Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér Gissur Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2018 14:31 Eftirspurn eftir olíu er alla jafna minni á þessum tíma árs og því væri það fjarstæðukennt ef það myndi skila sér í lægra olíuverði. Vísir/Vilhelm Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. Áþekk lækkun hefur orð bæði vestanhafs og austan, en hversu mikið hefur olían lækkað? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bilfreiðaeigenda: „Brent-hráolían hefur lækkað um 17 prósent það sem af er mánuðinum. Á móti kemur að gengi íslensku krónunnar hefur fallið á þessu sama tímabili gagnvart bandaríkjadal.“Runólfur Ólafsson hjá FÍB segir tregðu til verðlækkana hér á landi til marks um að íslenskir bifreiðaeigendur búa enn við fákeppni á eldsneytismarkaði.Vísir/BjörnRunólfur segir að verðlækkana á olíu hafi gætt í Danmörku að undanförnu, sem nema um 6 til 7 íslenskum krónum á hvern lítra. Hins vegar hafa ekki sést neinar breytingar á olíuverði hér á landi ennþá. Þó erfitt sé að spá nákvæmlega fyrir um það segir Runólfur að sérfræðingar telji jafnvel að lækkun síðustu daga kunni að vera nokkuð varanleg vegna birgðasöfnunar. „Við skulum alla vega vona að þetta sé komið til að vera,“ segir Runólfur. Greiningaraðilar höfðu spáð að olíuverð myndi hækka á næstu misserum, ekki síst vegna þvingunaraðgerða sem til eru komnar vegna deilna Bandaríkjanna og Írans. „En svo virðist vera sem staðan á þessum stóru mörkuðum sé betri en menn áttu von á, þannig að það kemur á móti.“ Runólfur útilokar ekki að olíuverð kunni að lækka meira, ekki síst á næstu vikum þegar alla jafna er minni eftirspurn eftir olíu. Hann segist ekki skilja hvernig olíufyrirtæki hér á landi, sem telji sig vera í samkeppni, sjái ekki sóknarfæri nú þegar olíuverð hefur lækkað „til að brýna járnin,“ eins og Runólfur kemst að orði. „En þetta sýnir okkur að við búum við fákeppni líkt og áður hefur verið.“ Bensín og olía Efnahagsmál Samgöngur Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. Áþekk lækkun hefur orð bæði vestanhafs og austan, en hversu mikið hefur olían lækkað? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bilfreiðaeigenda: „Brent-hráolían hefur lækkað um 17 prósent það sem af er mánuðinum. Á móti kemur að gengi íslensku krónunnar hefur fallið á þessu sama tímabili gagnvart bandaríkjadal.“Runólfur Ólafsson hjá FÍB segir tregðu til verðlækkana hér á landi til marks um að íslenskir bifreiðaeigendur búa enn við fákeppni á eldsneytismarkaði.Vísir/BjörnRunólfur segir að verðlækkana á olíu hafi gætt í Danmörku að undanförnu, sem nema um 6 til 7 íslenskum krónum á hvern lítra. Hins vegar hafa ekki sést neinar breytingar á olíuverði hér á landi ennþá. Þó erfitt sé að spá nákvæmlega fyrir um það segir Runólfur að sérfræðingar telji jafnvel að lækkun síðustu daga kunni að vera nokkuð varanleg vegna birgðasöfnunar. „Við skulum alla vega vona að þetta sé komið til að vera,“ segir Runólfur. Greiningaraðilar höfðu spáð að olíuverð myndi hækka á næstu misserum, ekki síst vegna þvingunaraðgerða sem til eru komnar vegna deilna Bandaríkjanna og Írans. „En svo virðist vera sem staðan á þessum stóru mörkuðum sé betri en menn áttu von á, þannig að það kemur á móti.“ Runólfur útilokar ekki að olíuverð kunni að lækka meira, ekki síst á næstu vikum þegar alla jafna er minni eftirspurn eftir olíu. Hann segist ekki skilja hvernig olíufyrirtæki hér á landi, sem telji sig vera í samkeppni, sjái ekki sóknarfæri nú þegar olíuverð hefur lækkað „til að brýna járnin,“ eins og Runólfur kemst að orði. „En þetta sýnir okkur að við búum við fákeppni líkt og áður hefur verið.“
Bensín og olía Efnahagsmál Samgöngur Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira