Segja niðurgreitt sumarnám í háskólum bitna hart á einkareknum fræðslufyrirtækjum Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 14:38 Menntamálaráðuneytið greindi frá því í dag að skráningum í sumarnám háskólanna hafi fjölgað og hafi nú 5.100 nemendur skráð sig í slíkt nám. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda telur að útfærsla stjórnvalda varðandi 500 milljóna króna stuðning við sumarnám í háskólum bitni illa á samkeppnisstöðu einkarekinna fræðslufyrirtækja. Samtökin hafa sent menntamálaráðherra erindi þar sem útfærslan er gagnrýnd, en hún er þar sögð brjóta í bága við ákvæði EES-samningsins. Menntamálaráðuneytið greindi frá því í dag að skráningum í sumarnám háskólanna hafi fjölgað og hafi nú 5.100 nemendur skráð sig í slíkt nám. Er aðgerðum ætlað að „sporna gegn atvinnuleysi og efla virkni og menntun meðal ungs fólks og atvinnuleitenda“ á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Í beinni samkeppni við námskeið einkarekinna fyrirtækja Í frétt á vef FA segir að verulegur hluti fjárhæðar sem hafi verið veittur til sumarnáms á háskólastigi renni til endur- og símenntunarstofnana háskólanna og að námskeið, sem séu utan verksviðs háskólanna eins og það sé skilgreint í lögum, séu niðurgreidd um tugi þúsunda króna. „Viðkomandi starfsemi er í beinni samkeppni við námskeið á vegum einkarekinna fræðslufyrirtækja. Nefna má sem dæmi námskeið sem alls ekki eru ætluð háskólanemum, háskólamenntuðum eða atvinnuleitendum sérstaklega, til dæmis tölvunámskeið, námskeið í samskiptaleikni, framkomu og verkefnastjórnun,“ segir í fréttinni. Ekki hægt að keppa við þrjú þúsund króna námskeiðsgjald Í erindi sínu til ráðherra segir FA að endurmenntunardeildir háskólanna auglýsi nú námskeið á þrjú þúsund krónur – námskeið sem kosti alla jafna kosta tugi þúsunda. „Það gefur auga leið að einkarekin fræðslufyrirtæki sem bjóða sambærilegt nám geta ekki með nokkru móti keppt við þessi niðurgreiddu námskeið. FA er kunnugt um að námskeið hjá slíkum fyrirtækjum hafi verið felld niður, með tilheyrandi tekjutapi, þar sem fyrirtækin sjá ekki tilgang í að keppa við þetta niðurgreidda kostaboð. Fyrirtækin eru eins og mörg önnur í erfiðri stöðu eftir að hafa misst viðskipti í heimsfaraldrinum og máttu sízt við því að ákvarðanir stjórnvalda stuðluðu að enn frekari tekjumissi,“ segir í erindinu og kemur fram að samtökin sjái ekki betur en að niðurgreiðslurnar brjóti í bága við EES-samninginn sem leggur bann við samkeppishamlandi ríkisstyrkjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Félag atvinnurekenda telur að útfærsla stjórnvalda varðandi 500 milljóna króna stuðning við sumarnám í háskólum bitni illa á samkeppnisstöðu einkarekinna fræðslufyrirtækja. Samtökin hafa sent menntamálaráðherra erindi þar sem útfærslan er gagnrýnd, en hún er þar sögð brjóta í bága við ákvæði EES-samningsins. Menntamálaráðuneytið greindi frá því í dag að skráningum í sumarnám háskólanna hafi fjölgað og hafi nú 5.100 nemendur skráð sig í slíkt nám. Er aðgerðum ætlað að „sporna gegn atvinnuleysi og efla virkni og menntun meðal ungs fólks og atvinnuleitenda“ á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Í beinni samkeppni við námskeið einkarekinna fyrirtækja Í frétt á vef FA segir að verulegur hluti fjárhæðar sem hafi verið veittur til sumarnáms á háskólastigi renni til endur- og símenntunarstofnana háskólanna og að námskeið, sem séu utan verksviðs háskólanna eins og það sé skilgreint í lögum, séu niðurgreidd um tugi þúsunda króna. „Viðkomandi starfsemi er í beinni samkeppni við námskeið á vegum einkarekinna fræðslufyrirtækja. Nefna má sem dæmi námskeið sem alls ekki eru ætluð háskólanemum, háskólamenntuðum eða atvinnuleitendum sérstaklega, til dæmis tölvunámskeið, námskeið í samskiptaleikni, framkomu og verkefnastjórnun,“ segir í fréttinni. Ekki hægt að keppa við þrjú þúsund króna námskeiðsgjald Í erindi sínu til ráðherra segir FA að endurmenntunardeildir háskólanna auglýsi nú námskeið á þrjú þúsund krónur – námskeið sem kosti alla jafna kosta tugi þúsunda. „Það gefur auga leið að einkarekin fræðslufyrirtæki sem bjóða sambærilegt nám geta ekki með nokkru móti keppt við þessi niðurgreiddu námskeið. FA er kunnugt um að námskeið hjá slíkum fyrirtækjum hafi verið felld niður, með tilheyrandi tekjutapi, þar sem fyrirtækin sjá ekki tilgang í að keppa við þetta niðurgreidda kostaboð. Fyrirtækin eru eins og mörg önnur í erfiðri stöðu eftir að hafa misst viðskipti í heimsfaraldrinum og máttu sízt við því að ákvarðanir stjórnvalda stuðluðu að enn frekari tekjumissi,“ segir í erindinu og kemur fram að samtökin sjái ekki betur en að niðurgreiðslurnar brjóti í bága við EES-samninginn sem leggur bann við samkeppishamlandi ríkisstyrkjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira