Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Samningamenn frá Evrópusambandinu eru sagðir slegnir eftir að bandarískir kollegar þeirra hótuðu að refsa þeim og fjölskyldum þeirra persónulega ef þeir greiddu ekki atkvæði gegn loftslagsaðgerðum í skipasiglingum. Þeir segjast aldrei hafa upplifað annað eins í alþjóðlegum samningaviðræðum. Erlent 3.11.2025 09:19 Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Susan Ferguson, sérstakur fulltrúi UN Women í Afganistan, segir líf kvenna hafa orðið miklu erfiðara og miklu flóknara eftir að Talíbanar tóku aftur völd fyrir rúmum fjórum árum. Á þeim tíma hafi afganskar konur og stúlkur misst öll grundvallarmannréttindi sín, þar með talið réttinn til náms og vinnu. Erlent 3.11.2025 08:00 Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Yfir 735 þúsund íbúar New York hafa kosið utan kjörfundar í borgarstjórakosningunum sem fara fram á morgun, þar af 151 þúsund manns sem greiddu atkvæði í gær. Erlent 3.11.2025 07:07 Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Að minnsta kosti tuttugu eru látnir eftir 6,3 stiga jarðskjálfta í norðurhluta Afganistan. Búist er við því að fleiri finnist látnir og þá eru hundruð særð. Erlent 3.11.2025 06:37 Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Talsmaður Nígeríuforseta segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn í Nígeríu vegna ásakana um að þar í landi standi yfir umfangsmikil dráp á kristnum mönnum af hálfu íslamskra öfgamanna. Hann segir Trump, sem sagðist í gær undirbúa Stríðsmálaráðuneyti Bandaríkjanna undir innrás í Nígeríu, byggja hótanir sínar á misvísandi fréttaflutningi. Erlent 2.11.2025 21:38 Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Annar tveggja manna sem handteknir voru í kjölfar stunguárásar í lest í Cambridge-skíri í Bretlandi í gærkvöldi hefur verið látinn laus. Hinn þeirra er grunaður um tilraun til manndráps. Erlent 2.11.2025 18:16 Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Varnarmálaráðuneyti Breta vinnur að því að svipta Andrew Mountbatten Windsor síðustu hernaðartign sinni. Andrew, sem var áður þekktur sem Andrés prins, var sviptur prins-titli sínum fyrr í vikunni. Erlent 2.11.2025 13:20 Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Ellefu manns fengu aðhlynningu á spítala í kjölfar stunguárásar um borð í lest á Bretlandi í gær. Fjórir eru útskrifaðir af spítalanum en tveir eru enn í lífshættu. Erlent 2.11.2025 11:37 Drónaumferð við herstöð í Belgíu Tvö kvöld í röð hafa drónar sést fljúga yfir herstöð í norðurhluta Belgíu. Lögreglan hefur málið til rannsóknar. Fjöldi dróna hefur sést yfir evrópskum flugvöllum síðustu mánuði. Erlent 2.11.2025 10:01 Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Samstaðan, sem náðist milli stjórnmálaflokkanna í Færeyjum í síðustu viku um veglínu Suðureyjarganga, virðist ekki eins víðtæk og ætla mátti. Náttúru- og umhverfissamtök hafa risið upp og mótmælt og íbúar Sandeyjar virðast afar ósáttir. Deildir flokkanna á Sandey leggjast hart gegn niðurstöðunni. Þá lýsa lykilmenn í efnahagsmálum eyjanna þeirri skoðun að jarðgöngin séu fjárhagslegt glapræði. Færeyingar muni ekki hafa ráð á göngunum. Erlent 2.11.2025 08:08 Níu í lífshættu eftir stunguárásina Tíu manns eru særðir, þar af níu lífshættulega, eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi í gær. Tveir menn sem grunaðir eru um verknaðinn voru handteknir á Huntingdon lestarstöðinni í gær. Erlent 2.11.2025 08:00 Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Margir eru sagðir særðir eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi. Erlent 1.11.2025 22:27 Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fyrirskipað hernaðarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að undirbúa mögulega árás á Nígeríu. Þar vilji hann gjöreyða Íslömskum öfgamönnum sem séu að drepa kristna menn þar í landi. Erlent 1.11.2025 22:15 Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Þrettán ára stúlka frá Louisiana-ríki Bandaríkjanna fannst á í kassa á heimili manns, sem hún hafði kynnst á netinu, í Pennsylvaníuríki. Erlent 1.11.2025 18:16 Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Ein kona hefur verið ákærð fyrir rán í Louvre-safninu í París. Konungsdjásnum Frakka var stolið fyrir um tveimur vikum. Erlent 1.11.2025 15:26 Demókratar vilja yfirheyra Andrew Fjórir Demókratar í rannsóknarnefnd á vegum bandaríska þingsins sem fer með rannsókn Epstein málsins, vilja fá