Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 16:22 Hagstofa Íslands segir fullyrðingar Sigurðar Hannessonar ekki standast. Samsett Hagstofan segir að ummæli framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, um að vísitala neysluverðs, eða verðbólga, hefði mælst töluvert minni ef ekki hefði verið skipt um reikniaðferð í fyrra, standist ekki. Hann sagði að samkvæmt gömlu reiknireglunni væri verðbólgan prósentustigi lægri. Hagstofan segir fullyrðinguna ekki standast. Meðal verkefna Hagstofu Íslands er að reikna út vísitölu neysluverðs, eða verðbólgu, sem segir til um hver neysluútgjöld heimila í landinu eru. Í maí 2024 var hins vegar ákveðið að breyta reikniaðferðinni. „Í júní sl. var tekin upp ný aðferð sem felst í því að nota gögn um húsaleigu til að reikna húsaleiguígildi fyrir fasteignir sem eigendurnir búa í,“ skrifaði Karen Á. Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, á heimasíðu Seðlabankans í desember 2024. Þar reifaði hún aðferðirnar og möguleg áhrif þess að breyta reikniaðferðinni. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi að staðan væri önnur ef ekki hefði verið breytt um reikniaðferð. „Nú er verðbólgan 4,3% og hefur verið býsna þrálát, ef við værum enn þá með gömlu aðferðina, þá væri verðbólgan 3,3%, þá væri verið að lækka vexti og við værum í allt annarri efnahagslegri stöðu,“ sagði Sigurður, í Silfrinu á RÚV, þar sem staða húsnæðismála var til umræðu. Í kjölfar umræðunnar svaraði Hagstofan gagnrýninni með færslu á Facebook og segja fullyrðingu Sigurðar ekki standa. „Fullyrðingin um að árshækkun vísitölu neysluverðs hefði verið 3,3 prósent með óbreyttri aðferð fyrir reiknaða húsaleigu stenst ekki. Hagstofan hefur ekki gefið út mat á reiknaðri húsaleigu skv. eldri aðferðum síðan í maí 2024 en út frá gögnum um vísitölu markaðsverðs húsnæðis og gögnum um verðtryggða vexti er ljóst að litlu hefði munað milli aðferða,“ segir í færslunni. Þar er einnig áréttað að ákvarðanir um aðferðir byggi á aðferðafræðilegu mati en ekki einstaka mæligildum. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Meðal verkefna Hagstofu Íslands er að reikna út vísitölu neysluverðs, eða verðbólgu, sem segir til um hver neysluútgjöld heimila í landinu eru. Í maí 2024 var hins vegar ákveðið að breyta reikniaðferðinni. „Í júní sl. var tekin upp ný aðferð sem felst í því að nota gögn um húsaleigu til að reikna húsaleiguígildi fyrir fasteignir sem eigendurnir búa í,“ skrifaði Karen Á. Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, á heimasíðu Seðlabankans í desember 2024. Þar reifaði hún aðferðirnar og möguleg áhrif þess að breyta reikniaðferðinni. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi að staðan væri önnur ef ekki hefði verið breytt um reikniaðferð. „Nú er verðbólgan 4,3% og hefur verið býsna þrálát, ef við værum enn þá með gömlu aðferðina, þá væri verðbólgan 3,3%, þá væri verið að lækka vexti og við værum í allt annarri efnahagslegri stöðu,“ sagði Sigurður, í Silfrinu á RÚV, þar sem staða húsnæðismála var til umræðu. Í kjölfar umræðunnar svaraði Hagstofan gagnrýninni með færslu á Facebook og segja fullyrðingu Sigurðar ekki standa. „Fullyrðingin um að árshækkun vísitölu neysluverðs hefði verið 3,3 prósent með óbreyttri aðferð fyrir reiknaða húsaleigu stenst ekki. Hagstofan hefur ekki gefið út mat á reiknaðri húsaleigu skv. eldri aðferðum síðan í maí 2024 en út frá gögnum um vísitölu markaðsverðs húsnæðis og gögnum um verðtryggða vexti er ljóst að litlu hefði munað milli aðferða,“ segir í færslunni. Þar er einnig áréttað að ákvarðanir um aðferðir byggi á aðferðafræðilegu mati en ekki einstaka mæligildum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira