 10:13
Krónan styrktist að nýju með milljarða kaupum erlendra sjóða í Íslandsbanka Þrátt fyrir að hafa farið sneypuför í hlutafjárútboði Íslandsbanka, þegar ljóst varð að nánast allur eftirstandandi hlutur ríkissjóðs var seldur til almennra fjárfesta hér á landi, þá hafa erlendir fjárfestar verið að kaupa bréf í bankanum á eftirmarkaði undanfarna daga fyrir jafnvirði marga milljarða króna. Kaupin hafa ýtt undir nokkra styrkingu á gengi krónunnar og líklegt að hún mun haldast á sterkum gildum verði framhald á áhuga erlendra fjárfesta á bréfum í bankanum. Innherji 22. maí 2025 16:47
Af og frá að slakað sé á aðhaldi Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 0,25 punkta lækkun á stýrivöxtum sem kynnt var í dag. Greiningaraðilar höfðu flestir gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum en hagfræðingur hjá Landsbankanum segir mikla óvissu uppi vegna stöðunnar í alþjóðaviðskiptum. Viðskipti innlent 21. maí 2025 19:00
Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 7,75 prósent í 7,5 prósent. Viðskipti innlent 21. maí 2025 08:30
Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni geri hlé á vaxtalækkunarferlinu og haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi á miðvikudaginn í næstu viku. Viðskipti innlent 15. maí 2025 09:57
Spá óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem kynnt verður á miðvikudaginn í næstu viku. Talsverðar líkur séu þó einnig á smáu vaxtalækkunarskrefi. Stýrivextirnir standa nú í 7,75 prósentum. Viðskipti innlent 14. maí 2025 12:35
Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin ætli að ljúka málinu fyrir árslok 2027 en það sé ekki búið að ákveða neina dagsetningu. Innlent 14. maí 2025 09:27
Erlend útlán bankanna mögulega „vanmetin“ skýring á styrkingu krónunnar Samtímis mikilli aukningu í útlánum bankanna til fyrirtækja í erlendri mynt á undanförnum mánuðum þá hafa þeir selt niður aðrar gjaldeyriseignir, að því er kemur fram í nýrri greiningu, sem kann að vera „vanmetin þáttur“ í gengisstyrkingu krónunnar frá því á haustmánuðum síðasta árs. Í síðustu viku hóf Seðlabankinn regluleg kaup sín á gjaldeyri, sem hafa það að markmiði að efla forðann, en eftir gengishækkun og fjarveru lífeyrissjóða á markaði eru flestir sérfræðingar sammála um að tímasetning bankans sé góð. Innherji 22. apríl 2025 16:37
Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Ársfundur Seðlabankans fer fram í dag og hefst klukkan 16. Um er að ræða 64. ársfund bankans. Viðskipti innlent 10. apríl 2025 15:30
Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagvöxtur verði 1,4 prósent í ár og 2,1 prósent á næsta ári. Þá spáir bankinn að verðbólga muni halda áfram að hjaðna til ársins 2027. Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og telur bakinn að það fari nú hægt af stað á ný. Viðskipti innlent 9. apríl 2025 11:24
Væri „ekki heppilegt“ að sjá gengi krónunnar styrkjast mikið meira Það er „óþægilegt“ að sjá utanríkisviðskiptin og krónuna vera að færast í sitthvora áttina, eins og hefur verið reyndin að undanförnu með gengisstyrkingu og auknum viðskiptahalla, að sögn seðlabankastjóra, og undirstrikar að þetta sé ekki þróun sem Seðlabankinn fagnar. Krónan hefur aðeins gefið eftir síðustu daga í kjölfar þess að Seðlabankinn beitti gjaldeyrisinngripum í fyrsta sinn í meira en eitt ár og Ásgeir Jónsson segir að það væri „ekki heppilegt“ að sjá gengið styrkjast mikið meira en orðið hefur. Innherji 2. apríl 2025 17:30
Verðbólga heldur áfram að hjaðna Verðbólga mælist nú 3,8 prósent og hefur ekki verið minni frá því í desember árið 2020 þegar hún mældist 3,6 prósent. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,37 prósent á milli mánaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Viðskipti innlent 27. mars 2025 10:01
Krónan styrkist hratt eftir að lífeyrissjóðir og spákaupmenn drógu sig í hlé Ekkert lát er á gengisstyrkingu krónunnar, sem er núna í sínu hæsta gildi gagnvart evrunni frá því um haustið 2023, en sú þróun má einkum rekja til þess að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafa verið hverfandi frá áramótum og framvirkar stöður með krónunni ekki minni um langt árabil. Mikil hækkun á gengi krónunnar að undanförnu kemur á sama tíma og blikur eru á lofti hjá sumum af helstu útflutningsgreinum landsins og útlit fyrir nokkurn viðskiptahalla á komandi árum. Innherji 26. mars 2025 17:17
Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr því að vera 8 prósent niður í 7,75 prósent. Viðskipti innlent 19. mars 2025 09:01
Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,0 prósent í 7,75 prósent. Viðskipti innlent 19. mars 2025 08:31
Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 25 punkta í næstu viku. Nefndin kemur saman og kynnir vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Viðskipti innlent 13. mars 2025 11:20
Yfir fimmtíu milljarða evrugreiðsla ætti að létta á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Væntanleg reiðufjárgreiðsla í evrum til lífeyrissjóða, sem hluti af uppgjöri HFF-bréfa til að greiða fyrir slitum á gamla Íbúðalánasjóðnum, ætti að létta nokkuð á gjaldeyrismarkaðnum til skamms tíma en umfangið jafngildir samanlögðum hreinum gjaldeyriskaupum sjóðanna yfir um átta mánaða tímabil. Lífeyrissjóðirnir fengu sömuleiðis í sinn hlut jafnvirði um fimmtíu milljarða í erlendum gjaldeyris í byrjun ársins sem hefur valdið því að hægt hefur nokkuð á umsvifum þeirra á gjaldeyrismarkaði. Innherji 12. mars 2025 12:47
Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,25 prósentur við næstu ákvörðun peningastefnunefndar 19. mars. Telur hún að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025. Viðskipti innlent 12. mars 2025 10:36
Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund í dag þar sem fjallað verður um skýrslur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir árið 2024. Innlent 11. mars 2025 08:24
Óvænt gengisstyrking þegar lífeyrissjóðir fóru að draga úr gjaldeyriskaupum Snörp gengisstyrking krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal, hefur komið sérfræðingum nokkuð á óvart og skýrist meðal annars af því að lífeyrissjóðir hafa haldið að sér höndum í kaupum á gjaldeyri. Á meðan sú staða helst óbreytt er sennilegt að krónan verði áfram undir þrýstingi til styrkingar, að mati gjaldeyrismiðlara, þrátt fyrir að hún verði að teljast vera á háum gildum um þessar mundir miðað við flesta mælikvarða. Innherji 26. febrúar 2025 18:18
Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. Viðskipti innlent 5. febrúar 2025 08:30