að yfirheyra Andrew Mountbatten Windsor um tengsl hans við Epstein. Nefndinni er stýrt af Repúblikönum sem hafa ekki gefið upp hvort þeir taki undir kröfuna. Erlent 1.11.2025 10:19 Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, eru staðráðnir í því að lenda geimförum á tunglinu og nota Starship-geimfar til þess. Starfandi yfirmaður NASA bauð á dögunum fyrirtækjum að gera aftur tilboð í að lenda geimförum á tunglinu og þar með taka yfir samning sem SpaceX hlaut árið 2021. Erlent 1.11.2025 08:02 Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, er líklegt til að hljóta tveggja milljarða dala samning frá yfirvöldum í Bandaríkjunum. Fyrirtækið mun því koma að því að þróa og framleiða gervihnattaþyrpingu sem myndi greina og fylgja eldflaugum og flugvélum en þyrpingin yrði liður í nýju eldflaugavarnakerfi sem kennt er við Donald Trump, forseta, og ber nafnið „gullhvelfingin“. Erlent 31.10.2025 16:32 Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa gefið bandaríska hernum skipun um að gera loftárásir í Venesúela. Árásirnar eru sagðar eiga að beinast að herstöðvum þar í landi sem Nicolas Maduro, forseti, mun hafa leyft fíkniefnasamtökum að starfa í. Erlent 31.10.2025 13:47 Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Frjálslyndi miðjuflokkurinn D66 hlaut flest atkvæði í hollensku þingkosningunum sem fram fóru á miðvikudaginn. Hollenskir fjölmiðlar greindu frá nýjustu tölum upp úr hádegi og er ljóst, þegar búið er að telja nær öll atkvæði, að Frelsisflokkurinn, undir stjórn Geert Wilders, getur ekki fengið fleiri atkvæði en D66. Erlent 31.10.2025 12:56 Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Norðurlandaráð hefur ákveðið að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fái nú föst sæti í forsætisnefnd ráðsins, sem er æðsta stjórnvald þess á milli hinna árvissu þinga. Erlent 31.10.2025 12:17 Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Æðsti lögmaður ísraelska hersins sagði af sér í morgun vegna myndbands sem lekið var til fjölmiðla í fyrra. Það sýndi ísraelska hermenn umkringja palestínskan fanga og hafa hermennirnir verið sakaðir um að misþyrma honum kynferðislega en rannsókn á leka þessum var opnuð fyrr í vikunni. Erlent 31.10.2025 11:51 Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að leiðtogar Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni beiti kjarnorkuúrræðinu svokallaða eða því sem Trump kallar einnig „Trump-spilið“. Það er að fella úr gildi regluna um aukinn meirihluta í þingdeildinni, svo hægt verði að opna á rekstur alríkisins á nýjan leik. Erlent 31.10.2025 10:32 Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að taka á móti í mesta lagi 7.500 flóttamönnum á næsta ári. Um er að ræða verulega fækkun en viðmið ríkisstjórnar Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var 125.000 flóttamenn. Erlent 31.10.2025 09:00 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Hundruð þúsunda strangtrúaðra gyðinga söfnuðust saman í Jerúsalem í gær til að mótmæla herskyldu, sem strangtrúaðir hafa hingað til verið undanskildir. Erlent 31.10.2025 08:19 Orðin hæsta kirkja í heimi Kirkjan Sagrada Familia í Barcelona á Spáni varð í gær hæsta kirkja heims þegar byrjað var að koma fyrir neðri hluta kross á miðturni kirkjunnar. Framkvæmdir við kirkjuna Sagrada Familia hófust árið 1882 og standa enn yfir. Erlent 31.10.2025 07:45 Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær, með 51 atkvæði gegn 47 að ógilda tollana sem Donald Trump lagði á um 100 ríki heims með forsetatilskipun. Erlent 31.10.2025 07:12 Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Andrés, yngri bróðir Karls Bretakonungs hefur nú verið sviptur prins-titli sínum og þarf að yfirgefa hið sögulega Royla Lodge í grennd við Windsor kastala, hvar hann hefur búið síðustu áratugi. Erlent 31.10.2025 06:58 Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá einkaflugmann Nicolas Maduro, forseta Venesúela, til að fljúga forsetanum á stað þar sem hægt væri að handtaka hann. Í staðinn fékk flugmaðurinn gylliboð um fúlgur fjár en ráðabruggið bar á endanum ekki árangur. Erlent 30.10.2025 23:20 Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í dag eftir því að Joe Biden, forveri hans, yrði settur í fangelsi. Í færslu á sínum eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Biden væri glæpamaður, „meiriháttar lúsablesi (Lowlife)“, algerlega misheppnaður og ljótur að utan sem að innan. Erlent 30.10.2025 17:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Samningamenn frá Evrópusambandinu eru sagðir slegnir eftir að bandarískir kollegar þeirra hótuðu að refsa þeim og fjölskyldum þeirra persónulega ef þeir greiddu ekki atkvæði gegn loftslagsaðgerðum í skipasiglingum. Þeir segjast aldrei hafa upplifað annað eins í alþjóðlegum samningaviðræðum. Erlent 3.11.2025 09:19
Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Susan Ferguson, sérstakur fulltrúi UN Women í Afganistan, segir líf kvenna hafa orðið miklu erfiðara og miklu flóknara eftir að Talíbanar tóku aftur völd fyrir rúmum fjórum árum. Á þeim tíma hafi afganskar konur og stúlkur misst öll grundvallarmannréttindi sín, þar með talið réttinn til náms og vinnu. Erlent 3.11.2025 08:00
Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Yfir 735 þúsund íbúar New York hafa kosið utan kjörfundar í borgarstjórakosningunum sem fara fram á morgun, þar af 151 þúsund manns sem greiddu atkvæði í gær. Erlent 3.11.2025 07:07
Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Að minnsta kosti tuttugu eru látnir eftir 6,3 stiga jarðskjálfta í norðurhluta Afganistan. Búist er við því að fleiri finnist látnir og þá eru hundruð særð. Erlent 3.11.2025 06:37
Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Talsmaður Nígeríuforseta segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn í Nígeríu vegna ásakana um að þar í landi standi yfir umfangsmikil dráp á kristnum mönnum af hálfu íslamskra öfgamanna. Hann segir Trump, sem sagðist í gær undirbúa Stríðsmálaráðuneyti Bandaríkjanna undir innrás í Nígeríu, byggja hótanir sínar á misvísandi fréttaflutningi. Erlent 2.11.2025 21:38
Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Annar tveggja manna sem handteknir voru í kjölfar stunguárásar í lest í Cambridge-skíri í Bretlandi í gærkvöldi hefur verið látinn laus. Hinn þeirra er grunaður um tilraun til manndráps. Erlent 2.11.2025 18:16
Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Varnarmálaráðuneyti Breta vinnur að því að svipta Andrew Mountbatten Windsor síðustu hernaðartign sinni. Andrew, sem var áður þekktur sem Andrés prins, var sviptur prins-titli sínum fyrr í vikunni. Erlent 2.11.2025 13:20
Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Ellefu manns fengu aðhlynningu á spítala í kjölfar stunguárásar um borð í lest á Bretlandi í gær. Fjórir eru útskrifaðir af spítalanum en tveir eru enn í lífshættu. Erlent 2.11.2025 11:37
Drónaumferð við herstöð í Belgíu Tvö kvöld í röð hafa drónar sést fljúga yfir herstöð í norðurhluta Belgíu. Lögreglan hefur málið til rannsóknar. Fjöldi dróna hefur sést yfir evrópskum flugvöllum síðustu mánuði. Erlent 2.11.2025 10:01
Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Samstaðan, sem náðist milli stjórnmálaflokkanna í Færeyjum í síðustu viku um veglínu Suðureyjarganga, virðist ekki eins víðtæk og ætla mátti. Náttúru- og umhverfissamtök hafa risið upp og mótmælt og íbúar Sandeyjar virðast afar ósáttir. Deildir flokkanna á Sandey leggjast hart gegn niðurstöðunni. Þá lýsa lykilmenn í efnahagsmálum eyjanna þeirri skoðun að jarðgöngin séu fjárhagslegt glapræði. Færeyingar muni ekki hafa ráð á göngunum. Erlent 2.11.2025 08:08
Níu í lífshættu eftir stunguárásina Tíu manns eru særðir, þar af níu lífshættulega, eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi í gær. Tveir menn sem grunaðir eru um verknaðinn voru handteknir á Huntingdon lestarstöðinni í gær. Erlent 2.11.2025 08:00
Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Margir eru sagðir særðir eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi. Erlent 1.11.2025 22:27
Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fyrirskipað hernaðarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að undirbúa mögulega árás á Nígeríu. Þar vilji hann gjöreyða Íslömskum öfgamönnum sem séu að drepa kristna menn þar í landi. Erlent 1.11.2025 22:15
Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Þrettán ára stúlka frá Louisiana-ríki Bandaríkjanna fannst á í kassa á heimili manns, sem hún hafði kynnst á netinu, í Pennsylvaníuríki. Erlent 1.11.2025 18:16
Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Ein kona hefur verið ákærð fyrir rán í Louvre-safninu í París. Konungsdjásnum Frakka var stolið fyrir um tveimur vikum. Erlent 1.11.2025 15:26
Demókratar vilja yfirheyra Andrew Fjórir Demókratar í rannsóknarnefnd á vegum bandaríska þingsins sem fer með rannsókn Epstein málsins, vilja fá að yfirheyra Andrew Mountbatten Windsor um tengsl hans við Epstein. Nefndinni er stýrt af Repúblikönum sem hafa ekki gefið upp hvort þeir taki undir kröfuna. Erlent 1.11.2025 10:19
Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, eru staðráðnir í því að lenda geimförum á tunglinu og nota Starship-geimfar til þess. Starfandi yfirmaður NASA bauð á dögunum fyrirtækjum að gera aftur tilboð í að lenda geimförum á tunglinu og þar með taka yfir samning sem SpaceX hlaut árið 2021. Erlent 1.11.2025 08:02
Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, er líklegt til að hljóta tveggja milljarða dala samning frá yfirvöldum í Bandaríkjunum. Fyrirtækið mun því koma að því að þróa og framleiða gervihnattaþyrpingu sem myndi greina og fylgja eldflaugum og flugvélum en þyrpingin yrði liður í nýju eldflaugavarnakerfi sem kennt er við Donald Trump, forseta, og ber nafnið „gullhvelfingin“. Erlent 31.10.2025 16:32
Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa gefið bandaríska hernum skipun um að gera loftárásir í Venesúela. Árásirnar eru sagðar eiga að beinast að herstöðvum þar í landi sem Nicolas Maduro, forseti, mun hafa leyft fíkniefnasamtökum að starfa í. Erlent 31.10.2025 13:47
Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Frjálslyndi miðjuflokkurinn D66 hlaut flest atkvæði í hollensku þingkosningunum sem fram fóru á miðvikudaginn. Hollenskir fjölmiðlar greindu frá nýjustu tölum upp úr hádegi og er ljóst, þegar búið er að telja nær öll atkvæði, að Frelsisflokkurinn, undir stjórn Geert Wilders, getur ekki fengið fleiri atkvæði en D66. Erlent 31.10.2025 12:56
Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Norðurlandaráð hefur ákveðið að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fái nú föst sæti í forsætisnefnd ráðsins, sem er æðsta stjórnvald þess á milli hinna árvissu þinga. Erlent 31.10.2025 12:17
Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Æðsti lögmaður ísraelska hersins sagði af sér í morgun vegna myndbands sem lekið var til fjölmiðla í fyrra. Það sýndi ísraelska hermenn umkringja palestínskan fanga og hafa hermennirnir verið sakaðir um að misþyrma honum kynferðislega en rannsókn á leka þessum var opnuð fyrr í vikunni. Erlent 31.10.2025 11:51
Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að leiðtogar Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni beiti kjarnorkuúrræðinu svokallaða eða því sem Trump kallar einnig „Trump-spilið“. Það er að fella úr gildi regluna um aukinn meirihluta í þingdeildinni, svo hægt verði að opna á rekstur alríkisins á nýjan leik. Erlent 31.10.2025 10:32
Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að taka á móti í mesta lagi 7.500 flóttamönnum á næsta ári. Um er að ræða verulega fækkun en viðmið ríkisstjórnar Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var 125.000 flóttamenn. Erlent 31.10.2025 09:00
Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Hundruð þúsunda strangtrúaðra gyðinga söfnuðust saman í Jerúsalem í gær til að mótmæla herskyldu, sem strangtrúaðir hafa hingað til verið undanskildir. Erlent 31.10.2025 08:19
Orðin hæsta kirkja í heimi Kirkjan Sagrada Familia í Barcelona á Spáni varð í gær hæsta kirkja heims þegar byrjað var að koma fyrir neðri hluta kross á miðturni kirkjunnar. Framkvæmdir við kirkjuna Sagrada Familia hófust árið 1882 og standa enn yfir. Erlent 31.10.2025 07:45
Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær, með 51 atkvæði gegn 47 að ógilda tollana sem Donald Trump lagði á um 100 ríki heims með forsetatilskipun. Erlent 31.10.2025 07:12
Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Andrés, yngri bróðir Karls Bretakonungs hefur nú verið sviptur prins-titli sínum og þarf að yfirgefa hið sögulega Royla Lodge í grennd við Windsor kastala, hvar hann hefur búið síðustu áratugi. Erlent 31.10.2025 06:58
Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá einkaflugmann Nicolas Maduro, forseta Venesúela, til að fljúga forsetanum á stað þar sem hægt væri að handtaka hann. Í staðinn fékk flugmaðurinn gylliboð um fúlgur fjár en ráðabruggið bar á endanum ekki árangur. Erlent 30.10.2025 23:20
Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í dag eftir því að Joe Biden, forveri hans, yrði settur í fangelsi. Í færslu á sínum eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Biden væri glæpamaður, „meiriháttar lúsablesi (Lowlife)“, algerlega misheppnaður og ljótur að utan sem að innan. Erlent 30.10.2025 17:00