Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2025 08:47 Þegar mest lét voru um 800 fangar í Guantánamo. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty Fimmtán fangar dúsa nú í Guantánamo-herfangelsinu á Kúbu og hafa aldrei verið færri eftir að ellefu fangar voru fluttir til Óman. Mennirnir voru teknir höndum eftir hryðjuverkaárásirnar á New York árið 2001 en hafa aldrei verið ákærðir fyrir nokkra glæpi. Fangaflutningurinn fór fram snemma í gærmorgun en fangarnir eru allir frá Jemen, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir voru fluttir til Óman þar sem ástandið í Jemen þykir of óstöðugt vegna áralangs borgarastríðs sem þar geisar. Bandarísk stjórnvöld þökkuðu stjórnvöldum í Óman fyrir að taka þátt í því verkefni að fækka föngum í Guantánamo á „ábyrgan“ hátt. Til stendur að loka fangelsinu á endanum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Bandaríkjastjórnar í Guantánamo. Þangað sendi hún erlenda vígamenn sem voru teknir höndum í kjölfar hryðjuverkanna 11. september árið 2001. Þar var þeim haldið árum og áratugum saman án ákæru. Þegar mest lét voru um 800 fangar í fangelsinu sem er hluti af sjóherstöð Bandaríkjanna á suðaustanverðri Kúbu. Barack Obama, þáverandi forseti, vildi loka fangelsinu sem hann taldi stríða gegn grunngildum Bandaríkjanna en mætti andstöðu Bandaríkjaþings. Donald Trump stöðvaði aðgerðir til þess að fækka föngum í Guantánamo í fyrri forsetatíð sinni. Hann sagðist telja það veikja ímynd Bandaríkjanna að loka fangelsinu eða sleppa föngunum. Joe Biden, fráfarandi forseti, tók aftur upp þráðinn og hefur grynnkað á fjöldanum sem er vistaður í fangelsinu. Bandaríkin Kúba Óman Mannréttindi Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Fangaflutningurinn fór fram snemma í gærmorgun en fangarnir eru allir frá Jemen, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir voru fluttir til Óman þar sem ástandið í Jemen þykir of óstöðugt vegna áralangs borgarastríðs sem þar geisar. Bandarísk stjórnvöld þökkuðu stjórnvöldum í Óman fyrir að taka þátt í því verkefni að fækka föngum í Guantánamo á „ábyrgan“ hátt. Til stendur að loka fangelsinu á endanum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Bandaríkjastjórnar í Guantánamo. Þangað sendi hún erlenda vígamenn sem voru teknir höndum í kjölfar hryðjuverkanna 11. september árið 2001. Þar var þeim haldið árum og áratugum saman án ákæru. Þegar mest lét voru um 800 fangar í fangelsinu sem er hluti af sjóherstöð Bandaríkjanna á suðaustanverðri Kúbu. Barack Obama, þáverandi forseti, vildi loka fangelsinu sem hann taldi stríða gegn grunngildum Bandaríkjanna en mætti andstöðu Bandaríkjaþings. Donald Trump stöðvaði aðgerðir til þess að fækka föngum í Guantánamo í fyrri forsetatíð sinni. Hann sagðist telja það veikja ímynd Bandaríkjanna að loka fangelsinu eða sleppa föngunum. Joe Biden, fráfarandi forseti, tók aftur upp þráðinn og hefur grynnkað á fjöldanum sem er vistaður í fangelsinu.
Bandaríkin Kúba Óman Mannréttindi Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira