Bandaríkin Raunveruleg ógn við vald Pútíns Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir uppreisn Yevgeny Prigozhin og Wagner málaliðanna í Rússlandi í gær hafa verið raunverulega ógn við vald Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. Hann segir Bandaríkin fylgjast vel með stöðunni. Erlent 25.6.2023 15:45 Taylor Swift skellti skollaeyrum við boði Meghan Markle Taylor Swift þáði ekki boð Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, um að mæta sem gestur í hlaðvarpsþátt hennar Archetypes. Hertogaynjan sendi henni skriflega beiðni um að mæta sem gestur, að því er breska götublaðið The Sun fullyrðir. Lífið 25.6.2023 15:06 Mótmælt á dánardægri Roe gegn Wade Boðað var til fjöldafunda víða um Bandaríkin um helgina en í dag var ár liðið frá því að Hæstiréttur landsins felldi úr gildi eigin úrskurð í Roe gegn Wade, sem hafði í marga áratugi tryggt rétt kvenna til þungunarrofs. Fréttir 24.6.2023 22:06 Twitter gefur eftir og hleypir fulltrúum ESB í höfuðstöðvarnar Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Twitter hafa samþykkt að fara að nýrri löggjöf Evrópusambandsins sem skikkar fyrirtækin til að grípa til ýmissa ráðstafana til að sporna við falsfréttum, áróðri og glæpastarfsemi á miðlunum. Erlent 23.6.2023 13:06 Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. Erlent 23.6.2023 11:06 Hættir í veðurfréttum eftir hótanir vegna loftslagsumfjöllunar Bandarískur veðurfréttamaður sagði starfi sínu lausu vegna andlegs álags eftir hótanir sem hann fékk fyrir umfjöllun sína um loftslagsmál. Hann segir aðra vísindamenn og blaðamenn sæta sambærilegum hótunum. Erlent 23.6.2023 10:35 Sjóherinn nam „frávik“ á sama tíma og samband rofnaði við Titan Fregnir hafa borist af því að bandaríski sjóherinn hafi numið „frávik“ neðansjávar á sunnudag, sem var líklega sprengingin sem varð þegar kafbáturinn Titan féll saman vegna þrýstings. Erlent 23.6.2023 07:02 Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. Erlent 23.6.2023 00:00 Farþegar kafbátsins látnir OceanGate, fyrirtækið sem stóð fyrir leiðangri kafbátsins Titan, hefur greint frá því að farþegar kafbátsins séu látnir. Talið er að kafbáturinn hafi sprungið eða fallið saman undan þrýstingi vegna galla. Erlent 22.6.2023 18:58 Fundu brak sem sagt er vera úr kafbátnum Brak fannst á svæðinu þar sem kafbátsins Titan, sem týndist í nágrenni við Titanic um helgina, er leitað. Samkvæmt köfunarsérfræðingi og vini farþega um borð í kafbátnum tilheyrir brakið Titan. Erlent 22.6.2023 17:39 Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. Erlent 22.6.2023 15:47 Bandaríski blaðamaðurinn í rússnesku fangelsi út sumarið Dómstóll í Moskvu staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Evan Gershkovich, bandarískum blaðamanni sem er sakaður um njósnir, fram í seinni hluta ágúst. Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. Erlent 22.6.2023 14:26 Nota fjarstýrðan kafbát en súrefnið á þrotum Leitarmenn á Atlantshafi eru byrjaðir að nota franskan fjarstýrðan kafbát sem hægt er að nota til að senda myndir frá botni hafsins til yfirborðsins í rauntíma. Með honum geta leitarmenn séð botninn og leitað kafbátsins Títan, sem týndist á sunnudaginn er verið var að kafa honum að flaki skipsins Titanic. Erlent 22.6.2023 11:46 Amazon sakað um bellibrögð með Prime-áskriftir Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) stefndi tæknirisanum Amazon fyrir að blekkja viðskiptavini sína til þess að skrá sig í áskriftarþjónustu og gera þeim erfitt fyrir að segja henni upp. Fyrirtækið hafnar ásökununum alfarið. Viðskipti erlent 22.6.2023 11:34 Zuckerberg til í að slást við Musk Mark Zuckerberg, eigandi samfélagsmiðilsins Facebook, segist vera til í að mæta Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter í slagsmálum. Nokkuð ljóst er að um grín er að ræða en Facebook vinnur nú að þróun nýs samfélagsmiðils sem er keimlíkur Twitter. Lífið 22.6.2023 10:24 Reyna að tæla Indverja frá Rússum Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þar hefur honum verið boðið að kaupa háþróuð vopn, dróna og orrustuþotur, eins og Indverjar hafa lengi reynt að kaupa frá Bandaríkjunum. Erlent 22.6.2023 08:07 Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. Erlent 22.6.2023 06:57 Fyrsti maðurinn sem greindur var með einhverfu er látinn Donald Triplett er látinn, 89 ára. Hann lést af völdum krabbameins. Triplett starfaði sem gjaldkeri í banka og ferðaðist víða um heim en hans er minnst fyrir að vera fyrsti einstaklingurinn sem var greindur með einhverfu. Erlent 22.6.2023 06:28 Tveggja ára drengur skaut ólétta móður sína óvart til bana Tveggja ára drengur í Ohio skaut móður sína, sem var gengin átta mánuði á leið, óvart í bakið þegar hann lék sér með skammbyssu sem hann fann í náttborði foreldra sinna. Móðirin og ófætt barn hennar létust bæði. Erlent 22.6.2023 00:26 Sonur Tinu Turner handtekinn fyrir vörslu fíkniefna Ike Turner Jr., sonur söngkonunnar Tinu Turner, var í síðasta mánuði handtekinn í Texas-ríki í Bandaríkjunum fyrir vörslu fíkniefna. Lífið 22.6.2023 00:12 Bann við kynstaðfestandi meðferð barna fellt úr gildi Alríkisdómari í Bandaríkjunum felldi úr gildi umdeild lög sem lögðu blátt bann við kynstaðfestandi meðferð barna og ungmenna í Arkansas. Lögin voru þau fyrstu sinnar tegundar í Bandaríkjunum en dómarinn taldi þau ekki standast stjórnarskrá. Erlent 21.6.2023 15:30 Datt úr lið við fagnaðarlætin Karlmaður sem vann stóran vinning í bandaríska sjónvarpsþættinum The Price is Right slasaðist í fagnaðarlátunum er hann vann leik í þættinum. Eiginkona hans þurfti að koma upp á svið til hans til að hjálpa honum að klára leikinn. Lífið 21.6.2023 15:11 Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. Erlent 21.6.2023 13:00 Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það. Erlent 21.6.2023 08:50 New York slær skjaldborg um lækna sem aðstoða við þungunarrof Ríkisþing New York hefur samþykkt lög sem veita læknum sem ávísa og senda þungunarrofslyf til sjúklinga í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið bannað eða aðgengi að því verulega takmarkað vernd. Erlent 21.6.2023 08:29 Kallar Xi „einræðisherra“ á sama tíma og Blinken leitar sátta í Kína Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Xi Jinping forseta Kína „einræðisherra“ á fjáröflunarfundi í Kalíforníu í gær og sagði hann hafa skammast sín mikið þegar Bandaríkjamenn skutu niður njósnabelginn sem flaug inn í lofthelgi þeirra á síðasta ári. Erlent 21.6.2023 06:59 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. Erlent 21.6.2023 06:45 Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. Erlent 20.6.2023 23:48 Ölvaður flugmaður handtekinn í Skotlandi Flugmaður sem átti að fljúga vél flugfélagsins Delta frá Edinborg í Skotlandi til bandarísku borgarinnar New York var handtekinn vegna gruns um að vera ölvaður. Fresta þurfti fluginu þar sem flugmaðurinn var handtekinn þegar rúmur hálftími var í flugtak. Erlent 20.6.2023 22:42 Slokknað í ástarlogum rappara og popp-pönkara Samband tónlistarkonunnar Avril Lavigne og rapparans Tyga hefur runnið sitt skeið tæpum fjórum mánuðum eftir það hófst. Lífið 20.6.2023 19:11 « ‹ 69 70 71 72 73 74 75 76 77 … 334 ›
Raunveruleg ógn við vald Pútíns Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir uppreisn Yevgeny Prigozhin og Wagner málaliðanna í Rússlandi í gær hafa verið raunverulega ógn við vald Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. Hann segir Bandaríkin fylgjast vel með stöðunni. Erlent 25.6.2023 15:45
Taylor Swift skellti skollaeyrum við boði Meghan Markle Taylor Swift þáði ekki boð Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, um að mæta sem gestur í hlaðvarpsþátt hennar Archetypes. Hertogaynjan sendi henni skriflega beiðni um að mæta sem gestur, að því er breska götublaðið The Sun fullyrðir. Lífið 25.6.2023 15:06
Mótmælt á dánardægri Roe gegn Wade Boðað var til fjöldafunda víða um Bandaríkin um helgina en í dag var ár liðið frá því að Hæstiréttur landsins felldi úr gildi eigin úrskurð í Roe gegn Wade, sem hafði í marga áratugi tryggt rétt kvenna til þungunarrofs. Fréttir 24.6.2023 22:06
Twitter gefur eftir og hleypir fulltrúum ESB í höfuðstöðvarnar Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Twitter hafa samþykkt að fara að nýrri löggjöf Evrópusambandsins sem skikkar fyrirtækin til að grípa til ýmissa ráðstafana til að sporna við falsfréttum, áróðri og glæpastarfsemi á miðlunum. Erlent 23.6.2023 13:06
Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. Erlent 23.6.2023 11:06
Hættir í veðurfréttum eftir hótanir vegna loftslagsumfjöllunar Bandarískur veðurfréttamaður sagði starfi sínu lausu vegna andlegs álags eftir hótanir sem hann fékk fyrir umfjöllun sína um loftslagsmál. Hann segir aðra vísindamenn og blaðamenn sæta sambærilegum hótunum. Erlent 23.6.2023 10:35
Sjóherinn nam „frávik“ á sama tíma og samband rofnaði við Titan Fregnir hafa borist af því að bandaríski sjóherinn hafi numið „frávik“ neðansjávar á sunnudag, sem var líklega sprengingin sem varð þegar kafbáturinn Titan féll saman vegna þrýstings. Erlent 23.6.2023 07:02
Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. Erlent 23.6.2023 00:00
Farþegar kafbátsins látnir OceanGate, fyrirtækið sem stóð fyrir leiðangri kafbátsins Titan, hefur greint frá því að farþegar kafbátsins séu látnir. Talið er að kafbáturinn hafi sprungið eða fallið saman undan þrýstingi vegna galla. Erlent 22.6.2023 18:58
Fundu brak sem sagt er vera úr kafbátnum Brak fannst á svæðinu þar sem kafbátsins Titan, sem týndist í nágrenni við Titanic um helgina, er leitað. Samkvæmt köfunarsérfræðingi og vini farþega um borð í kafbátnum tilheyrir brakið Titan. Erlent 22.6.2023 17:39
Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. Erlent 22.6.2023 15:47
Bandaríski blaðamaðurinn í rússnesku fangelsi út sumarið Dómstóll í Moskvu staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Evan Gershkovich, bandarískum blaðamanni sem er sakaður um njósnir, fram í seinni hluta ágúst. Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. Erlent 22.6.2023 14:26
Nota fjarstýrðan kafbát en súrefnið á þrotum Leitarmenn á Atlantshafi eru byrjaðir að nota franskan fjarstýrðan kafbát sem hægt er að nota til að senda myndir frá botni hafsins til yfirborðsins í rauntíma. Með honum geta leitarmenn séð botninn og leitað kafbátsins Títan, sem týndist á sunnudaginn er verið var að kafa honum að flaki skipsins Titanic. Erlent 22.6.2023 11:46
Amazon sakað um bellibrögð með Prime-áskriftir Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) stefndi tæknirisanum Amazon fyrir að blekkja viðskiptavini sína til þess að skrá sig í áskriftarþjónustu og gera þeim erfitt fyrir að segja henni upp. Fyrirtækið hafnar ásökununum alfarið. Viðskipti erlent 22.6.2023 11:34
Zuckerberg til í að slást við Musk Mark Zuckerberg, eigandi samfélagsmiðilsins Facebook, segist vera til í að mæta Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter í slagsmálum. Nokkuð ljóst er að um grín er að ræða en Facebook vinnur nú að þróun nýs samfélagsmiðils sem er keimlíkur Twitter. Lífið 22.6.2023 10:24
Reyna að tæla Indverja frá Rússum Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þar hefur honum verið boðið að kaupa háþróuð vopn, dróna og orrustuþotur, eins og Indverjar hafa lengi reynt að kaupa frá Bandaríkjunum. Erlent 22.6.2023 08:07
Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. Erlent 22.6.2023 06:57
Fyrsti maðurinn sem greindur var með einhverfu er látinn Donald Triplett er látinn, 89 ára. Hann lést af völdum krabbameins. Triplett starfaði sem gjaldkeri í banka og ferðaðist víða um heim en hans er minnst fyrir að vera fyrsti einstaklingurinn sem var greindur með einhverfu. Erlent 22.6.2023 06:28
Tveggja ára drengur skaut ólétta móður sína óvart til bana Tveggja ára drengur í Ohio skaut móður sína, sem var gengin átta mánuði á leið, óvart í bakið þegar hann lék sér með skammbyssu sem hann fann í náttborði foreldra sinna. Móðirin og ófætt barn hennar létust bæði. Erlent 22.6.2023 00:26
Sonur Tinu Turner handtekinn fyrir vörslu fíkniefna Ike Turner Jr., sonur söngkonunnar Tinu Turner, var í síðasta mánuði handtekinn í Texas-ríki í Bandaríkjunum fyrir vörslu fíkniefna. Lífið 22.6.2023 00:12
Bann við kynstaðfestandi meðferð barna fellt úr gildi Alríkisdómari í Bandaríkjunum felldi úr gildi umdeild lög sem lögðu blátt bann við kynstaðfestandi meðferð barna og ungmenna í Arkansas. Lögin voru þau fyrstu sinnar tegundar í Bandaríkjunum en dómarinn taldi þau ekki standast stjórnarskrá. Erlent 21.6.2023 15:30
Datt úr lið við fagnaðarlætin Karlmaður sem vann stóran vinning í bandaríska sjónvarpsþættinum The Price is Right slasaðist í fagnaðarlátunum er hann vann leik í þættinum. Eiginkona hans þurfti að koma upp á svið til hans til að hjálpa honum að klára leikinn. Lífið 21.6.2023 15:11
Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. Erlent 21.6.2023 13:00
Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það. Erlent 21.6.2023 08:50
New York slær skjaldborg um lækna sem aðstoða við þungunarrof Ríkisþing New York hefur samþykkt lög sem veita læknum sem ávísa og senda þungunarrofslyf til sjúklinga í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið bannað eða aðgengi að því verulega takmarkað vernd. Erlent 21.6.2023 08:29
Kallar Xi „einræðisherra“ á sama tíma og Blinken leitar sátta í Kína Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Xi Jinping forseta Kína „einræðisherra“ á fjáröflunarfundi í Kalíforníu í gær og sagði hann hafa skammast sín mikið þegar Bandaríkjamenn skutu niður njósnabelginn sem flaug inn í lofthelgi þeirra á síðasta ári. Erlent 21.6.2023 06:59
Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. Erlent 21.6.2023 06:45
Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. Erlent 20.6.2023 23:48
Ölvaður flugmaður handtekinn í Skotlandi Flugmaður sem átti að fljúga vél flugfélagsins Delta frá Edinborg í Skotlandi til bandarísku borgarinnar New York var handtekinn vegna gruns um að vera ölvaður. Fresta þurfti fluginu þar sem flugmaðurinn var handtekinn þegar rúmur hálftími var í flugtak. Erlent 20.6.2023 22:42
Slokknað í ástarlogum rappara og popp-pönkara Samband tónlistarkonunnar Avril Lavigne og rapparans Tyga hefur runnið sitt skeið tæpum fjórum mánuðum eftir það hófst. Lífið 20.6.2023 19:11