Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 13:34 Donald Trump og Samuel Alito. AP/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. Eftir að fregnir bárust af símtalinu sendi Alito út yfirlýsingu um að hann hefði svaraði símtali Trumps að beiðni William Levi, fyrrverandi aðstoðarmanns síns, og lagt til að Trump réði hann í ríkisstjórn sína. Alito segir að þeir hafi ekkert talað um áfrýjun Trumps og að hann hafi ekki einu sinni vitað af henni. Ekki liggur fyrir af hverju Trump ætti að vera að kanna bakgrunn aðstoðarmannsins en slíkt er iðulega gert af lágt settum starfsmönnum. AP fréttaveitan segir hæstaréttardómara iðulega mæla með fyrrverandi aðstoðarmönnum sínum í opinber embætti en beint samtal við forseta Bandaríkjanna um slíkt sé mjög óhefðbundið. Sérstaklega með tilliti til þeirra mála Trumps sem hafa farið fyrir Hæstarétt og munu fara fyrir dómstólinn á næsta kjörtímabili. Áfrýjuðu til Hæstaréttar eftir símtalið Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Sakfelling Trumps stendur Hann og lögmenn hans hafa reynt að koma í veg fyrir dómsuppkvaðningu á undanförnum vikum en þeirri kröfu hefur verið hafnað á öllum dómstigum, að Hæstarétti undanskildum. Lögmenn Trumps áfrýjuðu málinu þangað stuttu eftir að Trump og Alito töluðu saman á þriðjudaginn. Umdeildur Alito Samuel Alito hefur staðið frammi fyrir áköllum um að hann segi sig frá málum tengdum Trump. Þau mál tengdust árás stuðningsmanna Trumps á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Í fyrra bárust fregnir af því að tveimur umdeildum fánum hefði verið flaggað við tvö hús í eigu Alitos og eiginkonu hans. Þeir fánar hafa verið bendlaðir við hópa sem styðja Trump og telja að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í kosningunum 2020. Annar fáninn er sá bandaríski á hvolfi og hinn er hvítur fáni með mynd af furu sem á stendur „An Appeal to heaven“ eða Beiðni til himna. Báðir fánar hafa verið bendlaðir við hópa sem styðja Trump og telja ranglega að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur gegn Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Hvíti fáninn er þar að auki tengdur hópi sem vill auka vægi kristinna gilda í opinberri stjórnsýslu Bandaríkjanna. Leiðtogar þessarar hreyfingar hafa bundið miklar vonir við Alito og afstöðu hans til málefna eins og þungunarrofs, hjónabanda samkynja para og trúfrelsis. Þá var í fyrra birt upptaka af Alito taka undir það að Bandaríkjamenn ættu að verða trúræknari og tala um að pólitískar málamiðlanir væru ómögulegar. Sjá einnig: Umdeildur dómari vill trúræknari Bandaríki Árið 2023 birti ProPublica fréttir um að Alito hefði ekki sagt frá ókeypis flugferð í einkaþotu auðjöfurs sem rak seinna mál fyrir Hæstarétti. Alito er ekki fyrsti dómarinn sem er bendlaður við stoðlausar samsæriskenningar Trump um meint misferli í forsetakosningunum 2020. Ginni Thomas, eiginkona Clarence Thomas dómara, tók þannig virkan þátt í að reyna að hnekkja úrslitum kosninganna. Thomas hefur hafnað því að víkja í málum sem tengjast kosningunum. Dómarar Hæstaréttar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum, þegar slíkt hefur hentað Trump. New York Times segir mögulegt að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurði um áfrýjun Trumps í dag. Henni var hafnað af dómara í New York á þriðjudaginn en sá var mjög gagnrýninn á málflutning lögmanna Trumps. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Eftir að fregnir bárust af símtalinu sendi Alito út yfirlýsingu um að hann hefði svaraði símtali Trumps að beiðni William Levi, fyrrverandi aðstoðarmanns síns, og lagt til að Trump réði hann í ríkisstjórn sína. Alito segir að þeir hafi ekkert talað um áfrýjun Trumps og að hann hafi ekki einu sinni vitað af henni. Ekki liggur fyrir af hverju Trump ætti að vera að kanna bakgrunn aðstoðarmannsins en slíkt er iðulega gert af lágt settum starfsmönnum. AP fréttaveitan segir hæstaréttardómara iðulega mæla með fyrrverandi aðstoðarmönnum sínum í opinber embætti en beint samtal við forseta Bandaríkjanna um slíkt sé mjög óhefðbundið. Sérstaklega með tilliti til þeirra mála Trumps sem hafa farið fyrir Hæstarétt og munu fara fyrir dómstólinn á næsta kjörtímabili. Áfrýjuðu til Hæstaréttar eftir símtalið Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Sakfelling Trumps stendur Hann og lögmenn hans hafa reynt að koma í veg fyrir dómsuppkvaðningu á undanförnum vikum en þeirri kröfu hefur verið hafnað á öllum dómstigum, að Hæstarétti undanskildum. Lögmenn Trumps áfrýjuðu málinu þangað stuttu eftir að Trump og Alito töluðu saman á þriðjudaginn. Umdeildur Alito Samuel Alito hefur staðið frammi fyrir áköllum um að hann segi sig frá málum tengdum Trump. Þau mál tengdust árás stuðningsmanna Trumps á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Í fyrra bárust fregnir af því að tveimur umdeildum fánum hefði verið flaggað við tvö hús í eigu Alitos og eiginkonu hans. Þeir fánar hafa verið bendlaðir við hópa sem styðja Trump og telja að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í kosningunum 2020. Annar fáninn er sá bandaríski á hvolfi og hinn er hvítur fáni með mynd af furu sem á stendur „An Appeal to heaven“ eða Beiðni til himna. Báðir fánar hafa verið bendlaðir við hópa sem styðja Trump og telja ranglega að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur gegn Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Hvíti fáninn er þar að auki tengdur hópi sem vill auka vægi kristinna gilda í opinberri stjórnsýslu Bandaríkjanna. Leiðtogar þessarar hreyfingar hafa bundið miklar vonir við Alito og afstöðu hans til málefna eins og þungunarrofs, hjónabanda samkynja para og trúfrelsis. Þá var í fyrra birt upptaka af Alito taka undir það að Bandaríkjamenn ættu að verða trúræknari og tala um að pólitískar málamiðlanir væru ómögulegar. Sjá einnig: Umdeildur dómari vill trúræknari Bandaríki Árið 2023 birti ProPublica fréttir um að Alito hefði ekki sagt frá ókeypis flugferð í einkaþotu auðjöfurs sem rak seinna mál fyrir Hæstarétti. Alito er ekki fyrsti dómarinn sem er bendlaður við stoðlausar samsæriskenningar Trump um meint misferli í forsetakosningunum 2020. Ginni Thomas, eiginkona Clarence Thomas dómara, tók þannig virkan þátt í að reyna að hnekkja úrslitum kosninganna. Thomas hefur hafnað því að víkja í málum sem tengjast kosningunum. Dómarar Hæstaréttar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum, þegar slíkt hefur hentað Trump. New York Times segir mögulegt að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurði um áfrýjun Trumps í dag. Henni var hafnað af dómara í New York á þriðjudaginn en sá var mjög gagnrýninn á málflutning lögmanna Trumps.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira