Samgöngur „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Samgöngustjóri Reykjavíkur segir engan vafa liggja á að fyrirkomulag bílastæðasjóðs um álagningu sekta án sektarmiða sé löglegt. Hún segist ekki hafa orðið var við óánægju með fyrirkomulagið. Innlent 10.7.2025 14:02 Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Þjóðin skiptist í þrjá um það bil jafna hópa hvað varðar afstöðu til frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Marktækur munur er á viðhorfi íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Innlent 10.7.2025 08:26 Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Félag atvinnurekenda hefur skrifað Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir því að vegabætur á Þrengsla- og Þorlákshafnarvegi verði settar á samgönguáætlun. Tvö skipafélög, sem veita gömlu risunum Eimskipi og Samskipum samkeppni, reka nú áætlunarsiglingar til og frá Þorlákshöfn. Við bendum ráðherranum á að betri vegur til Þorlákshafnar væri mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af tilmælum Samkeppniseftirlitsins til innviðaráðuneytisins og fleiri aðila um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum. Skoðun 9.7.2025 13:31 Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Formaður Neytendasamtakanna segir svokallaðar „ósýnilegar stöðumælasektir“ ekki eiga að líðast hér á landi. Hann kallar eftir því að stjórnvöld feti í fótspor Dana sem hafa bannað þannig sektir. Neytendur 8.7.2025 22:28 Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vill að við gerð svæðisskipulags Suðurnesja fyrir tímabilið 2024 til 2040 verði tekið jákvætt í tillögu starfshóps innviðaráðuneytis um að svæði í Hvassahrauni verði tekið frá undir framtíðarflugvallarstæði. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs síðastliðinn miðvikudag. Innlent 8.7.2025 11:22 Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Flugvél Play, sem var í leiguflugi fyrir pólska ferðaskrifstofu, var snúið við til lendingar skömmu eftir flugtak frá Katowice í Póllandi eftir að hafa lent í hagléli sem olli töluverðum skemmdum. Innlent 8.7.2025 10:29 Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Færeyingar fögnuðu í gær enn einum jarðgöngunum, aðeins ellefu dögum eftir síðustu jarðgangavígslu. Nýjustu göngin eru jafnframt fyrstu innanbæjargöngin í Þórshöfn. Erlent 7.7.2025 20:40 Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Unnið er að umfangsmiklum breytingum við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls í Árbænum. Árbæingur segir ljóst að eftir framkvæmdirnar verði umferðartafir á svæðinu gríðarlegar og segir fleiri íbúa í hverfinu mjög áhyggjufulla. Innlent 6.7.2025 23:29 Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í eitt af stærstu útboðsverkum ársins, smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Þess í stað hefur Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við norskan verktaka, sem átti þriðja lægsta boð. Ákvörðunin hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar útboðsmála. Innlent 3.7.2025 16:54 Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Breikkun Reykjanesbrautar um Straumsvík og Hvassahraun er á undan áætlun og stefnir í að búið verði að tvöfalda hana alla fyrir veturinn. Vegfarendur fá smjörþefinn á næstu dögum þegar umferð verður í fyrsta sinn hleypt á nýja akreinar. Innlent 2.7.2025 22:33 Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Vegagerðin segir vonir standa til að hægt verði að klæða Dynjandisveg, það er veginn inn að fossinum Dynjanda, í ágústmánuði. Þetta er stuttur vegarkafli sem liggur frá Vestfjarðavegi að þessu helsta náttúrudjásni fjórðungsins. Innlent 1.7.2025 11:17 Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Norskar björgunarsveitir hættu leit eftir þrjá tíma að manni sem féll fyrir borð í Norrænu undan suðurströnd Noregs. Búið er að bera kennsl á viðkomandi með manntali á farþegum og gera fjölskyldu hans viðvart. Ekki liggur fyrir hvenær leit hefst að nýju. Erlent 29.6.2025 10:15 Svona verða bílastæðagjöldin hjá Háskóla Íslands Gjaldtaka í bílastæði við Háskóla Íslands hefst þann 18. ágúst eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá 8 til 16 á virkum dögum. Mánaðaráskrift hljóðar upp á 1500 krónur en tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 krónur. Gjaldtaka átti upphaflega að hefjast í fyrrahaust. Innlent 27.6.2025 10:08 Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. Innlent 27.6.2025 08:47 Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. Erlent 26.6.2025 14:50 Hvernig hljómar 100.000 kr. mánaðarlegur samgöngustyrkur? Myndu samgönguvenjur á höfuðborgarsvæðinu líta öðruvísi út ef vinnustaðir myndu bjóða starfsfólki sínu upp á 100.000 kr. samgöngustyrk mánaðarlega fyrir að mæta til vinnu með vistvænum hætti? Skoðun 25.6.2025 12:30 Lokanir á brúnni yfir Jökulsá í kvöld Gera má ráð fyrir lokunum á brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi við Jökulsárlón, í kvöld og í nótt vegna viðgerða. Innlent 25.6.2025 12:14 Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Ekki stendur til að bæta fallvarnir vegna grjóthruns við Holtshnúp þar sem varð banaslys í mars á þessu ári. Ráðherra segir fjármagni forgangsraðað í önnur verkefni. Það hafi komið til greina að setja upp varnir við veginn en það ekki enn komist til framkvæmdar. Íbúi við veginn segir stjórnvöld verða að forgangsraða. Það sé óásættanlegt að ekki séu varnir við veginn. Innlent 21.6.2025 07:01 Flugfélög með áratuga sögu horfin af markaði Tvö rótgróin íslensk flugfélög, sem einkum hafa starfað innanlands, Flugfélagið Ernir og Mýflug, hafa hætt rekstri á skömmum tíma. Sérfræðingur um flugmál segir breyttar markaðsaðstæður og harðnandi samkeppni að hluta skýra stöðuna. Innlent 16.6.2025 23:10 Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ Innlent 14.6.2025 08:56 Stórauka þjónustu Strætó í lok sumars Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031. Innlent 11.6.2025 12:36 „Þetta er glórulaust rugl í ráðherra“ Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Innlent 10.6.2025 12:54 Ökumenn mótorhjóla greiða meira en landsbyggðin minna Umdeilt frumvarp um kílómetragjald er loks komið úr nefnd á þinginu. Gildistöku laganna hefur verið frestað og ökumenn bifhjóla koma til með að greiða meira en fyrirhugað var. Fjármálaráðherra segir breytingar nefndarinnar sanngjarnar og til hins betra. Innlent 9.6.2025 18:56 Löng bílaröð meðan hæðarslá er lagfærð Löng bílaröð hefur myndast við syðri enda Hvalfjarðarganga vegna hæðarsláar sem verið er að laga. Innlent 6.6.2025 13:25 Kalla út snjóruðningstæki og bændur koma búfé í skjól Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst vegna yfir vegna norðanáhlaups sem spáð er næsta sólarhringinn. Búist er við samgöngutruflunum og fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám. Bændur hafa unnið að því í allan dag að koma búfénu í skjól. Innlent 2.6.2025 19:37 Gæti komið til lokana á vegum Heilmikið viðbragð er hjá Vegagerðinni vegna veðurviðvarana á morgun þar sem von er á vetrarverði þó júní sé runninn upp. Komið gæti til vegalokana á Suðausturlandi. Innlent 2.6.2025 14:58 Ferjuleiðir taka við rekstri ferjunnar Baldurs Ferjuleiðir ehf. taka við rekstri Breiðafjarðarferjunnar Baldurs frá og með deginum í dag. af Sæferðum í Stykkishólmi. Fyrsta ferð Baldurs undir nýjum rekstraraðila verður farin klukkan ellefu á morgun, mánudaginn 2. júní. Viðskipti innlent 1.6.2025 13:16 Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Það verða eflaust margir ánægðir að heyra af appi og vefsíðu sem styttist í að opni og mun bjóða upp á deiliþjónustu bílferða; HuddleHop. Atvinnulíf 29.5.2025 07:01 Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Fimm flugumferðarstjórar hafa verið sendir í leyfi frá störfum vegna gruns um að þeir hefðu ekki unnið tilskilinn fjölda vinnustunda til að halda réttindum sínum. Samgöngustofa rannsakar mál þeirra. Innlent 26.5.2025 18:18 Kviknaði í bíl á miðjum vegi Betur fór en á horfðist þegar kviknaði í bíl Einars Freys Bergssonar á ferðinni í gær. Einar segir að sem betur fer hafi viðbragðsaðilar séð til þess að málið hafi verið fljótlega afgreitt. Innlent 25.5.2025 13:52 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 107 ›
„Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Samgöngustjóri Reykjavíkur segir engan vafa liggja á að fyrirkomulag bílastæðasjóðs um álagningu sekta án sektarmiða sé löglegt. Hún segist ekki hafa orðið var við óánægju með fyrirkomulagið. Innlent 10.7.2025 14:02
Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Þjóðin skiptist í þrjá um það bil jafna hópa hvað varðar afstöðu til frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Marktækur munur er á viðhorfi íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Innlent 10.7.2025 08:26
Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Félag atvinnurekenda hefur skrifað Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir því að vegabætur á Þrengsla- og Þorlákshafnarvegi verði settar á samgönguáætlun. Tvö skipafélög, sem veita gömlu risunum Eimskipi og Samskipum samkeppni, reka nú áætlunarsiglingar til og frá Þorlákshöfn. Við bendum ráðherranum á að betri vegur til Þorlákshafnar væri mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af tilmælum Samkeppniseftirlitsins til innviðaráðuneytisins og fleiri aðila um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum. Skoðun 9.7.2025 13:31
Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Formaður Neytendasamtakanna segir svokallaðar „ósýnilegar stöðumælasektir“ ekki eiga að líðast hér á landi. Hann kallar eftir því að stjórnvöld feti í fótspor Dana sem hafa bannað þannig sektir. Neytendur 8.7.2025 22:28
Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vill að við gerð svæðisskipulags Suðurnesja fyrir tímabilið 2024 til 2040 verði tekið jákvætt í tillögu starfshóps innviðaráðuneytis um að svæði í Hvassahrauni verði tekið frá undir framtíðarflugvallarstæði. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs síðastliðinn miðvikudag. Innlent 8.7.2025 11:22
Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Flugvél Play, sem var í leiguflugi fyrir pólska ferðaskrifstofu, var snúið við til lendingar skömmu eftir flugtak frá Katowice í Póllandi eftir að hafa lent í hagléli sem olli töluverðum skemmdum. Innlent 8.7.2025 10:29
Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Færeyingar fögnuðu í gær enn einum jarðgöngunum, aðeins ellefu dögum eftir síðustu jarðgangavígslu. Nýjustu göngin eru jafnframt fyrstu innanbæjargöngin í Þórshöfn. Erlent 7.7.2025 20:40
Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Unnið er að umfangsmiklum breytingum við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls í Árbænum. Árbæingur segir ljóst að eftir framkvæmdirnar verði umferðartafir á svæðinu gríðarlegar og segir fleiri íbúa í hverfinu mjög áhyggjufulla. Innlent 6.7.2025 23:29
Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í eitt af stærstu útboðsverkum ársins, smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Þess í stað hefur Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við norskan verktaka, sem átti þriðja lægsta boð. Ákvörðunin hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar útboðsmála. Innlent 3.7.2025 16:54
Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Breikkun Reykjanesbrautar um Straumsvík og Hvassahraun er á undan áætlun og stefnir í að búið verði að tvöfalda hana alla fyrir veturinn. Vegfarendur fá smjörþefinn á næstu dögum þegar umferð verður í fyrsta sinn hleypt á nýja akreinar. Innlent 2.7.2025 22:33
Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Vegagerðin segir vonir standa til að hægt verði að klæða Dynjandisveg, það er veginn inn að fossinum Dynjanda, í ágústmánuði. Þetta er stuttur vegarkafli sem liggur frá Vestfjarðavegi að þessu helsta náttúrudjásni fjórðungsins. Innlent 1.7.2025 11:17
Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Norskar björgunarsveitir hættu leit eftir þrjá tíma að manni sem féll fyrir borð í Norrænu undan suðurströnd Noregs. Búið er að bera kennsl á viðkomandi með manntali á farþegum og gera fjölskyldu hans viðvart. Ekki liggur fyrir hvenær leit hefst að nýju. Erlent 29.6.2025 10:15
Svona verða bílastæðagjöldin hjá Háskóla Íslands Gjaldtaka í bílastæði við Háskóla Íslands hefst þann 18. ágúst eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá 8 til 16 á virkum dögum. Mánaðaráskrift hljóðar upp á 1500 krónur en tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 krónur. Gjaldtaka átti upphaflega að hefjast í fyrrahaust. Innlent 27.6.2025 10:08
Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. Innlent 27.6.2025 08:47
Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. Erlent 26.6.2025 14:50
Hvernig hljómar 100.000 kr. mánaðarlegur samgöngustyrkur? Myndu samgönguvenjur á höfuðborgarsvæðinu líta öðruvísi út ef vinnustaðir myndu bjóða starfsfólki sínu upp á 100.000 kr. samgöngustyrk mánaðarlega fyrir að mæta til vinnu með vistvænum hætti? Skoðun 25.6.2025 12:30
Lokanir á brúnni yfir Jökulsá í kvöld Gera má ráð fyrir lokunum á brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi við Jökulsárlón, í kvöld og í nótt vegna viðgerða. Innlent 25.6.2025 12:14
Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Ekki stendur til að bæta fallvarnir vegna grjóthruns við Holtshnúp þar sem varð banaslys í mars á þessu ári. Ráðherra segir fjármagni forgangsraðað í önnur verkefni. Það hafi komið til greina að setja upp varnir við veginn en það ekki enn komist til framkvæmdar. Íbúi við veginn segir stjórnvöld verða að forgangsraða. Það sé óásættanlegt að ekki séu varnir við veginn. Innlent 21.6.2025 07:01
Flugfélög með áratuga sögu horfin af markaði Tvö rótgróin íslensk flugfélög, sem einkum hafa starfað innanlands, Flugfélagið Ernir og Mýflug, hafa hætt rekstri á skömmum tíma. Sérfræðingur um flugmál segir breyttar markaðsaðstæður og harðnandi samkeppni að hluta skýra stöðuna. Innlent 16.6.2025 23:10
Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ Innlent 14.6.2025 08:56
Stórauka þjónustu Strætó í lok sumars Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031. Innlent 11.6.2025 12:36
„Þetta er glórulaust rugl í ráðherra“ Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Innlent 10.6.2025 12:54
Ökumenn mótorhjóla greiða meira en landsbyggðin minna Umdeilt frumvarp um kílómetragjald er loks komið úr nefnd á þinginu. Gildistöku laganna hefur verið frestað og ökumenn bifhjóla koma til með að greiða meira en fyrirhugað var. Fjármálaráðherra segir breytingar nefndarinnar sanngjarnar og til hins betra. Innlent 9.6.2025 18:56
Löng bílaröð meðan hæðarslá er lagfærð Löng bílaröð hefur myndast við syðri enda Hvalfjarðarganga vegna hæðarsláar sem verið er að laga. Innlent 6.6.2025 13:25
Kalla út snjóruðningstæki og bændur koma búfé í skjól Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst vegna yfir vegna norðanáhlaups sem spáð er næsta sólarhringinn. Búist er við samgöngutruflunum og fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám. Bændur hafa unnið að því í allan dag að koma búfénu í skjól. Innlent 2.6.2025 19:37
Gæti komið til lokana á vegum Heilmikið viðbragð er hjá Vegagerðinni vegna veðurviðvarana á morgun þar sem von er á vetrarverði þó júní sé runninn upp. Komið gæti til vegalokana á Suðausturlandi. Innlent 2.6.2025 14:58
Ferjuleiðir taka við rekstri ferjunnar Baldurs Ferjuleiðir ehf. taka við rekstri Breiðafjarðarferjunnar Baldurs frá og með deginum í dag. af Sæferðum í Stykkishólmi. Fyrsta ferð Baldurs undir nýjum rekstraraðila verður farin klukkan ellefu á morgun, mánudaginn 2. júní. Viðskipti innlent 1.6.2025 13:16
Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Það verða eflaust margir ánægðir að heyra af appi og vefsíðu sem styttist í að opni og mun bjóða upp á deiliþjónustu bílferða; HuddleHop. Atvinnulíf 29.5.2025 07:01
Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Fimm flugumferðarstjórar hafa verið sendir í leyfi frá störfum vegna gruns um að þeir hefðu ekki unnið tilskilinn fjölda vinnustunda til að halda réttindum sínum. Samgöngustofa rannsakar mál þeirra. Innlent 26.5.2025 18:18
Kviknaði í bíl á miðjum vegi Betur fór en á horfðist þegar kviknaði í bíl Einars Freys Bergssonar á ferðinni í gær. Einar segir að sem betur fer hafi viðbragðsaðilar séð til þess að málið hafi verið fljótlega afgreitt. Innlent 25.5.2025 13:52